Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Finnur Kristjánsson (1916-1994) Halldórsstöðum, Kinn
Hliðstæð nafnaform
- Finnur Frímann Kristjánsson (1916-1994) Halldórsstöðum, Kinn
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
20.6.1916 - 16.6.1994
Saga
Finnur Frímann Kristjánsson var fæddur á Halldórsstöðum í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu 20. júní 1916. Var á Halldórsstöðum, Ljósavatnssókn, S-Þing. 1930. Kaupfélagsstjóri á Svalbarðseyri á Svalbarðsströnd og Húsavík, síðar forstöðumaður Safnahúss Þingeyinga á Húsavík. Síðast bús. á Húsavík.
Hann lést á Húsavík 16. júní 1994 tæplega 78 ára að aldri. Útför hans fór fram frá Húsavíkurkirkju 23.6.1994.
Staðir
Réttindi
Finnur stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugum í tvo vetur, 1933-35, og brautskráðist frá Samvinnuskólanum 1938.
Starfssvið
Hann var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Svalbarðseyrar frá 1. janúar 1939 til 1. júní 1953 og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík 1953 til ársloka 1979. Hann var bæjarfulltrúi á Húsavík 1962-74 og sat í stjórn Fiskiðjusamlags Húsavíkur 1953-62. Hann var í stjórn vélaverkstæðisins Foss á Húsavík 1953-78. Finnur var forstöðumaður Safnahúss Húsavíkur frá 1. mars 1980 til 1. ágúst 1992, en var þó eftir það viðloðandi við safnið. Hann sat í stjórn Garðræktarfélags Reykhverfinga.
Lagaheimild
Meðritstjóri Árbókar Þingeyinga frá árinu 1980. Þá sá hann um ritstjórn Boðbera, rits Kaupfélags Þingeyinga. Hann var formaður UMF Gaman og alvara í Ljósavatnshreppi á sínum yngri árum, organisti og söngstjóri við Svalbarðskirkju og starfaði síðan í sóknarnefnd Húsavíkurkirkju. Fjölmörg önnur félagsstörf hafði Finnur með höndum.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans: Foreldrar hans voru Kristján Sigurðsson bóndi á Halldórsstöðum, Sigurðssonar bónda þar Þorsteinssonar bónda á Þóroddsstað, Grímssonar í Fremstafelli, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir frá Draflastöðum í Fnjóskadal.
Hinn 9. september 1939 giftist Finnur Hjördísi Björgu Tryggvadóttur Kvaran, f. 27.8. 1920, d. 6. mars 1991, prests á Mælifelli í Skagafirði og konu hans Önnu Grímsdóttur Kvaran.
Finnur og Hjördís eignuðust þrjú börn. Þau eru:
1) Tryggvi Finnsson f. 1.1. 1942, giftur Áslaugu Þorgeirsdóttur og eiga þau þrjú börn;
2) Guðrún Finnsdóttir f. 12.2. 1945, gift Pálma Karlssyni og eiga þau þrjú börn;
3) Anna Finnsdóttir f. 16.9. 1949, gift Ólafi Gunnarssyni og eiga þau tvö börn.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Maintained by
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ skráning 26.8.2021
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 26.8.2021
Íslendingabók
Mbl 23.6.1994. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/143343/?item_num=9&searchid=5b80e46f4317467403980ee73663025b7c4b1d22