Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Eiríkur Óli Jónsson (1922-2008)
Hliðstæð nafnaform
- Eiríkur Jónsson (1922-2008)
- Eiríkur Óli Jónsson
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
27.2.1922 - 19.1.2008
Saga
Eiríkur Óli Jónsson 27. febrúar 1922 - 19. janúar 2008 Var á Svertingsstöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Svertingsstöðum í Torfustaðahreppi, síðar bús. á Laugabakka.
Útför Eiríks fer fram frá Melstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Staðir
Svertingsstaðir í Miðfirði: Laugarbakki:
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Jón Eiríksson 22. júní 1885 - 10. febrúar 1975 Var í Reykjavík 1910. Bóndi á Svertingsstöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi á Neðri-Svertingsstöðum í Miðfirði, Ytri-Torfustaðahr., V.-Hún. og kona hans; Hólmfríður Bjarnadóttir 13. október 1891 - 22. apríl 1981 Húsfreyja á Svertingsstöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Neðri-Svertingsstöðum, Ytri-Torfustaðahr., V-Hún. 1957. Síðast bús. í Reykjavík. Ógiftur barnlaus.
Systkini Eiríks;
1) Guðfinna Jónsdóttir 23. apríl 1917 - 12. júní 2010 Var á Svertingsstöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja á Syðsta-Ósi, síðar bús . í Reykjavík. Maður hennar 1947 var; Böðvar Friðriksson 22. október 1915 - 16. júní 1970 Vinnumaður á Stóra-Ósi, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bóndi og hreppstjóri á Syðra-Ósi. Síðast bús. í Ytri-Torfustaðahreppi. Þau eignuðust sjö börn.
2) Ingunn Jónsdóttir 3. janúar 1919 - 3. apríl 1979 Var á Svertingsstöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Síðast bús. í Kópavogi. Maður hennar var Bjarni Sigurður Bjarnason 23. desember 1920 - 7. september 1997 Var á Brekku, Bessastaðasókn, Gull. 1930. Sjómaður í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Kópavogi. Þau eignuðust þrjú börn.
3) Þorgerður Jónsdóttir 14. ágúst 1920 - 14. september 2010 Var á Svertingsstöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Húsfreyja í Garðabæ. Maki hennar var Jón Friðriksson 2. janúar 1918 - 7. nóvember 2007 Var á Stóra-Ósi, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Bifreiðastjóri og síðar lagerstjóri hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Einn af stofnendum Hreyfils. Þau eignuðust þrjú börn.
4) Bjarni Jónsson 7. desember 1924 - 31. mars 2012 Var á Svertingsstöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Maki hans var Guðrún Árdís Sigurðardóttir, f. 16.7. 1937 og eiga þau þrjú börn.
5) Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir 22. júní 1926 Var á Svertingsstöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Maður hennar var Ólafur Guðjónsson 1. júní 1928 - 12. febrúar 1975 Síðast bús. í Reykjavík. Var í Saurbæ, Breiðabólsstaðarsókn, V-Hún. 1930. Börn þeirra eru fjögur.
6) Snorri Jónsson 15. maí 1928 - 30. júní 2016 Var á Svertingsstöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Kennari í Hafnarfirði. Gegndi margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum. Maki hans var Guðrún Gísladóttir, f. 3.6. 1929. Þau eignuðust sex börn.
7) Stefán Jónsson 6. mars 1930 - 21. júlí 2013 Var á Svertingsstöðum, Melstaðarsókn, V-Hún. 1930. Læknir og háskólakennari í Reykjavík. Kjördóttir: Íris Alda, f. 20.12.1957. Maki hans 30.12.1960; Esther Garðarsdóttir 29. mars 1935 - 28. nóvember 2017 Ljósmóðir í Reykjavík. Þau eiga þrjú börn.
8) Eggert Ólafur Jónsson 27. nóvember 1931. Maki hans er Lilja Sigríður Frímannsdóttir, f. 12.10. 1938. Þau eignuðust þrjú börn.
9) Gunnlaugur Ragnar Jónsson 22. janúar 1933 - 2. janúar 2015 Kennari, síðast bús. í Kópavogi. Maki hans 20.9.1964; Kristrún Ásgrímsdóttir, f. 25.7. 1943. Þau eiga fjögur börn.
10) Ragnheiður Jónsdóttir f. 20.11. 1935. Maður hennar var Ingimar Erlendur Sigurðsson, f. 11.12. 1933. Þau skildu, Börn þeirra eru fjögur.
Almennt samhengi
Eiríkur á Svertingsstöðum gerði ekki víðreist um ævina. Hann lifði og starfaði nánast alla sína tíð í sinni sveit, Miðfirðinum, þar sem hann var fæddur og uppalinn. Hann naut þeirrar menntunar sem boðið var upp á í dreifbýli á hans æskudögum, farskóla og fermingarundirbúnings, en hann var elskur að bókum og fylgdist alltaf vel með. Að auki stundaði hann nám í Laugaskóla sem þá var undir stjórn Leifs Ásgeirssonar og bjó lengi að þeirri vist. Hann tók við búi á Svertingsstöðum árið 1964 ásamt Bjarna bróður sínum og fjölskyldu hans þegar foreldrar þeirra hættu búskap og fluttu til Reykjavíkur. Eiríkur var glöggur og natinn skepnuhirðir og átti arðsamt bú og bjó við sauðfé og hross. Hann var hestamaður góður og naut þess, einkum á yngri árum, að eiga gæðinga. Árið 1991 flutti hann sig um set og settist að á Laugarbakka þar sem hann keypti sér einbýlishús: var það honum heillaspor; hann var gestrisinn og góður heim að sækja frændum og vinum.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 12.3.2018
Tungumál
- íslenska