Gísli Guðmundsson (1915-1991) Litlu-Laugum, Reykjadal

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Gísli Guðmundsson (1915-1991) Litlu-Laugum, Reykjadal

Hliðstæð nafnaform

  • Gísli Tómas Guðmundsson (1915-1991) Litlu-Laugum, Reykjadal

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

22.3.1915 - 30.11.1991

Saga

Gísli Tómas fæddist í Reykjavík 22. mars 1915. Foreldrar hans voru Áslaug Friðjónsdóttir frá Sandi í Aðaldal og Guðmundur Pétursson nuddlæknir.
Gísli var ekki fæddur í hjónabandi og átti móðir hans við veikindi að stríða um það bil er hann fæddist. Sigurjón, bróðir Áslaugar, bóndi og skáld á Litlu-Laugum og kona hans, Kristín Jónsdóttir, tóku drenginn í fóstur strax á fyrsta ári og ólst hann upp hjá þeim til fullorðinsaldurs. Þau Litlu Laugahjón áttu reyndar tíu börn fyrir, en létu sig ekki muna um að bæta þessum litla dreng í hópinn. Fósturforeldrar Gísla ólu hann upp sem væri hann þeirra eigin sonur og gerðu í engu verr til hans en sinna eigin barna. Það var heldur að Kristínu fyndist stundum hún þyrfti að gera hlut fóstursonarins ívið betri en sinna barna. Gísli varð líka snemma elskur að fósturmóður sinni. Svo var hún honum kær, að hann hafði heitið því með sjálfum sér, að ætti það fyrir honum að liggja að eignast dóttur, skyldi hún engu nafni heita öðru en Kristín.

Staðir

Alþýðuskólinn á Laugum

Réttindi

Alþýðuskólinn á Laugum

Starfssvið

Hér syðra stundaði Gísli almenna verkamannavinnu lengi fyrst, en fertugur að aldri réðst hann til starfa hjá Pósthúsinu í Reykjavík. Upp frá því gegndi hann ýmsum störfum hjá þeirri stofnun allt til starfsloka.
Gísli treysti því, að með samtökum fjöldans, væru þau nógu sterk, mætti ráða bót á því misrétti í þjóðfélaginu, sem blasti honum við augum. Því gekk hann snemma til liðs við stjórnmálahreyfingu sósíalista í Sameiningarflokki alþýðu og síðar í Alþýðubandalaginu. Þar hafa þau hjónin verið samtaka að verki frá fyrstu tíð.

Lagaheimild

Gísli var ritfær maður í besta lagi og hafði gaman af að skrifa. Oft var til hans leitað ef skrifa þurfti afmæliskveðju til starfsfélaga eða minnast látins samferðamanns. Brást hann þá einatt vel við. Um nokkurt skeið skrifaði hann stuttar greinar, einkum um hagi alþýðufólks og lífsbaráttu þess. Birtust þær í Þjóðviljanum. Enn má geta þess að Gísli skrifaði eina skáldsögu þegar hann var hættur að vinna launuð störf og fékk hana gefna út. Í henni má glöggt greina að uppvaxtarárin í þingeyskri sveit hafa orðið honum hugleikin.

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Björn Magnússon (1887-1955) kennari og bóndi Rútsstöðum ov (11.9.1887 - 6.12.1955)

Identifier of related entity

HAH02873

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1943

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Kristján Sigurðsson (1861-1945) Reykjum Reykjabraut (3.11.1861 - 7.2.1945)

Identifier of related entity

HAH06568

Flokkur tengsla

fjölskylda

Dagsetning tengsla

1943

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Laugar í Reykjadal ((1950))

Identifier of related entity

HAH00367

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

1933 - 1934

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH08766

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 23.8.2021

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir