Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðrún Einarsdóttir (1893-1994)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
13.5.1893 -2.2.1994
Saga
Guðrún fæddist á Litla-Fljóti í Biskupstungum 26. desember 1893, einkadóttir hjónanna Einars Jónssonar bónda þar og Guðfinnu Arnfinnsdóttur. Móður sína missti hún í bernsku, en faðir hennar kvæntist síðar Guðfinnu Guðmundsdóttur, og gekk hún Guðrúnu í móðurstað. Hún var einbirni en átti fósturbróður sem Ingvar Jóhannsson hét, síðar bóndi á Hvítárbakka í Biskupstungum, en hann er látinn fyrir allmörgum árum.
Gunna dvaldi í foreldrahúsum fram yfir tvítugsaldur, en þá fann hún hjá sér sterka löngun til að hleypa heimdraganum og kynnast nýju umhverfi. Á þessum tíma var farkennsla eina menntunin sem bauðst þarna í sveitinni. Ég efa ekki að löngun í meiri fræðslu hafi verið fyrir hendi, svo fróðleiksfús og vel gefin sem hún var.
Svo skipaðist að hún réðst að Torfastöðum í sömu sveit til prestshjónanna séra Eiríks Stefánssonar og frú Sigurlaugar Erlendsdóttur. Gunna dvaldi á heimili þessara mætu hjóna í rúm 20 ár og minntist hún jafnan með þakklæti og virðingu þessa tímabils í lífi sínu. Hefur dvölin á Torfastöðum án efa verið henni góður skóli og veitt henni haldgóða reynslu fyrir lífið. Órjúfandi tengsl og vinátta við einkadóttur prestshjónanna, Þorbjörgu Eiríksdóttur, og hennar fjölskyldu hélst til hinstu stundar. Þorbjörg hefur tjáð mér að Gunna hafi þótt afar skemmtilegt á heimilinu, ávallt glöð í sinni og félagslynd. Hún hafði m.a. tekið þátt í leikstarfsemi sem fram fór í sveitinni og þótti standa sig þar með prýði. Kom fljótt í ljós hversu greind hún var og áhugasöm um menn og málefni og áttu þær frú Sigurlaug vel skap saman og urðu miklir mátar.
Á þessum árum dvaldi á Torfastöðum um tíma skáldkonan Ólína Andrésdóttir og varð þeim Gunnu fljótt vel til vina. Gunna hafði þá gaman af að setja saman vísur, en flíkaði því lítt síðar á ævinni. En hún hafði alla tíð mikla ánægju af lestri góðra bóka meðan sjónin hélst óskert. Rúmlega fertug fluttist Gunna alfarin til Reykjavíkur. Fljótlega eftir komu sína þangað hóf hún starf á Kleppsspítala og varð starfsvettvangur hennar þar næstu rúm 30 árin, eða þar til hún hætti störfum fyrir aldurs sakir komin á áttræðisaldur. Þrjár góðar vinkonur hennar, Jóna Kristófersdóttir, Sigríður Guðmannsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir, sem allar hjálpuðust að, hver á sinn hátt, að gera henni ævikvöldið sem léttbærast. Þessum konum ber fyrst og fremst að þakka að hún gat búið í sinni eigin íbúð allt til 98 ára aldurs. Þá þurfti hún skyndilega að yfirgefa heimili sitt vegna lasleika og var flutt á Borgarspítalann og átti ekki afturkvæmt þaðan.
Staðir
Litla-Fljót í Biskupstungum: Torfastaðir: Reykjavík:
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 20.5.2017
Tungumál
- íslenska