Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Erla Jóhannsdóttir (1930-2012) hjúkrunarfræðingur Reykjavík
Parallel form(s) of name
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
13.11.1930 - 23.6.2012
History
Erla Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur, fæddist á Heiði á Langanesi 13. nóvember 1930. Erla ólst upp á Þórshöfn á Langanesi.
Hún flutti með fjölskyldu sinni til Egilsstaða árið 1962 og bjó þar næstu fimm árin. Þaðan fluttist fjölskyldan til Svíþjóðar 1968 og bjó hún þar næstu tvö árin.
Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. júní 2012. Útför Erlu var gerð frá Áskirkju í Reykjavík 3. júlí 2012, og hófst athöfnin klukkan 13.
Places
Legal status
Hún var í Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði 1944 til 1946,
Húsmæðraskólanum á Akureyri 1948 til 1949.
Hjúkrunarskóla Íslands 1951-1954.
Functions, occupations and activities
Hún hélt til Kaupmannahafnar árið 1950. Þar dvaldi hún um eins árs skeið og vann á saumastofum Illum Magazin.
Að loknu prófi árið 1954 starfaði hún við hjúkrun en var einnig heimavinnandi húsmóðir milli þess sem hún vann hjúkrunarstörf. Hún starfaði á handl.d. Landspítalans í nokkra mánuði að loknu prófi, á sjúkrahúsi Akraness frá janúar 1955 til október 1956, á Kleppsspítala frá febrúar 1957 til 1960. Hún vann á gjörgæsludeild Borgarspítalans frá opnun deildarinnar til ársins 1975 en þá hóf hún störf á Flókadeild Kleppsspítalans, göngudeild fyrir drykkjusjúklinga, og starfaði þar næstu tíu árin. Eftir það starfaði hún á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu eða þar til hún lét af störfum árið 2002.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar; Jóhann Snæbjörn Snæbjörnsson 2. sept. 1902 - 2. sept. 1978. Trésmíðameistari á Þórshöfn á Langanesi og í Borgarnesi. Húsasmiður á Heiði, Sauðanessókn, N-Þing. 1930 og kona hans; Lára Lárusdóttir 12. des. 1908 - 8. apríl 1997. Var á Heiði, Sauðanessókn, N-Þing. 1930. Húsfreyja á Þórshöfn á Langanesi, síðar í Borgarnesi.
Systkini Erlu eru;
1) Bragi Jóhannsson f. 7. okt. 1931, d. 18. júní 2010. Mjólkurbílstjóri, löggæslumaður og síðar verkstjóri hjá Vegagerðar ríkisins, bús. í Borgarnesi.
2) Arnþrúður Heiðrún Jóhannsdóttir f. 15. des. 1932, d. 21. mars 1990. Húsfreyja í Borgarnesi.
3) Hörður Jóhannsson 18. júlí 1934 - 28.10.2012. Forstjóri í Borgarnesi.
4) Baldur Jóhannsson 18. júlí 1934 - 3.2.2019. Starfaði um árabil hjá Flugfélagi Íslands, fyrst í hlaðdeild og síðar viðhaldsdeild.
5) Birna Jóhannsdóttir 26. sept. 1938 - -.5.2018. Húsfreyja og matráðskona í Borgarnesi og forstöðukona róluvallar Borgarness um árabil. Síðast bús. í Reykjavík.
6) Hermann Jóhannsson 25. sept. 1941,
7) Sigrún Jóhannsdóttir 15. des. 1942,
8) Sæmundur Snorri Jóhannsson 22. mars 1947,
9) Lárus Margeir Jóhannsson 11. ágúst 1948,
10) Trausti Jóhannsson 12. maí 1951.
Maður hennar 1954; Haukur Sigurbjörn Magnússon 4. sept. 1933 - 6. sept. 2016. Læknir í Reykjavík.
Börn þeirra eru:
1) Jóhann upplýsingafulltrúi, f. 1. nóv. 1953, maki Ingveldur G. Ólafsdóttir dagskrárgerðarmaður, f. 26. nóv. 1959. Fyrri maki Jóhanns var Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir, f. 19. okt. 1954, börn þeirra eru: a) Sigtryggur Ari, f. 15. júní 1974 og b) Erla, f. 23. maí 1983,
2) Magnús framkvæmdastjóri, f. 13. nóv. 1954, maki Ragnheiður Halldórsdóttir, f. 4. jan. 1959, börn þeirra eru: a) Haukur Sigurbjörn, f. 14. febr. 1981, maki Julia Staples, f. 5. nóv. 1979, b) Salóme Katrín, f. 3. sept. 1995, c) Guðmundur Björgvin, f. 19. apr. 1997,
3) Jónína Eir hjúkrunarfræðingur, f. 12. nóv. 1961, maki Ingólfur Guðjónsson, f. 1. júní 1959, börn þeirra eru: a) Steingrímur Gauti, f. 26. sept. 1986, b) Brynjólfur Haukur, f. 16. apr. 1996.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS-HAH
Rules and/or conventions used
Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ skráning 19.11.2023
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
™GPJ ættfræði 19.11.2023
Íslendingabók
mbl 3.7.2012. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1427969/?item_num=5&searchid=a8282abb283de65fd3351f25f7019c4c42666661&t=964448619&_t=1700353495.8607957
Maintenance notes
Digital object metadata
Access
Filename
Erla_Jhannsdttir1930-2012hjkrunarfr__ingur_Reykjav__k.jpg
Latitude
Longitude
Media type
Image
Mime-type
image/jpeg