Guðný var fædd 25. apríl 1926. Dóttir hjónanna í Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá, Ingibjargar Geirmundsdóttur og Þorsteins Sigfússonar. Hún var elst níu systkina og hefur vafalaust verið ung þegarhún fór að hjálpa til við heimiis störfin. Enda hefur mér ... »
Guðný var fædd 25. apríl 1926. Dóttir hjónanna í Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá, Ingibjargar Geirmundsdóttur og Þorsteins Sigfússonar. Hún var elst níu systkina og hefur vafalaust verið ung þegarhún fór að hjálpa til við heimiis störfin. Enda hefur mér verið sagt að hún hafi snemma verið liðtæk við öll störf, bæði úti og inni. Guðný dvaldi svo fyrir austan sín bernskuog unglingsár. En þegar hún varum tvítugt fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi. Þótt námið þar væri aðeins einn vetur fengu stúlkur þar góða undirstöðumenntun, sem varð þeim gott veganesti, einkum þegar þær síðar stofnuðu sjálfar heimili. Eftir skólavistina á Blönduósi lá leið Guðnýjar fljótlega tilReykjavíkur. Þar kynntist hún Jakob Þórhallssyni frá Ánastöðum á Vatnsnesi. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 30. apríl 1955. Þau byggðu fljótlega hús í Njörvasundi 22 hér í borginni, ásamt Eggert, bróður Jakobs, og konu hans, Ástu. Þar bjuggu þessar fjölskyldur allmörg ár. En fyrir um það bil 20 árum reistu þau Guðný og Jakob einbýlishús við Karfavog. Þar bjó Guðný fjölskyldu sinni vistlegt heimili, sem ber þess glöggan vott hve smekkvís og góð húsmóðir hún var. Það var gott að dvelja á heimili þeirra hjóna, þar ríkti gestrisni og goður heimilisandi. Allt sem Guðný reiddi fram bar vott um myndarskap og rausn. Guðný Þorsteinsdóttir var frábær móðir. Þau hjón nutu þeirrar hamingju að eignast þrjá heilbrigða drengi, sem nú eru allir fulltíða menn og hafa stofnað eigin heimili. Þeir eru Ingi Þór innanhússarkitekt, Hreinn viðskiptafræðingur og Þórhallur flugmaður.
«