Gestur Jónsson (1924-2015) Skaftholti Gnúpverjahrepp

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Gestur Jónsson (1924-2015) Skaftholti Gnúpverjahrepp

Hliðstæð nafnaform

  • Gestur Jónsson Skaftholti Gnúpverjahrepp

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

7.10.1924 - 27.1.2015

Saga

Gestur Jónsson 7. október 1924 - 27. janúar 2015 Var á Saurum, Þingeyrarsókn, V-Ís. 1930. Búfræðingur og bóndi í Skaftholti í Gnúpverjahreppi, Síðar bús. á Selfossi, starfaði um árabil við Búrfellsvirkjun. Síðast bús. á Skagaströnd. Útför Gests fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 13. febrúar 2015, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðað verður á Stóra-Núpi.

Staðir

Saurar Dýrafirði; Skaftholt Gnúpverjahrepp; Selfoss; Sæborg Skagaströnd:

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Foreldrar hans voru; Magnús Jón Samúelsson 13. september 1869 - 26. júní 1931 Bóndi á Saurum, Þingeyrarhr., og víðar. Bóndi á Saurum og kona hans; Halldóra Gestsdóttir 19. mars 1884 - 6. júlí 1972 Húsfreyja á Saurum, Þingeyrarsókn, V-Ís. 1930. Síðast bús. í Gaulverjabæjarhreppi.
Gestur var yngstur þriggja systkina er upp komust,
1) Ingibjörg Andrea Jónsdóttir 23. janúar 1918 - 24. júní 1993 Húsfreyja á Flateyri í Önundarfirði.
2) Guðmunda Kristjana Jónsdóttir 29. október 1922 - 8. september 2016 Var á Saurum, Þingeyrarsókn, V-Ís. 1930. Húsfreyja á Vorsabæjarhóli og síðar á Selfossi.
Þá átti Gestur tvö uppeldissystkini,
3) Guðmundur Jóhannes Kristjánsson 11. júní 1911 - 23. júlí 2000 Starfsmaður við Rannsóknarstofu Háskólans. Síðast deildarmeinatæknir við stofnunina. Sjómaður á Sólvallagötu 7 a, Reykjavík 1930. Kona hans 29.9.1934; Unnur Guðbjörg Guðjónsdóttir 9. apríl 1913 - 28. júlí 2008 Var á Suðurgötu 22, Reykjavík 1930. Húsfreyja og matráðskona í Reykjavík.
4) Svanhildur Árný Sigurjónsdóttir 5. maí 1927 Var á Saurum, Þingeyrarsókn, V-Ís. 1930. Fósturfor: Magnús Jón Samúelsson og Halldóra Gestsdóttir.

Hinn 11.3. 1950 kvæntist Gestur; Ruth Heyden, f. 27.7. 1925, d. 16.4. 1988, íþróttakennara frá Neustrelitz Þýskalandi. Foreldrar hennar voru Friedrich Heyden, f. í Tannenkrug Brandenburg, 1888, d. 1945, og Antonie Heyden (Fuest), þau voru búsett í Neustrelitz Mecklenburg Vorpommern.
Gestur og Ruth eignuðust fjögur börn:
1) Kristjönu, f. 29.1. 1950, skrifstofum. Hraunteigi, maki Birgir Örn Birgisson, f. 1959, múraram. Börn þeirra: Eva Björk, Birgir Sigurjón og Ólöf Ósk. Fyrir átti Kristjana Hafrúnu Rut Backman.
2) Halldóra Ásdís, f. 2.11. 1951, matráður Litlu-Giljá, maki Steingrímur Ingvarsson bóndi, f. 1951. Börn þeirra: Hallgrímur Ingvar, Gestur Fannar og Lillý Rebekka, fyrir átti Halldóra Smára Rafn Haraldsson.
3) Soffía Rósa, f. 13.11. 1959, sölumaður í Reykjavík, maki Birgir Þór Borgþórsson bankamaður. Börn þeirra eru Erling Þór og Karen Lóa.
4) Gestur Jón, f. 1.3. 1963, iðnrekstrarfræðingur í Reykjavík, maki Kristín Grétarsdóttir skrifstofum. Börn þeirra Unnur Thelma og Tómas Tumi.
Langafabörnin eru tíu.

Almennt samhengi

Gestur ólst upp í Keldudal til unglingsára en réðst ungur sem kaupamaður að Hæl í Hreppum, þaðan lá leiðin í Bændaskólann á Hólum þar sem hann útskrifaðist sem búfræðingur 1946. Þá lá leiðin aftur austur að Hæl þar sem hann stundaði öll almenn landbúnaðarstörf hjá þeim bræðrum Steinþóri og Einari. Að Hæl rést á eftirstríðsárunum ung kaupakona, Ruth frá Þýskalandi, sem síðar varð kona hans. Gestur og Ruth hófu búskap sem ráðsmenn við tilraunabúið á Sámstöðum í Fljótshlíð 1950 þar sem elstu dæturnar eru fæddar. Þaðan lá leiðin að Öxnalæk í Ölfusi og síðan 1955 að Skaftholti í Gnúpverjahreppi sem þau síðar eignuðust. Þar stundaði Gestur allan almennan búskap með konu sinni og seinni börnin fæddust. Heilsu Ruthar hrakaði mjög síðari árin og bjó Gestur einn með börnum sínum í Skaftholti þar til hann seldi jörðina 1980 og byggði nýbýlið Hraunhóla úr landi Skaftholts. Gestur hóf störf við Búrfellsvirkjun um 1976, fyrst hjá verktökum en síðar hjá Landsvirkjun þar sem hann lauk sinni starfsævi 1994. Síðustu árin sem Gestur hélt heimili bjó hann í Fossheiði 34 á Selfossi þar til hann flutti á dvalarheimilið Sæborg. Gestur hafði prýðissöngrödd og unni tónlist alla tíð og söng í fjölda kóra meðan röddin hélt. Eftir að hann brá búi snéri hann sér í meira mæli að hestamennskunni sem hann sinnti af natni meðan kraftar og heilsa leyfðu.

Tengdar einingar

Tengd eining

Sæborg Höfðakaupsstað (1915-)

Identifier of related entity

HAH00719

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldóra Heyden Gestsdóttir (1951) Litlu-Giljá (2.11.1951 -)

Identifier of related entity

HAH04697

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Halldóra Heyden Gestsdóttir (1951) Litlu-Giljá

er barn

Gestur Jónsson (1924-2015) Skaftholti Gnúpverjahrepp

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH03738

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 6.6.2018

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir