Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Elsa Eiríksson Schepler Guðjónsson (1924-2010)
Hliðstæð nafnaform
- Elsa Ída Schepler Eiríksson (1924-2010)
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
21.3.1924 - 28.11.2010
Saga
Dr. phil. h.c. Elsa E. Guðjónsson, MA, fyrrv. deildarstjóri textíl- og búningafræðideildar Þjóðminjasafns Íslands, fædd Elsa Ída Schepler Eiríksson 21. mars 1924. Hún andaðist 28. nóvember 2010.
Foreldrar: Elly Margrethe Eiríksson, f. Schepler, f. 1896 í Kaupmannahöfn, og Halldór Guðmundur Marías Eiríksson, stórkaupmaður og framkvæmdastjóri, f. 1889 á Hrauni á Ingjaldssandi, Önundarfirði, d. 1948.
Maki: Þór Guðjónsson, fiskifræðingur og fyrrv. veiðimálastjóri, f. 1917. Börn: Stefán Þór áfengisráðgjafi, f. 1946, Elsa Margrét, fatahönnuður, leikmyndateiknari og listmálari, f. 1949, og Kári Halldór, leikstjóri og leiklistarkennari, f. 1950.
Eftir stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1942 fór Elsa vestur um haf og lauk BA-prófi í textíl- og búningafræðum, list- og listasögu frá University of Washington, Seattle, árið 1945. Meistaraprófsgráðu í sömu greinum, auk miðaldasögu frá sama skóla árið 1961. Elsa nam Íslandssögu við Háskóla Íslands 1953-1956. Hún starfaði sem sérfræðingur og safnvörður í Þjóðminjasafni Íslands frá 1963 en fastráðin 1968 og deildarstjóri textíl- og búningadeildar safnsins 1985 til starfsloka 1994. Elsa átti sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum varðandi málefni tengd textílum og búningasögu og vann mikið starf varðandi kynningu á þeim málum, jafnt hérlendis sem erlendis. Elsa var höfundur bóka og fjölmargra greina, ritgerða og bókarkafla, einkum um textíl- og búningasögu í íslenskum sem og erlendum tímaritum, fræði- og alfræðiritum, allt frá 1945. Höfundur útvarps- og sjónvarpsþátta. Fyrirlesari á ráðstefnum og þingum um textíl- og búningafræði, myndfræði og heimilis- og listiðnað innanlands og utan. Elsu hlotnuðust fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín og hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1981. Kjörin félagi í Vísindafélagi Íslendinga 1985. Hlaut verðlaun frá Kungliga Gustav Adolfs Akademien í Uppsölum í Svíþjóð 1987 og heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands árið 2000. Elsa var einnig útgefandi og má þar nefna lítið kver sem ber heitið Jólasveinarnir þrettán sem hún orti um á dönsku, íslensku og ensku og síðast en ekki síst með saumnál.
Útför Elsu fer fram frá Langholtskirkju í dag, 7. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Staðir
Kaupmannahöfn: Washington: Reykjavík.
Réttindi
Dr. phil. h.c.
Starfssvið
deildarstjóri textíl- og búningadeildar Þjóðminjasafnsins 1985 til starfsloka 1994
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 17.5.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Elsa_Eirksson_Schepler_Gujnsson1924-2010Reykjavk.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg