Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Gissur Jónsson (1908-1999) Valadal á Skörðum
Hliðstæð nafnaform
- Gissur Jónsson Valadal á Skörðum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
25.3.1908 - 24.3.1999
Saga
Var í Valadal, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Bóndi í Valadal á Skörðum, Skag. Síðast bús. í Seyluhreppi.
Gissur Jónsson, bóndi í Valadal á Skörðum, fæddist á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð hinn 25. mars 1908. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 24. mars 1999.
Útför Gissurar fór fram frá Víðimýrarkirkju í Skagafirði 3. apríl.
Staðir
Stóru-Akrar: Valadalur á Skörðum:
Réttindi
Gissur hafði barnaskólamenntun að þeirrar tíðar hætti.
Starfssvið
Framan af ævi vann hann við ýmis störf, svo sem vegagerð, símalagningu og fleira, gerðist síðan bóndi í Valadal og bjó þar til ársins 1972.
Þegar Jón Aðalbergur Árnason faðir Gissurar andaðist árið 1938 fór Gissur að búa í Valadal á móti móður sinni og systkinum. Eins og þá var títt fór Gissur snemma að rétta hjálparhönd við búskapinn og einnig mun hann stundum hafa hjálpað bændum í nágrenninu ef á þurfti að halda.
Gissur sagði sjálfur frá því að þegar hann var sautján ára gamall, en þá átti hann heima á Ytra- Skörðugili, var hann alloft um sumarið lánaður í heyskap á bæ þar í nágrenninu, þurfti hann þá stundum að standa við heybinding myrkranna á milli og varð þá bæði að binda baggana og lyfta þeim á klakk. Eina stúlku hafði hann sér til aðstoðar. Mun verk þetta hafa verið talið fullerfitt hverjum meðalmanni þó eldri væri. Ekkert kaup sá hann fyrir vinnu þessa, en hafi það eitthvert verið hefur það verið greitt foreldrum hans og það því runnið í heimilið á Skörðugili. Sumarið 1930 fór Gissur að vinna við vegagerð en við það var hann allmörg sumur bæði á Öxnadalsheiðinni og á Vatnsskarðinu, voru þá hestakerrur enn notaðar til malarflutninga og allri mölinni mokað með handafli. Gissur var þá ásamt foreldrum sínum og systkinum nýlega fluttur að Valadal og rann kaupið hans hjá vegagerðinni nær óskipt í heimilið þar. Hann vann einnig við lagningu símans bæði á Vatnsskarðinu og á Öxnadalsheiðinni.
Lagaheimild
Húmar hér að kveldi,
hnígur ævisólin.
Alheims æðra veldi
örugg býður skjólin.
Menning mætra lista
mun í slíku ranni,
þar er gott að gista
göngulúnum manni.
Meðan stofninn sterki,
stóð í Valadalnum
varst þú æ að verki
vítt í fjallasalnum.
Eyddir ævidögum
ávalt sinnisglaður.
Hafðir fé í högum
hygginn búandmaður.
Berist kveðjan kæra,
klökk frá okkar hjarta.
Megi fögnuð færa
friðar ljósið bjarta.
Áfram líf þig leiði
laust við ama og trega.
Vel þinn veginn greiði
vorið yndislega.
**
Hvað er tíminn? Trú og æðri máttur,
tignarfagur andans klukknasláttur.
Bergmál hans í brjóstum okkar vekur
það besta sem að enginn frá oss tekur.
Þannig hefst kvæði sem Gissur Jónsson bóndi í Valadal orti við dánarbeð móður sinnar Dýrborgar Daníelsdóttur, sem lést hinn 29. janúar árið 1970.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Jón Aðalbergur Árnason, bóndi á Stóru-Ökrum, látinn, og Dýrborg Daníelsdóttir, látin.
Systkini Gissurar eru
1) Kári Jónsson f. 11.7.1904 - 3.12.1993 Var í Valadal, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Bóndi í Valadal á Skörðum, Skag. Síðast bús. í Seyluhreppi. Ókvæntur og barnlaus.
2) barn dó nýfætt,
3) Hjalti Jónsson f. 29.7.1909 - 6.4.1984 Var í Valadal, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Bóndi í Víðiholti hjá Víðimýri, Skag. Síðast bús. í Seyluhreppi.
4) Aðalbjörg Jónsdóttir f. 28.7.1912 - 17.2.2000 Var á Sauðárkróki 1930. Heimili: Valadalur, Seyluhr. Síðast bús. í Reykjavík.
5) Unnur Jónsdóttir 9.1.1914 - 2.3.2006 Var í Valadal, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. búsett í Reykjavík,
6) Skafti Jónsson f. 21.10.1916 - 5.1.1987 Var í Valadal, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Verkamaður, síðast bús. í Reykjavík.
7) Hörður Jónsson f. 30.3.1920 - 14.7.1945 Var í Valadal, Glaumbæjarsókn, Skag. 1930. Ókvæntur og barnlaus.
8) andvana fætt barn,
9) Jónas Kristjánsson Jónsson f. 21.7.1926
Eiginkona Gissurar var Ragnheiður Eiríksdóttir frá Vatnshlíð, d. 26. september 1997.
Börn þeirra eru:
1) Valdís, f. 31.8. 1941. Sambýlismaður hennar Haukur Sveinbjörn Ingvason lést 16.3. 1998. Börn þeirra eru fimm og eru fjögur þeirra á lífi.
2) Jón, f. 5.11. 1946. Kona hans er Hólmfríður Ingibjörg Jónsdóttir. Börn þeirra eru fjögur.
3) Friðrik, f. 21.3. 1949. Kona hans er Ester Selma Sveinsdóttir. Börn þeirra eru þrjú.
4) Eiríkur Kristján, f. 6.6. 1953. Fyrrverandi sambýliskona hans er Anna Fjóla Gísladóttir. Eiríkur Kristján á sex börn.
5) Stefán, f. 3.1. 1957.
6) andvana stúlkubarn, f. 1963.
Barnabarnabörn Gissurar eru 12 og þar af eru níu á lífi.
Afkomendur Gissurar eru samtals 36.
Almennt samhengi
Gissur var í lægra lagi á vöxt, grannholda og grannleitur í andliti, dökkhærður og bláeygur. Hann var vel stæltur, hvatur í hreyfingum, léttur á fæti, skarpur til vinnu og fylginn sér. Hann gat verið galsafenginn og gamansamur og brá oft á leik við börn, en var lítt fyrir að kjamsa þau og kjassa þó barngóður væri. Skapmaður var hann nokkur, en tamdi skap sitt vel. Greindur var hann og orðvar, en lét þó hiklaust í ljós álit sitt á mönnum og málefnum ef því var að skipta. Þær mætu dyggðir, sparsemi, nýtni og nægjusemi, sem löngum hafa verið taldar gulls ígildi voru ríkur þáttur í fari hans. Skuldir voru honum lítt að skapi og reyndi hann jafnan að eiga fyrir þeim hlutum sem hann þurfti að kaupa eða að öðrum kosti að greiða þá sem fyrst.
Hann var heimakær maður og naut best lífsgæðanna heimavið, en hafði þó gaman af að blanda geði við aðra þegar svo bar undir og var þá jafnan ræðinn og spaugsamur. Hann var góður bóndi og hafði gaman af skepnum og þá sérstaklega sauðfé. Skepnuvinur var hann mikill, og voru skepnur hans vænar og vel fram gengnar og þó búið væri aldrei stórt gaf það þokkalegan arð. Gissur sagði sjálfur: "Ég var aldrei ríkur, en hafði nóg fyrir mig." Sauðfjáreignin var meirihlutinn af búinu, en hann var þó ávallt með nokkrar kýr og lagði inn mjólk í samlag. Nokkur hross hafði hann einnig en var þó aldrei mikill hestamaður. Hann átti þó allajafna duglega smalahesta og fór á hestbak fram á níræðisaldur. Hann gat fengið jafnmikla eða meiri ánægju út úr því að fara á hestinum sínum að gá að kindum og aðrir fengu út úr löngu ferðalagi.
Gissur hafði þann farsæla sið að ganga snemma til náða á kvöldin og fara síðan ofan fyrir allar aldir á morgnana. Hafði hann því oft skilað drjúgu verki þegar aðrir komu á fætur.
Hann var vanafastur reglumaður og vildi hafa hlutina í lagi, gekk hann ávallt til verka sinna á sama tíma.
Í trúmálum flíkaði hann lítt skoðunum sínum, en innst inni var hann þó trúaður. Hann geymdi barnatrú sína sem gullinn sjóð í leynum hugans og átti sér örugga vissu fyrir því að við tækju betri og bjartari tilverusvið að jarðvistinni lokinni.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
gpj 19.9.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 2.1.2023
Íslendingabók
mbl 7.4.1999. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/459826/?item_num=2&searchid=a7fdf027430003c26a3299c1ff342831fba66906
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Gissur_Jnsson1908-1999__Valadal.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg