Gísli Halldórsson (1907-1966) kennari

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Gísli Halldórsson (1907-1966) kennari

Parallel form(s) of name

  • Gísli Halldórsson kennari

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

14.2.1907 - 24.8.1966

History

Gísli Halldórsson 14. febrúar 1907 - 24. ágúst 1966 Var í Reykjavík 1910. Námsmaður á Ránargötu 29 a, Reykjavík 1930. Vélaverkfræðingur og framkvæmdastjóri í Reykjavík. Verkfræðingur í Reykjavík 1945.

Places

Reykjavík;

Legal status

Hann lauk prófi í vélaverkfræði frá Danmarks tekniske Hojskole 1933, var framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði 1935-37, framkvæmdastjóri Esbjerg Hermetikfabrik í Esbjerg á Jótlandi 1937-39, yfirverkfræðingur hjá C. A. Meadows í Toronto í Kanada 1951-52

Functions, occupations and activities

Kennari; Verkfræðingur:
Rak verkfræðiskrifstofu undir eigin nafni í Baltimore í Bandaríkjunum 1952-56. Annars rak Gísli Halldórsson eigin verkfræði- og verzlunarfyrirtæki í Reykjavík frá 1939 til dauðadags að undanskildum þeim 5 árum, sem hann dvaldist í Bandaríkjunum. Hann stofnaði vélsmiðjuna Jötunn h.f. í Reykjavík 1942 og var aðaleigandi og framkvæmdastjóri hennar til 1947. Í sambandi við þessi fyrirtæki vann Gísli Halldórsson margskonar verkfræðistörf (sbr. Verkfræðingatal 1966). Eins og Halldór faðir hans, hafði Gísli mikinn áhuga á tækninýjungum og þótt efnin væru af skornum skammti, eins og hjá flestum íslenzkum námsmönnum, fór hann að loknu námi kynnisferð til Lardello á Italíu til þess að skoða hveravirkjanir þar. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, að hér á Islandi hefjist stórfelldar virkjanir hveragufu og má þá minnast þess, að Gísli Halldórsson gerði hér fyrstur manna tilraunir um virkjun hveragufu og setti upp á eigin kostnað tilraunastöð, er snerist fyrir hveragufu. Hann var hugkvæmur í bezta lagi og bar fram í ræðu og riti margar athyglisverðar hugmyndir, sumar rökstuddar en aðrar í tillöguformi. Fékk hann einkaleyfi á nokkrum uppfinningum sínum bæði hér á Islandi og erlendis. Má þar sérstaklega nefna einkaleyfi hans í ýmsum löndum á eftirsjóðara (mallara) til gernýtingar hráefnis, sem ekki nýtist til fulls í venjulegum, óbeinum sjóðurum. Þá eru og athyglisverðar tillögur hans um geymslu síldar í kældum þróm.

Mandates/sources of authority

Gísli Halldórsson átti létt með að rita um hugðarefni sín og birtist eftir hann fjöldi ritgerða í dagblöðum í Reykjavík og í innlendum og erlendum tímaritum. Af öðrum ritum hans má nefna Á ferð og flugi, Rvík 1946 (Ferðaminningar), Til framandi hnatta, Rvík 1958 (Almenna bókafélagið), A Contracting Universe, Rvík 1962 og Um víða vegu (Ijóðabók), Rvík 1962. Ritstörf Gísla Halldórssonar sýna, að hann átti mörg hugðarefni og að hann vildi láta aðra eiga þau með sér. Hann fann ekki fullnægingu í störfum, sem aðeins eru háð raunvísindum. Hann sá sífellt ný og ný viðfangsefni, sem tóku hug hans.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Halldór Guðmundsson 14. nóvember 1874 - 15. mars 1924 Rafmagnsfræðingur í Reykjavík. Húsbóndi í Reykjavík 1910 og kona hans; Guðfinna Gísladóttir 12. júlí 1869 - 6. nóvember 1958 Húsfreyja í Reykjavík 1901 og 1910. Ekkja á Lindargötu 8 b, Reykjavík 1930.
Systir hans;
1) Hildigunnur Halldórsdóttir 22. janúar 1912 - 13. ágúst 1992 Skrifstofustúlka á Ránargötu 29 a, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. síðast bús. í Reykjavík.
Nokkru áður en Gísli lauk námi, kvæntist hann í Kaupmannahöfn (1932) danskri konu, Hjördísi Esther, dóttur Charles Bigom skrifstofumanns þar. Hún kom með Gísla heim til Islands, en lézt eftir aðeins nokkurra mánaða sambúð.
Árið 1935 kvæntist Gísli Sigríði Einarsdóttur Péturssonar yfirsmiðs í Reykjavík. Þau eignuðust 3 syni:
1) Halldór Gíslason 20. febrúar 1936 - 3. nóvember 1990 Verkfræðingur í Reykjavík, síðast bús. í Reykjavík. Stundaði nám í efnaverkfræði við tækniskólann í Stuttgart í Þýzkalandi,
2) Einar Gíslason 24. desember 1937 - 17. apríl 2015 Guðfræðingur og kennari, starfaði fyrir Hvítasunnukirkjuna á Akureyri, rak síðar æskulýðsheimili á Hjalteyri og loks leikskóla í Garðabæ.
3) Steindór Gíslason 1. mars 1944 - 12. nóvember 1985 Framkvæmdastjóri á Skagaströnd, síðast bús. í Reykjavík.
Þau Gísli og frú Sigríður slitu samvistum 1950.
Árið 1951 kvæntist Gísli enskri konu, Celiu Cross, dóttur kaupmanns í South Port í Englandi, en þau slitu samvistum sama ár. Síðustu konu sinni, Kolbrún Jónsdóttir 12. september 1923 - 22. júlí 1971 Var á Lauganesspítala, Reykjavík 1930. Myndhöggvari, síðast bús. á Seltjarnarnesi. Nefnd Sigrún í Nt. ÖA/SG listmálara í Reykjavík, Þorleifssonar, kvæntist Gísli 1957
4) Guðfinna Gísladóttir 24. apríl 1958
5) Jón Eldjárn Gíslason 4. apríl 1960

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03766

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 27.6.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places