Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðrún Sigurlaug Stefánsdóttir (1887 -1970) Sigríðarstöðum
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
5.1.1887 - 23.5.1970
Saga
Guðrún Sigurlaug Stefánsdóttir 5. janúar 1887 að Galtarnesi í Víðidal: - 23. maí 1970. Húsfreyja í Kistu, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfeyja á Sigríðarstöðum í Vesturhópi, V-Hún., síðast bús. í Reykjavík. Þegar foreldrar hennar brugðu búi var henni komið í fóstur að Refsteinsstöðum í Víðidal til hjónanna Helgu Þórarinsdóttar og Guðmundar Guðmundssonar og reyndust þau henni sem beztu foreldrar. Einnig var þremur af eldri systkinum hennar komið niður, en tvö þau yngstu fylgdu foreldrum sínum eftir. Voru þau 6 systkinin sem upp komust. Fótur vor er fastur en fljúga vill önd". Þessi orð koma mér í hug nú, þegar ég minnist Guðrúnar og eru þau sannmæli. Hún átti lengi við vanheilsu að stríða og gat ekki borið sig yfir hin síðari ár nema með hækjum. Sálarstyrkur hennar var þeim mun meiri. Hann virtist alltaf óskertur, enda þótt hún gengi sjaldan heil til skógar.
Í frumbýli sínu bjó hún við litil efni. Var það algengt í þá daga. Hún lét alltaf lítið yfir sér, en var því traustari, þegar á reyndi. Heilsuleysi það, sem hún átti við að stríða, var henni ekki eins mikill fjötur um fót og ætla mætti. Kjarkur hennar og trúin á lífið og framhald þess gaf henni þann styrk, er hún gladdi sig við. Enginn sá henni bregða. Guðstrú hennar var henni mikill styrkur í lífsbaráttunni. Ekki skemmdi það heldur að maður hennar, Ólafur Dýrmundsson, stóð fast við hlið hennar og var henni ómetanleg stoð, sem aldrei brást, á hverju sem gekk.
Hún andaðist að Hrafnistu 23. maí eftir langvarandi heilsuleysi.
Staðir
Galtarnes í Víðidal: Kista og Sigríðarstaðir í Vesturhópi:
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Dóttir hjónanna Margrétar Eggertsdóttur og Stefáns Jónassonar, en þau bjuggu í Litlu-Hlíð í sömu sveit.
Þrír bræður hennar eru látnir, Halldór læknir, síðast í Reykjavík, Eggert, byggingarmeistari og Slökkviðsstjóri á Akureyri og Jón bóndi á Hallgilsstöðum í Hörgárdal. Eftirlifandi er Jósefína, gift Öfjord, búin að dvelja um 50 ára skeið í Danmörku, og Egill kaupmaður á Siglufirði.
Maður hennar var Ólafur Dýrmundsson
Börn þeirra eru: Dýrmundur póstvarðstjóri f Reykjavik, Signý og Margrét Ingunn húsmæður, Stefán Haukur sjómaður búsettur í Hnífsdal.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Guðrún Sigurlaug Stefánsdóttir (1887 -1970) Sigríðarstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Guðrún Sigurlaug Stefánsdóttir (1887 -1970) Sigríðarstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 21.5.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 19.11.2022
Íslendingabók