Geir Hallgrímsson (1925-1990) borgarstjóri og ráðherra

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Geir Hallgrímsson (1925-1990) borgarstjóri og ráðherra

Hliðstæð nafnaform

  • Geir Hallgrímsson

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

16.12.1925 - 1.9.1990

Saga

Fæddur í Reykjavík 16. desember 1925, dáinn 1. september 1990.
Var á Fjólugötu 1, Reykjavík 1930. Stud. jur. í Reykjavík 1945. Forsætisráðherra, hæstaréttarlögmaður og seðlabankastjóri. Síðast bús. í Reykjavík.

Staðir

Reykjavík:

Réttindi

Stúdentspróf MR 1944. Lögfræðipróf HÍ 1948. Framhaldsnám í lögfræði og hagfræði eitt ár við Harvard-lagaskóla, Bandaríkjunum. Hdl. 1951. Hrl. 1957.

Starfssvið

Rak málaflutningsskrifstofu í Reykjavík 1951–1959. Forstjóri H. Benediktsson hf. 1955–1959. Borgarstjóri í Reykjavík 1959–1972. Skipaður forsætisráðherra 28. ágúst 1974, fékk lausn 27. júní 1978, en gegndi störfum til 1. september 1978. Skipaður utanríkisráðherra 26. maí 1983, fékk lausn 24. janúar 1986. Bankastjóri Seðlabanka Íslands frá 1986 til æviloka.
Formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík 1952–1954. Bæjarfulltrúi og síðar borgarfulltrúi í Reykjavík 1954–1974. Í stjórn Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins 1954–1986, formaður 1969–1986. Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1957–1959. Í stjórn Landsvirkjunar 1965–1974. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1965. Sat fund Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1971. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1971–1973, formaður flokksins 1973–1983. Í Þingvallanefnd 1979–1980. Fulltrúi Íslands á fundi þingmannanefndar EFTA 1981.
Alþingismaður Reykvíkinga 1970–1983 (Sjálfstæðisflokkur).
Varaþingmaður Reykvíkinga mars–maí og nóvember 1960, október–nóvember 1965, október 1966, október–desember 1967, febrúar, apríl og desember 1968, febrúar–mars og október–nóvember 1969, allt þingið 1983–1984, nóvember–desember 1984, mars–apríl og maí 1985.
Forsætisráðherra 1974–1978. Utanríkisráðherra 1983–1986.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar: Hallgrímur Benediktsson fæddur 20. júlí 1885, dáinn 26. febrúar 1954 alþingismaður og kona hans Áslaug Geirsdóttir, fædd Zoëga fædd 14. ágúst 1895, dáin 15. ágúst 1967 húsmóðir.

Maki 7. júlí 1948: Erna Finnsdóttir fædd 20. mars 1924 húsmóðir. Foreldrar: Finnur Sigmundsson og kona hans Kristín Magnúsdóttir.
Börn:
1) Hallgrímur Benediktsson Geirsson f. 13.7.1949,
2) Kristín f. 19.3.1951,
3) Finnur f. 8.7.1953,
4) Áslaug f. 7.10.1955.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Reykjavíkurborg (877)

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

stigveldi

Dagsetning tengsla

1959 - 1972

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jakob Gíslason (1902-1987) orkumálastjóri (10.3.1902 - 9.3.1987)

Identifier of related entity

HAH07515

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Alþingishúsið

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1971 - 1983

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01235

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 19.5.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir