Guðrún Ingólfsdóttir (1920-2004) Vopnafirði

Original Digital object not accessible

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Guðrún Ingólfsdóttir (1920-2004) Vopnafirði

Parallel form(s) of name

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

15.6.1920 - 14.7.2004

History

Guðrún Ingólfsdóttir 15. júní 1920 - 14. júlí 2004. Ólst upp í Vopnafirði. Var á Skjalþingsstöðum, Hofssókn, N-Múl. 1930. Nam við Kvennaskólann á Blönduósi. Húsfreyja á Vopnafirði 1946-53 og síðan á Höfn í Hornafirði um langt árabil. Vann að ýmsum félagsmálum í Hornafirði. Kvsk á Blönduósi 1942-1943.
Guðrún fæddist á Þorbrandsstöðum í Vopnafirði. Guðrún ólst upp í Vopnafirði og fór snemma að heiman, enda létust foreldrar hennar þegar hún var ung að aldri. Þau Guðrún og Ásgrímur bjuggu á Vopnafirði til ársins 1953 en þá fluttust þau til Hafnar í Hornafirði.
Hún lést á Hjúkrunarheimilinu, Höfn. Guðrún var jarðsungin frá Hafnarkirkju 21.7.2004 og hófst athöfnin klukkan 14.

Places

Þorbrandsstaðir
Vopnafjörður
Höfn í Hornafirði

Legal status

Kvsk á Blönduósi 1942-1943.

Functions, occupations and activities

Hún vann í mörg ár á Skjólgarði, dvalarheimili aldraðra á Höfn.

Mandates/sources of authority

Guðrún tók þátt í ýmsu félagsstarfi, var m.a. í kirkjukórnum í áratugi og sóknarnefndarformaður á byggingarárum Hafnarkirkju. Ásamt Ásgrími tók hún þátt í öðru félagsmálastarfi, bæði á vettvangi samvinnuhreyfingarinnar, skógræktar o.fl.

Internal structures/genealogy

Foreldrar; Ingólfur Eyjólfsson 8. okt. 1876 - 4. sept. 1938. Bóndi í Fagradal á Fjöllum, N-Þing., Þorbrandsstöðum og víðar í Vopnafirði. Bóndi á Skjalþingsstöðum, Hofssókn, N-Múl. 1930 og kona hans; Elín Sigfúsdóttir 10. nóv. 1889 - 26. júlí 1934. Húsfreyja á Skjalþingsstöðum, Hofssókn, N-Múl. 1930. Húsfreyja í Fagradal á Fjöllum, S-Þing., Þorbrandsstöðum og víðar í Vopnafirði.

Systkini;
1) Anna Sigríður, f. 1917, maki Hjörleifur Guðnason.
2) Örn, f. 1919, d. 1982, maki Gróa Eyjólfsdóttir.
3) Úlfur f. 1922, maki Sveinveig Sigurðardóttir (látin).
4) Sigurbjörg, f. 1923, d. 1925.
5) Ingvi, f. 1924, d. 1995, maki Helga Eyjólfsdóttir (látin).
6) Aðalbjörg Stefanía, f. 1924, maki Páll Lúthersson (látinn).
7) Sesselja, f. 1925, maki Sigurður Jóhannesson.
8) Salvör Stefanía, f. 1927, maki Kjartan Gunnar Helgason (látinn).
9) Arnþór, f. 1933, maki Jóhanna Maggý Jóhannesdóttir.

Maður hennar 1946; Ásgrímur Helgi Halldórsson 7. feb. 1925 - 28. mars 1996. Var á Borg, Desjarmýrarsókn, N-Múl. 1930. Síðast bús. á Höfn í Hornafirði 1994.

Börn þeirra;
1) Ingólfur skipstjóri á Höfn, f. 1945, maki Siggerður Aðalsteinsdóttir, launafulltrúi. Börn þeirra eru: a) Ásgrímur, f. 1966, maki Þórgunnur Torfadóttir, þau eiga þrjú börn. b) Margrét, f. 1968, maki Jón Finnsson, þau eiga þrjú börn. c) Aðalsteinn, f. 1969, maki Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir, þau eiga fjögur börn. d) Guðrún, f. 1979, unnusti Hjalti Þór Vignisson, þau eiga eitt barn.
2) Halldór utanríkisráðherra, f. 1947, maki Sigurjóna Sigurðardóttir skrifstofustjóri. Börn þeirra eru: a) Helga, f. 1969, maki Karl Ottó Schiöth, þau eiga tvö börn. b) Guðrún Lind, f. 1975, maki Ómar Halldórsson. c) Íris Huld, f. 1979, unnusti Guðmundur Halldór Björnsson.
3) Anna Guðný skrifstofumaður, f. 1951, maki Þráinn Ársælsson matreiðslumeistari. Börn þeirra eru: a) Erna, f. 1982, unnusti Sveinn Þórir Erlingsson. b) Linda, f. 1986.
4) Elín leikskólastjóri, f. 1955, maki Björgvin Valdimarsson dúklagningarmeistari. Börn þeirra eru: a) Helgi Már, f. 1977, unnusta Hugrún Sif Harðardóttir. b) Brynja, f. 1983. c) Thelma, f. 1983, unnusti Guðlaugur Freyr Jónsson, þau eiga eitt barn.
5) Katrín framkvæmdastjóri, f. 1962, maki Gísli Guðmundsson garðyrkjufræðingur. Börn þeirra eru: a) Ásgrímur Helgi, f. 1989. b) Guðmundur, f. 1992. c) Kolbeinn Fannar, f. 2001. d) Fanney Jóna, f. 1982, (barn Gísla af fyrra hjónabandi) unnusti Ingi Ragnarsson, þau eiga eitt barn.

General context

Relationships area

Related entity

Kvennaskólinn á Blönduósi 1941-1950 (1941-1950)

Identifier of related entity

HAH00115 -41-50

Category of relationship

associative

Dates of relationship

1942-1943

Description of relationship

Námsmey

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH07896

Institution identifier

IS-HAH

Rules and/or conventions used

Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ skráning 1.12.2022

Language(s)

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places