Freysteinn Gunnarsson (1892-1976)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Freysteinn Gunnarsson (1892-1976)

Parallel form(s) of name

  • Freysteinn Gunnarsson

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

28.8.1892 - 27.6.1976

History

Freysteinn Gunnarsson 28. ágúst 1892 - 27. júní 1976 Var í Reykjavík 1910.

Places

Reykjavík:

Legal status

Functions, occupations and activities

Skólastjóri í Kennaraskólanum við Laufásveg, Reykjavík 1930. Skólastjóri Kennarskólans. Hann var einnig bókaþýðandi, orðabókahöfundur og orti allmikið af kvæðum og söngtextum.

Mandates/sources of authority

Áfram veginn í vagninum ek ég
inn í vaxandi kvöldskuggaþröng.
Ökubjöllunnar blíðróma kliður
hægur blandast við ekilsins söng.

Og það ljóð, sem hann ljúflega syngur,
vekur löngun og harmdögg á brá.
Og það hjarta, sem hert var og dofið,
slær nú hraðar af söknuði og þrá.

Og ég minnist frá æskunnar stundum,
hversu ástin í hjarta mér brann,
meðan saman við sátum þar heima
þegar sól bak við háfjöllin rann.

Nú er söngurinn hljóður og horfinn,
aðeins hljómar frá bjöllunnar klið.
Allt er hljótt yfir langferða leiðum
þess er leitar að óminni og frið.


Sígur fögur sól í hafið,
sveipar myrkur hljóða strönd.
Auðn og skuggum allt er vafið,
óðar hyljast dagsins lönd.
Birta og hlýja er horfin skjótt.
Hljóð og þögul ríkir nótt.

Svo er lífið, líkt og dagur,
liðið fyrr en nokkur veit.
Hinsti geislinn gullinfagur
glitrar yfir foldar reit.
Eftir liðinn ljúfan dag
ljósið dvín við sólarlag.

Dimmt er yfir hér í heimi,
harmaskuggi daginn fól.
Samt ei dvínar guðs í geimi
geislaskin af lífsins sól.
Bak við dauðans dimma haf
degi nýjum ljómar af.


Þó að æði ógn og hríðir,
aldrei neinu kvíða skal.
Alltaf birtir upp um síðir,
aftur kemur vor í dal.

Bráðum þýðir vindar vaka,
viknar fönn í hamrasal.
Allir vetur enda taka,
aftur kemur vor í dal.

Lindir niða, lækir streyma,
lifna blóm í fjallasal.
Fuglar yfir auðnum sveima,
aftur kemur vor í dal.

Sólarbros og blómaangan,
berast þér að vitum skal.
Eftir vetur óralangan,
aftur kemur vor í dal.

Þá skal lifna, leyst úr dróma,
líf sem áður dauðinn fal.
Þá skal yfir öllu hljóma:
aftur, aftur kemur vor í dal.


Fuglinn sefur suðrí mó,
sefur kisa í værð og ró,
sefur, sefur dúfan.
Sofðu líka sætt og rótt,
sofðu vært í alla nótt,
sofðu, litla ljúfan.


Hvítingar landa leita
langt burt í suðurátt.
Surtarnir viðnám veita.
Víst á þar margur bágt.

Hitt er þó mesta meinið
mein sem er fornt og nýtt.
sumt fólk er svart inn við beinið
en sýnist þó vera hvítt.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Gunnar Jónsson 15. september 1854 - 29. janúar 1942 Bóndi í Vola í Hraungerðishr., Árn. 1888-1894. Bóndi í Hákoti, Árn. 1910. Trésmiður í Hafnarfirði 1930 og kona hans 6.11.1888; Guðbjörg Guðbrandsdóttir 17. desember 1863 - 26. febrúar 1944 Niðursetningur í Lunansholti, Stóruvallasókn, Rang. 1870. Húsfreyja í Hákoti, Árn. 1910. Húsfreyja í Hafnarfirði 1930.
Systkini Freysteins;
1) Guðjón Gunnarsson 21. september 1889 - 24. febrúar 1961 Söðlasmiður og síðar framfærslufulltrúi í Hafnarfirði. Skósmiður í Hafnarfirði 1930. Kona hans; Arnfríður Jónsdóttir 19. febrúar 1889 - 20. mars 1963 Niðursetningur í Forsæti, Villingaholtssókn, Árn. 1890. Sveitarbarn í Forsæti, Villingaholtssókn, Árn. 1901. Vinnukona þar 1910 en var stödd í Hróarsholti, Hraungerðissókn, Árn. við manntalið. Húsfreyja í Hafnarfirði. Húsfreyja þar 1930.
2) Guðbrandur Gunnarsson 29. júní 1891 Drukknaði í Löngudæld á Stokkseyri. Var á Króki í Hróarsholtssókn, Árn. 1901.
3) Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir 20. október 1899 - 14. febrúar 1990 Uppeldisbarn í Vælugerði, Villingaholtssókn, Árn. 1910. Húsfreyja á Ljósvallagötu 30, Reykjavík 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
4) Guðrún Gunnarsdóttir 23. ágúst 1906 - 15. maí 1977 Var í Hafnarfirði 1930. Húsfreyja í Hafnarfirði. Maður hennar; Magnús Sigurður Haraldsson 11. ágúst 1905 - 27. febrúar 1994 Sjómaður í Hafnarfirði 1930. Stýrimaður í Hafnarfirði.
Eiginkona hans var; Þorbjörg Sigmundsdóttir 11. nóvember 1900 - 1. desember 1976 Var í Reykjavík 1910. Húsfreyja í Kennaraskólanum við Laufásveg, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
Þau eignuðust þau tvö börn;
1) Guðrún Freysteinsdóttir 2. ágúst 1932 Maður hennar; Garðar Ingi Jónsson 28. október 1932 Loftskeytamaður hjá Cargolux og Landhelgisgæslunni, eiga þau 4 börn.
3) Sigmundur Freysteinsson 30. september 1934 - 15. júlí 2016 Verkfræðingur, deildarstjóri grunnrannsókna hjá Landsvirkjun. Kona hans 27.1.1962; Sigríður Jónsdóttir lyfjafræðingur

General context

Skólastjórn Freysteins Gunnarssonar einkenndist af því rólega andrúmslofti sem honum var lagið að skapa kringum sig. Þegar ég lít til baka til minna skóladaga í Kennaraskólanum þykist ég mega fullyrða að allir nemendurnir báru virðingu fyrir honum, enginn vildi gera hinum móti skapi, enginn brjóta hinar óskráðu skólareglur sem við skynjuðum. Við vissum til hvers var ætlast af okkur í þeim efnum þó ekki væri farið um það mörgum orðum. Í grein sem Freysteinn skrifaði í Óðin um fósturforeldrana segir hann svo um fóstru sína: "Ekki þurfti hún að brjóta með harðri hendi til hlýðni við sig, hvort sem voru börn eða hjú. Hún var sjálf til fyrirmyndar, vildi vel og réð heilt, átti fulla virðingu heimilisfólks síns, og var því öllum kært að fara að vilja hennar." Er þetta ekki einmitt lýsing á stjórn Freysteins? Hann vildi vel og réð heilt, þurfti ekki að brjóta með harðri hendi til hlýðni við sig. Hann treysti nemendunum og þeir munu ekki hafa verið margir sem því trausti brugðust.

Ef til vill þótti Freysteinn ekki alltaf nógu harður baráttumaður fyrir sínum skóla, en þar var líka við ramman reip að draga. Hann hóf sinn skólastjóraferil 1929, fyrir réttum 70 árum, í upphafi kreppunnar miklu, sem segja má að lyki ekki hér fyrr en á styrjaldarárunum, og á þeim áratug, 1940-50, voru gerðar allmiklar breytingar á starfi skólans, einkum hvað varðaði inntökuskilyrði og námslengd, en námstími var lengdur verulega. Síðasti áratugur Freysteins sem skólastjóri einkenndist af baráttu fyrir nýju skólahúsi, en þrengsli í gamla skólahúsinu, aðstöðuleysi fyrir margar námsgreinar og leiguhúsnæði víðs vegar um bæinn hamlaði mjög. Nemendur gengu og hlupu milli staða og Freysteinn segir á einum stað að eitt af inntökuskilyrðum í skólann þyrfti að vera að nemandi væri vel skóaður.

Eftir barning skólastjóra og kennarasamtaka reis nýi skólinn og var flutt í hann haustið 1962, haustið sem Freysteinn varð sjötugur og þar með skyldugur að láta af skólastjórn. Hann naut því ekki hins nýja húss. Hann bjó þó áfram í gamla húsinu. Eiginkona hans var Þorbjörg Sigmundsdóttir úr Reykjavík og eignuðust þau tvö börn, Guðrúnu og Sigmund, bæði hér í dag. Íbúðin í gamla skólahúsinu við Laufásveg hefur sennilega þótt allvegleg 1908 þegar húsið var byggt, en ekki var hún sérlega stór fyrir fjögurra manna fjölskyldu, en hún var hlýleg og heimilið fallegt, mótað af smekk beggja húsráðenda, og enn voru þau hjón búandi þar þegar Freysteinn lést 27. júní 1976. Þorbjörg náði að flytja í hús sem þau hjón höfðu reist við Stigahlíð í Reykjavík. Hún var þá þrotin að kröftum og lést 1. des. 1976.

Relationships area

Related entity

Freysteinn Þorbergsson (1931-1974) (12.5.1931 - 23.10.1974)

Identifier of related entity

HAH03441

Category of relationship

family

Type of relationship

Freysteinn Þorbergsson (1931-1974)

is the cousin of

Freysteinn Gunnarsson (1892-1976)

Dates of relationship

12.5.1931

Description of relationship

Jónína móðir Freysteins yngra var systir Freysteins eldra.

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH03440

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Dates of creation, revision and deletion

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places