Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Gestur Einarsson (1933-1993)
Hliðstæð nafnaform
- Gestur Einarsson
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
16.3.1933 - 15.3.1993
Saga
Gestur Einarsson 16. mars 1933 - 15. mars 1993 Ljósmyndari í Reykjavík, ókvæntur og barnlaus. Síðast bús. í Reykjavík.
Staðir
Selfoss; Reykjavík:
Réttindi
Ljósmyndari, Studio Gests:
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Einar Pálsson 6. júní 1903 - 19. júní 1980 Bankaútibússtjóri á Selfossi. Kostgangari og bankaritari í Bankahúsi, Selfossi 1930. [Bróðir hans Bjarni Pálsson (1912-1987) maður Margrétar Helgadóttur (1915-2006)] og kona Einars 1931; Laufey Kristjana Lilliendahl 31. maí 1902 - 21. febrúar 1982 Símamær á Akureyri 1930. Húsfreyja á Selfossi og síðar í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
Systkini hans;
1) Ágústa Einarsdóttir 11. september 1935
2) Einar Páll Einarsson 26. október 1939
Almennt samhengi
Gestur var einn vetur í Myndlista- og handíðaskólanum í Reykjavík, en settist í Iðnskólann á Selfossi 1951 og útskrifaðist þaðan vorið 1953. Vorið 1952 hóf hann nám í ljósmyndun hjá Sigurði Guðmundssyni ljósmyndara á Laugavegi 12. Samtíma honum þar í námi var Guðmundur A. Erlendsson. Luku þeir námi í ljósmyndun vorið 1955. Stofnuðu þeir þá "Ljósmyndastofuna Stúdíó" og voru til húsa á Laugavegi 30. Gekk reksturinn vel og ráku þeir hana til ársins 1961. Setti Guðmundur þá upp eigin ljósmyndastofu í Garðastræti 8, en Gestur "Stúdíó Gests" á Laufásvegi 18. Þar rak Gestur almenna ljósmyndastofu til 1981, en lagði hana þá niður vegna heilsubrests og fyrirsjáanlegra kostnaðarsamra breytinga í ljósmyndatækni, sem þá var að ryðja sér til rúms.
Gestur var flinkur og vandaður ljósmyndari. Hafði næmt auga fyrir ljósi og skuggum í umhverfinu og hélt mikið upp á gömlu, hollensku meistarana. Hann var natinn og vandvirkur og eru eftirtökur hans af gömlum ljósmyndum hrein listaverk. Liggur eftir hann fjöldi fallegra ljósmynda af samferðamönnum og eftirminnilegum stundum í lífi þeirra. Einnig af minnisstæðum atburðum, og hafa sumar myndanna birst í blöðum og tímaritum.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði