Friðrik Jens Friðriksson (1923-2011) læknir Blönduósi

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Friðrik Jens Friðriksson (1923-2011) læknir Blönduósi

Hliðstæð nafnaform

  • Friðrik Friðriksson (1923-2011)
  • Friðrik Jens Friðriksson

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

17.2.1923 - 11.6.2011

Saga

Friðrik Jens Friðriksson fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1923. Hann lést á dvalarheimili aldraðra, Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki, 11. júní 2011. Stud.med. í Reykjavík 1945. Héraðslæknir á Sauðárkróki. Gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum.
Útför Friðriks Jens fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 25. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13.

Staðir

Reykjavík: Blönduós: Patreksfjörður 1954: Sauðárkrókur 1974:

Réttindi

Friðrik ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá MR 1942. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1950. Á námstíma, kandídatsári og fyrstu árum þar á eftir starfaði hann á Landspítalanum, Reykhólum, Blönduósi og við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi.

Starfssvið

Árið 1954-1955 var hann héraðslæknir á Patreksfirði, en frá janúar 1956 til ársins 1974 gegndi hann héraðslæknisembætti á Sauðárkróki og starfaði sem yfirlæknir á gamla sjúkrahúsinu á Sauðárkróki til 1961. Var umdæmislæknir frá 1974-1978 og héraðslæknir í Norðurlandshéraði vestra frá 1978-1993. Samhliða starfaði hann sem læknir við Sjúkrahús Skagfirðinga, nú Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki, frá 1962-1993. Friðrik gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum. Sat í stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga og í stjórn Læknafélags Norðurlands vestra. Var í stjórn Rauða kross deildar Skagafjarðar, í stjórn Krabbameinsfélags Skagafjarðar og formaður utanfararsjóðs sjúkra í Skagafirði. Sat í byggingarnefnd Sauðárkróks um árabil og var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Var formaður heilbrigðismálaráðs Norðurlands vestra og félagsmálaráðs Sauðárkróks. Sat í svæðisstjórn um málefni fatlaðra, í svæðisstjórn um málefni þroskaheftra og í öldrunarnefnd Skagafjarðar. Hann var félagi í Rótarýklúbbi Sauðárkróks um áratugaskeið og hlaut æðstu viðurkenningu samtakanna, Paul Harris-orðuna. Var heiðursfélagi í Golfklúbbi Sauðárkróks, auk þess sem hann var félagi í Frímúrarahreyfingunni og var í Félagi eldri borgara í Skagafirði.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar Friðriks voru Friðrik Ásgrímur Klemenzson, kennari og póstafgreiðslumaður í Reykjavík, f. 21. apríl 1886, d. 5. september 1932 og kona hans María Jónsdóttir, kennari og húsmóðir, f. 18. október 1886, d. 5. september 1961.
Systkini Friðriks voru
1) Ásgrímur Klemenz, f. 24. október 1918, d. 24. mars 1961
2) Áslaug María, f. 13. júlí 1921, d. 29. júní 2004.

Friðrik kvæntist 1. júní 1950 Sigríði Guðvarðsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 1. júlí 1921 í Reykjavík, d. 26. mars 1987. Foreldrar hennar voru Guðvarður Þórarinn Jakobsson bifreiðarstjóri, f. 18. janúar 1900, d. 19. október 1959 og kona hans Oddrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1900, d. 17. apríl 1951.
Fósturdóttir Friðriks og Sigríðar er
1) Oddný Finnbogadóttir, f. 11. nóvember 1948, gift Birni Friðriki Björnssyni, f. 4. febrúar 1941. Dætur þeirra eru: 1) Emma Sigríður, f. 1968, gift Iain Douglas Richardson, börn þeirra eru Alexander Douglas, Andrew Björn og Fiona Sylvía. 2) Ásta Sylvía, f. 1971, d. 2004. Var gift Kristjáni Erni Jóhannessyni. 3) Alma Emilía, f. 1978, sambýlismaður var Carlos Echegaray, börn þeirra eru Sylvía Eir, Björn Friðrik og Oddný Viktoria.

Síðasta áratuginn áttu þau Friðrik Jens og Alda Ellertsdóttir náið vináttusamband sem var þeim innihaldsríkt og færði þeim gleði.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01228

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 18.9.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir