Eldfell á Heimaey (1973)

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Eldfell á Heimaey (1973)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

23.1.1973

Saga

Eldfell er rétt rúmlega 200 m hátt eldfjall á Heimaey í Vestmannaeyjaklasanum. Það myndaðist í eldgosi sem hófst 23. janúar 1973 en lauk 3. júlí 1973, þetta eldgos er kallað Heimaeyjargosið.

Strax og tilkynning barst um að eldgos væri hafið hófst brottflutningur fólks af eynni. Af 5.500 íbúum eyjarinnar voru um 4.000 fluttir burt um nóttina, mestmegnis með skipum. Á næstu vikum voru búslóðir fólks fluttar burt að mestu, en hús tóku mjög fljótlega að hverfa undir hraun.

Einn maður dó í gosinu og var það af völdum koldíoxíðeitrunar - mikið af lífshættulegum lofttegundum kom upp úr jörðinni með vikrinum og gjóskunni. Mikil mildi þótti að ekki skyldi hafa farið verr, þar sem að sprungan kom upp rétt austan við austasta hús bæjarins (þó munaði ekki nema nokkrum metrum).

Um helmingur húsa bæjarins ýmist lenti undir hrauni eða á annan hátt eyðilagðist í gosinu, en uppbyggingin eftir gosið var mjög snögg.

Gosið í Heimaey byrjaði 23.janúar 1973 og lauk 3. júlí sama ár. Þetta er fyrsta gos sem hefst í þorpi á Íslandi. Það var loftskeytamaðurinn Hjálmar Guðnason og vinur hans, Ólaf Granz, sem voru í sínum vanalega miðnæturgöngutúr þegar hinn tilkomumikla sýn birtist þeim þegar þeir skoðuðu bæinn frá Helgafellstoppi. Þar sáu þeir jörðina opnast og eldtungurnar stóðu marga metra upp í loftið. Strax var haft samband við lögreglu þar sem tilkynnt var að jarðeldur væri kominn upp austan við Kirkjubæ. Lögreglan tók upplýsingarnar ekki trúanlegar í fyrstu en fór strax að athuga hvað væri í gangi og þegar á staðinn var komið sáu þeir að gos var hafið á 1600 metra langri sprungu og magnaðist hratt á fyrstu mínútunum. Kveikt var á brunalúðrum og á mjög skömmum tíma var allur bærinn vaknaður og fólk streymdi úr húsum sínum og niður á bryggju. Flestir þeir sem upplifðu gosið eru sammála um að klukkuna hafi vantað fimm mínútur í tvö þegar að gosið hófst.

Staðir

Heimaey Vestmannaeyjum

Réttindi

Í upphafi gossins opnaðist stór sprunga frá norðri til suðurs á austasta hluta Heimaeyjar, og náði hún að höfninni í norðri en niður að Skarfatanga í suðri. Fljótlega minnkaði sprungan þó og megineldvarpið varð þar sem nú stendur Eldfell. Gosefnið í upphafi gossins var nánast ísúrt, en þó varð það fljótlega basískt (SiO2 > 52%). Efnainnihald kvikunnar bendir til að kvikuhólf og megineldstöð séu að myndast á þessum slóðum.

Strax og tilkynning barst um að eldgos væri hafið hófst brottflutningur fólks af eynni. Af 5.500 íbúum eyjarinnar voru um 4.000 fluttir burt um nóttina, mestmegnis með skipum. Á næstu vikum voru búslóðir fólks fluttar burt að mestu, en hús tóku mjög fljótlega að hverfa undir hraun.

Einn maður dó í gosinu og var það af völdum koldíoxíðeitrunar - mikið af lífshættulegum lofttegundum kom upp úr jörðinni með vikrinum og gjóskunni. Mikil mildi þótti að ekki skyldi hafa farið verr, þar sem að sprungan kom upp rétt austan við austasta hús bæjarins (þó munaði ekki nema nokkrum metrum).

Um helmingur húsa bæjarins ýmist lenti undir hrauni eða á annan hátt eyðilagðist í gosinu, en uppbyggingin eftir gosið var mjög snögg.

Gosið í Heimaey byrjaði 23.janúar 1973 og lauk 3. júlí sama ár. Þetta er fyrsta gos sem hefst í þorpi á Íslandi. Það var loftskeytamaðurinn Hjálmar Guðnason og vinur hans, Ólaf Granz, sem voru í sínum vanalega miðnæturgöngutúr þegar hinn tilkomumikla sýn birtist þeim þegar þeir skoðuðu bæinn frá Helgafellstoppi. Þar sáu þeir jörðina opnast og eldtungurnar stóðu marga metra upp í loftið. Strax var haft samband við lögreglu þar sem tilkynnt var að jarðeldur væri kominn upp austan við Kirkjubæ. Lögreglan tók upplýsingarnar ekki trúanlegar í fyrstu en fór strax að athuga hvað væri í gangi og þegar á staðinn var komið sáu þeir að gos var hafið á 1600 metra langri sprungu og magnaðist hratt á fyrstu mínútunum. Kveikt var á brunalúðrum og á mjög skömmum tíma var allur bærinn vaknaður og fólk streymdi úr húsum sínum og niður á bryggju. Flestir þeir sem upplifðu gosið eru sammála um að klukkuna hafi vantað fimm mínútur í tvö þegar að gosið hófst.

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Vestmannaeyjar

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

Kennimark stofnunar

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Hluti

Skráningardagsetning

Tungumál

Leturgerð(ir)

Heimildir

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir