Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Elín Ellertsdóttir (1927-2016)
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
27.2.1927 - 3.8.2016
Saga
Elín Ellertsdóttir fæddist 27. febrúar 1927 að Meðalfelli í Kjós. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 3. ágúst 2016.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Ellert Eggertsson, bóndi á Meðalfelli, f. 31.12. 1893, d. 8.9. 1983, og Karítas Sigurlína Björg Einarsdóttir, húsfreyja frá Hjarðarnesi á Kjalarnesi, f. 14.10. 1901, d. 22.11. 1949. Bræður Elínar eru Eggert, f. 1928, d. 1991, Eiríkur, f. 1931, óskírður drengur, f. 1933, d. sama ár, Gísli, f. 1935, Finnur, f. 1937, Jóhannes, f. 1938, og Einar, f. 1944, d. 2006.
Þann 14. desember 1957 giftist Elín Hauki Magnússyni frá Brekku í Þingi, Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Bjarni Jónsson og Sigrún Sigurðardóttir í Brekku.
Afkomendur Elínar og Hauks eru: 1) Magnús, f. 1959. Sambýliskona hans er Irene Ruth Kupferschmied. 2) Sigurlína Björg, f. 1960. Maður hennar er Ögmundur Þór Jóhannesson og synir þeirra a) Bjarni Egill, sambýliskona hans er Guðrún Elín Gunnarsdóttir, börn þeirra eru Snæþór Elí og Sara Dís, og b) Skúli Rafn. 3) Sigrún, f. 1962. Maður hennar er Sigfús Óli Sigurðsson og synir þeirra a) Karl Sigurður, sambýliskona hans er Hrefna Rós Matthíasdóttir og eiga þau soninn Sigfús Óla, og b) Haukur Elís, sambýliskona hans er Kristrún Kristinsdóttir. 4) Guðrún, f. 1964. Maður hennar er Lárus Franz Hallfreðsson og börn þeirra a) Elín Inga og b) Einar Jóhann. 5) Guðmundur Ellert, f. 1969. Sambýliskona hans er Guðrún Friðriksdóttir. Börn Guðmundar Ellerts frá fyrra hjónabandi með Alexöndru Mahlmann eru a) Bergþór Phillip (stjúpsonur) og b) Líney Inga.
Elín stundaði nám við Húsmæðraskólann í Reykjavík 1946-47. Hún vann á búinu á Meðalfelli á unglings- og framan af fullorðinsárum og eftir fráfall móður hennar stóð hún fyrir heimili þar með föður sínum til 1957. Hún var handavinnukennari við barnaskólann í Ásgarði, Kjós, 1948-52. 1957-62 voru Elín og Haukur búsett í Reykjavík en árið 1962 tóku þau við búskap í Brekku og þar bjuggu þau til 2010. Síðustu árin átti Elín heimili á Blönduósi.
Elín hafði yndi af handavinnu. Hún unni tónlist, söng mörg ár í kirkjukór Þingeyrakirkju og tók einnig um tíma þátt í starfi samkórsins Glóðar. Sömuleiðis var hún félagi í kvenfélagi Sveinsstaðahrepps.
Útför Elínar verður gerð frá Þingeyrakirkju í dag, 11. ágúst 2016, klukkan 14.
Staðir
Brekka í Þingi: Blönduós.
Réttindi
Húsmæðraskólinn Reykjavík.
Starfssvið
Handavinnukennari.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 16.5.2017
Tungumál
Leturgerð(ir)
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
El__n_Ellertsdttir1927-2016Brekku____ingi.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg