Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Geir Hallgrímsson (1925-1990)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
16.12.1925 - 1.9.1990
Saga
Geir Hallgrímsson (16. desember 1925 í Reykjavík – 1. september 1990 í Reykjavík) var íslenskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra.
Hann var sonur Hallgríms Benediktssonar, stórkaupmanns og alþingismanns, og Áslaugar Geirsdóttur Zoëga. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944 og lagaprófi frá Háskóla Íslands 1948. Á háskólaárunum var hann formaður Stúdentaráðs. Hann var formaður Heimdallar 1952-1954 og Sambands ungra sjálfstæðismanna 1957-1959. Hann stundaði síðan framhaldsnám í lögfræði og hagfræði við Harvard-háskóla.
Geir rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík 1951-1959 og var jafnframt forstjóri H. Benediktsson & Co. 1955-1959.
Geir var borgarstjóri í Reykjavík frá 19. nóvember 1959 til 1. desember 1972, fyrst með Auði Auðuns en einn frá 6. október 1960. Hann var kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 1971 og endurkjörinn 1973 en varð formaður flokksins haustið 1973 er Jóhann Hafstein varð að draga sig í hlé af heilsufarsástæðum. Meðan Geir sat sem borgarstjóri voru verklegar framkvæmdir miklar, t.d. voru vel flestar götur Reykjavíkur malbikaðar í borgarstjóratíð hans.
Geir var kjörinn þingmaður Reykvíkinga 1971 og varð forsætisráðherra 28. ágúst 1974 og gegndi þeirri stöðu fram til 1978. Hann var þingmaður til 1983. Það ár lét hann af formennsku Sjálfstæðisflokksins. Hann var utanríkisráðherra 1983-1986 en gegndi upp frá því stöðu bankastjóra í Seðlabankanum til dauðadags 1. september 1990.
Staðir
Reykjavík
Réttindi
Starfssvið
Borgarstjóri: Forsætisráðherra.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
17.5.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Geir_Hallgrmsson1925-1990forstisr____herra.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg