Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Guðbjörg Sveinsdóttir (1919-2013) frá Tjörn á Skaga
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
25.6.1919 - 7.9.2013
Saga
Guðbjörg Sveinsdóttir fæddist í Kelduvík á Skaga 25. júní 1919. Hún andaðist á Sóltúni í Reykjavík 7. september 2013.
Guðbjörg ólst upp hjá foreldrum sínum í Kelduvík og síðar á Tjörn og var þar síðar ráðskona hjá bræðrum sínum Pétri og Sveini þar til þeir giftust. Hún flutti til Reykjavíkur haustið 1960 og bjó á Grandavegi 4 og síðar Meistaravöllum 15, ásamt bræðrum sínum Þorgeiri og Steini. Fóstursonur hennar er Hörður Steinsson, f. 1951. Ólst hann að öllu leyti upp hjá Guðbjörgu og hélt með henni heimili alla tíð.
Guðbjörg stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1939-40. Þegar til Reykjavíkur kom starfaði hún m.a. í eldhúsi Hjúkrunarskóla Íslands, á dvalarheimilinu Grund og vann við heimaþjónustu hjá Reykjvíkurborg. Félagsmál voru Guðbjörgu hugleikin, hún var í kvenfélagi og starfaði um árabil með styrktarfélagi heyrnarlausra. Einnig tók hún þátt í starfi Húnvetningafélagsins og vann sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum.
Útför Guðbjargar fer fram frá Áskirkju í dag, 16. september 2013, og hefst athöfnin kl. 13.
Staðir
Kelduvík á Skaga: Kvsk Blönduósi 1939-1940: Reykjavík
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru Sveinn Mikael Sveinsson, fæddur á Hrauni 29.9. 1890, d. 7.4. 1932, og kona hans Guðbjörg Rannveig Kristmundsdóttir, fædd í Ketu 2.10. 1897, d. 18.6. 1967. Þau bjuggu í Kelduvík 1915-1923 en fluttu þá að Tjörn á Skaga og bjuggu þar til æviloka.
Systkini Guðbjargar eru:
1) María Sveinsdóttir 15.2.1916 - 7.1.2011. Var á Tjörn, Hofssókn, A-Hún. 1930. Verkakona í Reykjavík.
2) Þorgeir Mikael Sveinsson 7.9.1917 - 29.6.2016. Var á Tjörn, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Tjörn, Skagahr., A-Hún. 1957. Sjómaður og verkamaður í Reykjavík.
3) Sigrún Ingibjörg Sveinsdóttir 10.7.1920 - 14.6.1976. Var á Tjörn, Hofssókn, A-Hún. 1930. Síðast bús. í Kópavogi.
4) Guðrún Sveinsdóttir 29.3.1923 - 27.10.2015. Húsfreyja og fékkst við ýmis störf í Reykjavík.
5) Sigurlaug Ásgerður Sveinsdóttir 10.9.1924, Var á Tjörn, Hofssókn, A-Hún. 1930.
6) Pétur Mikael Sveinsson 23.6.1927 - 23.8.2011. Var á Tjörn, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var á Tjörn, Skagahr., A-Hún. 1957. Bóndi á Tjörn í Skagahreppi.
7) óskírður Sveinsson f. 1929, d.s.á.
8) Steinn Mikael Sveinsson 3.10.1930. Var á Tjörn, Hofssókn, A-Hún. 1930.
Fóstursonur hennar er
1) Hörður Steinsson, f. 1951. Ólst hann að öllu leyti upp hjá Guðbjörgu og hélt með henni heimili alla tíð.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
19.5.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ Ættfræði
Íslendingabók
Mbl 16.9.2013. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1479900/?item_num=1&searchid=4ca5f328b678db68e4d90f0a638ea86f54d2d25e