Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðrún Jónsdóttir (1904-1989)
Hliðstæð nafnaform
- Guðrún Jónsdóttir frá Fosskoti
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1.10.1904 - 20.4.1989
Saga
Guðrún fæddist í Fosskoti í Miðfirði 1. október árið 1904. Útför, Guðrúnar Jónsdóttur, sem andaðist á Sólvangi var hinn 20. þ.m. frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Um tvítugsaldur fer Guðrún í Kvennaskólann á Blönduósi. Að loknu námi fer hún aftur heim á bernskustöðvarnar og er þar um nokkurt skeið. Hún fer svo aftur að heiman og þá til Hafnarfjarðar, þar sem hún stundaði fiskvinnu. Það átti fyrir Guðrúnu að liggja að ílengjast á æskustöðvunum. Systkinin Jón og Guðrún taka síðan við búi í Fosskoti og búa þar góðu búi meðan kraftar entust. Haustið 1965 flytja þau Guðrún og Jón til Hafnarfjarðar, þar sem þau kaupa sér lítið og snoturt hús við Álfaskeið og koma sér þar vel fyrir. Eftir að Jón lést árið 1971, bjó hún ein í húsinu þar til hún flutti á Sólvang. Guðrún var bókhneigð og las mikið, hún var ljóðelsk og kunni ógrynni ljóða. Eins og áður er getið dvaldist Guðrún síðustu árin á Sólvangi. Á starfsfólkið þar þakkir skildar fyrir þá umönnun og hlýju, sem það sýndi henni.
Staðir
Fosskot í Miðfirði: Kvsk á Blönduósi: Kópavogur:
Réttindi
Húsfreyja
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru hjónin Jón Jónsson og Elísabet Benónýsdóttir. Guðrún var yngst 3 systkina, sem nú eru öll látin, en þau voru Ólöf, gift Jóni Sigurgeirssyni skrifst.m., búsett í Hafnarfirði, Ragnhildur, gift Ólafi Björnssyni bónda í Núpdalstungu í Miðfirði, og Jón ógiftur.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 21.5.2017
Tungumál
- íslenska