Gestheiður Jónsdóttir (1919-2010)

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Gestheiður Jónsdóttir (1919-2010)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

28.2.1919 - 6.11.2010

Saga

Gestheiður Jónsdóttir fæddist á Stekkjarflötum í Skagafirði 28. febrúar 1919. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 6. nóvember síðastliðinn.
Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson, bóndi, f. 17. mars. 1877 á Miklabæ í Blönduhlíð, d. 3. september 1960, og Soffía Guðbjörg Jónsdóttir, húsfreyja, f. 12 júní 1891 á Höfðahólum á Skagaströnd, d. 27. maí 1959. Systkini Gestheiðar voru: Sigurlaug Jónína, f. 26. janúar 1900, d. 12. febrúar 1900. Ingibjörg, húsfreyja, f. 10. október 1901, d. 21. október 1956. Jón, bóndi, f. 28. ágúst 1917, d. 11. apríl 1983. Guðrún, húsfreyja, f. 5. maí 1920. Jónatan, húsasmíðameistari, f. 23. apríl 1923, d. 24. janúar 1980, og Sæunn, húsfreyja, f. 22. október 1924, d. 28. maí 1997.

Gestheiður ólst upp á Hofi í Vesturdal í Skagafirði. Hún giftist Páli Ólafssyni Reykdal Jóhannessyni, sjómanni og húsverði, f. 20. ágúst 1907, d. 29. janúar 1989. Foreldrar hans voru Jóhannes Pálsson, skósmiður og sjómaður, f. 23. maí 1878 að Ófeigsstöðum í Köldukinn, d. 9. mars 1972, og Helga Þorbergsdóttir, húsfreyja, f. 30. apríl 1884 á Dúki í Sæmundarhlíð, d. 30. september 1970.

Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau Gestheiður og Páll í Kópavogi en fluttust svo norður á Skagaströnd. Þau eignuðust 5 börn saman. Þau eru Jóhanna Sigríður Eikaas, f. 26. júní 1949, maki hennar er Leif Magne Eikaas þau eiga Heídí Maríe, Paal Magne og Kim Ola. Stúlka, f. 1950, lést á fyrsta ári. Jóhannes, f. 31. maí 1951, d. 23. nóvember 1986, maki hans var Anna Margrét Kristjánsdóttir, þau eiga Pál, Gestheiði Fjólu og Helgu Björk. Snorri, f. 8. júní 1953, lést á fyrsta ári. Jón Grímkell, f. 27. desember 1955, maki hans var Ástríður Björg Bjarnadóttir, þau eiga Hörð Bjarna og Hauk Emil.

Útför Gestheiðar fór fram frá Fossvogskapellu 12. nóvember 2010.

Staðir

Stekkjaflatir Skagafirðir: Kópavogur: Skagaströnd.

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01238

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

18.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir