Guðrún Anna Thorlacius (1931-2016) sjúkraliði

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Guðrún Anna Thorlacius (1931-2016) sjúkraliði

Hliðstæð nafnaform

  • Guðrún Anna Þórarinsdóttir Thorlacius (1931-2016)

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

17.1.1931 - 22.5.2016

Saga

Guðrún Anna Thorlacius fæddist á Bakkafirði 17. janúar 1931.
Ólst upp hjá Kristínu Sigurðardóttur f. 1891 og manni hennar og föðurbróður Jósef Thorlacius f. (1900-1955) Höfn í Bakkafirði.
Guðrún Anna og Halldór Geir bjuggu í Fossvoginum meðan heilsa leyfði en 2013 fluttu þau til dóttur sinnar og fjölskyldu á Hvolsvelli. Halldór Geir fluttist á hjúkrunarheimilið Lund á Hellu 2014.
Hún lést á heimili sínu þann 22. maí 2016.
Útför Guðrúnar fór fram frá Grensáskirkju 1. júní 2016, og hófst athöfnin klukkan 13.

Staðir

Réttindi

Hún útskrifaðist árið 1981 sem sjúkraliði og starfaði við Borgarspítalann allar götur síðan.

Starfssvið

Lagaheimild

Á seinni árum gaf hún út tvær bækur, fyrst kom út bókin Aðrar víddir árið 2008 og fjallaði um dulræn málefni. Árið 2015 gaf Guðrún út síðari bók sína Ömmusögur úr Fossvoginum en sú bók inniheldur sannar sögur af hinu fjölskrúðuga dýralífi sem hún hélt í Fossvoginum.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hennar; Þórarinn Valdemar Magnússon Thorlacius 17. des. 1902 - 6. ágúst 1978. Bóndi í Höfn, Skeggjastaðasókn, N-Múl. 1930, bóndi þar 1924-31. Mjólkurbússtjóri á Siglufirði 1933. Bóndi í Steintúni í Bakkafirði um 1934-59. Var um tíma á Akureyri, síðar afgreiðslumaður í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík og kona hans; Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 29.5. 1901, d. 31.12. 1985.

Systkini Guðrúnar:
1) Theódóra Thorlacius, 29.5.1927.
2) Jórunn Sigríður Thorlacius 14.8.1928 - 11.6.2012. Var í Höfn, Skeggjastaðasókn
3) Hólmfríður S. Thorlacius 11.12.1929 - 13.6.2006. Var í Höfn, Skeggjastaðasókn, N-Múl. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Sigfríð Bjarney Thorlacius 8.5.1932 - 7.5.1965. Með foreldrum í Steintúni, Skeggjastaðahreppi, N-Múl. í uppvexti og lengst af til 1958. Flutti þá suður á Reykjavíkursvæðið. Síðast bús. í Kópavogi.
5) Magna Þóranna Thorlacius 9.8.1933 - 13.9.1933
6) óskírður bróðir, f. 1938, d. 1938,
7) Magnús Þórarinn Thorlacius 25.14.1940 - 13.9.1972. Með foreldrum í Steintúni í fyrstu. Nam við Guðfræðideild Háskóla Íslands. Síðast bús. í Kópavogi.
8) óskírður bróðir, f. 1942, d. 1942.
Uppeldisforeldrar Guðrúnar voru þau Jósep Th. Magnússon, f. 1893, d. 1957, og Kristín Sigurðardóttir, f. 1891, d. 1990. Þau slitu samvistum.
Uppeldissystir
9) Sveinbjörg Kristinsdóttir 7.7.1919 - 5.7.2007. Var á Höfn, Skeggjastaðasókn, N-Múl. 1930. Fósturfor: Jósef Magnússon Thorlacius og Kristín Jakobína Sigurðardóttir. Ólst upp hjá Kristínu Sigurðardóttur f. 1891 og manni hennar Jósep Thorlacius f. 1900.

Maður hennar31.12.1954; Halldór Geir Halldórsson rafvirki, f. 28.7.1929 - 30.8.2017. Iðnaðarnemi í Reykjavík 1945. Rafvirki í Reykjavík. Síðar bús. á Hvolsvelli og síðast á Hellu.

Dætur þeirra;
1) Kristín Halldórsdóttir 23. mars 1955 - 13. sept. 1986. síðast bús. í Reykjavík.
2) Auður Friðgerður, Halldórsdóttir 9.11.1957 Hvolsvelli, maki Jens Sigurðsson. Börn þeirra eru: a) Halldór Geir, f. 1978, hann á tvö börn, maki Birgitta Rut Birgisdóttir. b) Sigurður Kristján, f. 1982, hann á þrjú börn, maki Sigrún Elva Guðmundsdóttir. c) Rúnar Smári, f. 1990. d) Kristín Anna, f. 1991. e) Auður Ebba, f. 2000.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH07565

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 6.3.2021

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir