Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðrún Þorbjörnsdóttir (1912-1996)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
20.6.1912 - 13.8.1996
Saga
Guðrún Þorbjörnsdóttir var fædd í Vestmannaeyjum 20. júní 1912. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 13. ágúst síðastliðinn.
Guðrún lærði sjúkraþjálfun í Skodsborg í Danmörku. Guðrún kom heim til Íslands árið 1937 og skömmu síðar fór hún norður á Siglufjörð. Þar bjó hún til ársins 1982. Guðrún vann alla tíð við sjúkraþjálfun og var með aðstöðu á heimili sínu á Grundargötu 6. Seinustu árin vann hún á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Hún hætti störfum þegar hún varð sjötug 1982 og flutti þá til Hafnarfjarðar og átti þar heimili á Langeyrarvegi 13 og síðustu misserin dvaldi hún á sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnarfirði. Útför Guðrúnar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11.
Staðir
Vestmannaeyjar: Skodsborg Danmörku: Siglufjörður: Hafnarfjörður:
Réttindi
Sjúkraþjálfari
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Guðrún ólst upp á Reynifelli í Vestmannaeyjum.
Systkini Guðrúnar voru: Guðsteinn, Jóna, Elísabet, Sóley og Arnmundur og uppeldissystir Sigríður. Eftirlifandi eru Arnmundur og Sigríður.
Eiginmaður hennar var Sigurbjörn Sveinsson verkamaður og verkstjóri ættaður frá Siglufirði. Hann lést 30. mars 1978. Guðrún og Sigurbjörn eignuðust þrjá syni.
Elstur er Gunnar Rafn, kona hans er Ina Illugadóttir og eiga þau fjögur börn;
Björn Ingvi, kona hans Sigurrós Stefánsdóttir og eiga þau fjögur börn; og
Kjartan Örn, hann er kvæntur Katrínu Þórlindsdóttur og eiga þau tvö börn.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 22.5.2017
Tungumál
- íslenska