Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðmunda Guðmundsdóttir Hansen (1924-2005)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
6.10.1924 - 7.4.2005
Saga
Guðmunda Guðmundsdóttir fæddist á Blönduósi 6. október 1924. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 7. apríl síðastliðinn.
Útför Guðmundu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.
Staðir
Blönduós: Hólmavík: Kópavogur 1976:
Réttindi
Starfssvið
Auk húsmóðurstarfa vann Guðmunda við handavinnukennslu við barnaskólann á Hólmavík. Einnig starfaði hún á pósthúsinu og við sjúkrahúsið. Þau Einar ráku gistiheimili á Hólmavík síðustu sjö árin sem þau dvöldust þar. Þegar þau hjónin fluttu suður, tók hún að sér rekstur fjölskylduheimilis fyrir fjölfötluð börn á vegum Öskjuhlíðarskóla, þar sem hún starfaði í sautján ár.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Kristín Jónsdóttir frá Hrófá í Steingrímsfirði, f. 2. ágúst 1883, d. 22. september 1960 og Guðmundur Bergmann Jónsson frá Blönduósi, f. 16. mars 1900, d. 31. janúar 1924.
Systur Guðmundu eru
1) Helga Emilía, f. 3. júlí 1921
2) Sigurbjörg f. 11. ágúst 1922, d. 18. júlí 1996.
Guðmunda giftist 25. desember 1942 Einari Hansen sjómanni, f. í Kristiansund í Noregi 28. ágúst 1906. Guðmunda og Einar bjuggu á Hólmavík til ársins 1976 er þau fluttu í Kópavog. Síðustu þrjú árin bjuggu þau Einar á Hrafnistu í Hafnarfirði, en Einar lést hinn 15. janúar síðastliðinn.
Barn hennar með Eyþóri J Guðmundssyni (1896-1956): Ættleiddur af Einari Hansen.
1) Sigurður, f. 1938, maki Ásta Kristjánsdóttir, f. 1941. Börn þeirra eru: A) Ragnar Bergþór, f. 1963. B) Guðný Sjöfn, f. 1966, maki Ingólfur Valdimarsson f. 1966. Börn þeirra eru: Vala María f. 1988, Ásta Sæunn, f. 1991, Íris Tinna, f. 1993, Olga Dröfn, f. 1994 og Sigurður Sjafnar, f. 1996. c) Einar Bragi, f. 1968.
Börn hennar og Einars:
2) Drengur andvana fæddur 1946.
3) Kristín Nanna, f. 1947, maki Tómas Sigurbjörnsson, f. 1948. Þeirra börn eru: a) Einar Hansen, f. 1971, maki Ebba Áslaug Kristjánsdóttir, f. 1971 og eiga þau tvær dætur: Kristínu Nönnu, f. 1995 og Halldóru Elínu, f. 2002. b) Sigríður María, f. 1976, maki Haukur Þór Hannesson, f. 1976. Þeirra barn er Kári Tómas, f. 2002. c) Andri Þór, f. 1979, maki Ásdís Jóhannesdóttir, f. 1981. Þeirra sonur er Tumi Steinn, f. 2004.
4) Elsa Bergmann, f. 1952, maki Torsten Gunnarsson, f. 1955. Synir þeirra eru Richard Þór, f. 1987, d. 1989 og Kristoffer, f. 1992.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 19.5.2017
Tungumál
- íslenska