Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Elín Helga Helgadóttir (1909-1999) Varmahlíð
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
2.2.1909 - 28.8.1999
Saga
Elín Helga Helgadóttir fæddist á Núpum í Fljótshverfi 2. febrúar 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 28. ágúst 1999.
Elín Helga ólst upp á Núpum á heimili foreldra sinna og nam sinn barnalærdóm í farskóla sveitarinnar, í Múlakoti og á Kálfafelli. Eftir fermingu var hún áfram heima fram yfir tvítugt og hjálpaði til við búskap foreldra sinna. Til Víkur fór hún að nema hannyrðir um tveggja mánaða skeið. Seinna fór hún til Reykjavíkur og var í vist á tveim heimilum þar. Haustið 1934 fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi og var þar einn vetur. Sumarið 1935 giftist hún Vigfúsi Helgasyni og fluttist með honum að Hólum í Hjaltadal. Næstu fimm árin voru þau á Hólum og einnig í Varmahlíð þar sem þau stunduðu garðyrkju. Frá árinu 1940 hættu þau rekstri í Varmahlíð af óviðráðanlegum ástæðum og voru eftir það á Hólum allt fram til 1963 þegar þau fluttu til Reykjavíkur. Í Reykjavík var Elín Helga síðan búsett til dauðadags.
Útför Elínar Helgu fer fram frá Háteigskirkju í dag 3. sept 1999 og hefst athöfnin kl. 13.30.
Staðir
Núpar í Fljótshverfi: Kvsk 1934-1935: Hólar í Hjaltadal: Varmahlíð: Reykjavík
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru hjónin Agnes Helga Sigmundsdóttir f. 12. október 1879 d. 13. júlí 1954 og Helgi Bjarnason bóndi þar f. 3. mars 1878 d. 28 október 1951.
Systkini Elínar Helgu eru
1) Margrét, fyrrverandi húsfreyja á Fossi á Síðu,
2) Sigmundur, bóndi á Núpum (látinn).
Elín Helga giftist 10. ágúst 1935 Vigfúsi Helgasyni frá Hóli í Hörðudal, kennara á Hólum í Hjaltadal, f. 12. desember 1893, d. 31. júlí 1967. Foreldrar hans voru Ása Kristjánsdóttir og Helgi Guðmundsson, bóndi og hreppstjóri. Elín Helga og Vigfús eignuðust átta börn, þau eru;
1) Guðmundur Hákon f. 12. desember 1935,
2) Agnar Helgi, f. 29. júní 1937, d. 3. febrúar 1993,
3) Ása, f. 28. nóvember 1938, d. 23. mars 1969,
4) Hörður Birgir, f. 9. maí 1940, maki Inger Helgadóttir, þau skildu. Þeirra dætur a) Ása Sigurlaug, maki Pétur Thomsen og eiga þau tvær dætur, Inger Erlu og Kristbjörgu Hörpu, b) Harpa Rut, maki Sigurður Einarsson,
5) Þórhildur, f. 4. janúar 1944, maki Kristján Björnsson. Þeirra börn: a) Elín Helga, maki Bragi Kristiansen, þau skildu, þeirra börn Kristján og Katrín Þóra, b) Björn, c) Vigdís Hulda, maki Ægir Axelsson, þeirra börn Elvar Þór og Unnar Már, d) Kristján Aðalsteinn, e) Guðlaugur Vigfús maki Guðrún Júlíusdóttir. Barn hans Auður Birna.
6) Örlygur Jón, f. 29. júlí 1945, d. 19. janúar 1946,
7) Agnes Helga f. 17. maí 1951, 8) Baldur Jón, f. 6. ágúst 1955.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 17.5.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 9.8.2022
Íslendingabók
mbl 3.9.1999. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/489068/?item_num=17&searchid=fa8dfef64d2cdf6ac8f0ea5fd6f7afa06a06d2d2