Eiríkur Ólafsson (1823-1900) frá Brúnum undir Eyjafjöllum

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Eiríkur Ólafsson (1823-1900) frá Brúnum undir Eyjafjöllum

Hliðstæð nafnaform

  • Eiríkur Ólafsson frá Brúnum

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

19.11.1823 - 14.10.1900

Saga

Eiríkur Ólafsson 19. nóvember 1823 - 14. október 1900 „Eiríkur á Brúnum“. Vinnuhjú í Hlíð, Steinasókn, Rang. 1845. Bóndi að Brúnum. Tók mormónatrú og fluttist til Utah 1881 frá Ástúni, Mosfellssveit, Kjós. Kom aftur til Íslands 1891.
„Steinar í Hlíð undir Steinahlíð“

Staðir

Hlíð undir Eyjafjöllum; Utha USA;

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Eiríkur Ólafsson (oftast nefndur Eiríkur á Brúnum) 19. nóvember 1823 – 14. október 1900 var íslenskur bóndi og mormóni. Hann er frægastur fyrir ferðasögur sínar og sagnaþætti sem út komu í einni bók um miðja 20. öld. Eiríkur var fyrirmynd Halldórs Laxness að Steinari í Hlíðum undir Steinahlíðum í skáldsögu hans Paradísarheimt.

Eiríkur bjó að Brúnum undir Eyjafjöllum í 23 ár. Á síðustu búskaparárum sínum, árið 1876, tók hann sér ferð á hendur til Kaupmannahafnar til að skoða sig um og ef til vill jafnframt til að hitta góðhest sem Valdimar prins hafði fengið hjá honum þegar hann var hér á ferð í fylgd með konunginum föður sínum tveimur árum áður. Eiríkur fluttist að Ártúnum í Mosfellssveit og tók hann þar mormónatrú. Hann fór til Utah í Bandaríkjunum árið 1881 og var þar í 8 ár. Var hann þá einu sinni sendur hingað heim til trúboðs og var þá illa tekið. Eiríkur sagði skilið við mormónatrú árið 1889 og fluttist þá heim til Íslands og lést í Reykjavík árið 1900.

Eiríkur, Þórbergur og Laxness[breyta | breyta frumkóða]

Þórbergur Þórðarson varð einna fyrstur til að minnast á sögu Eiríks á prenti í bók sinni Ofvitanum sem kom út á árunum 1940-1941. Þórbergur segir sögu hans í kaflanum Bókfell aldanna vegna þess að Eiríkur hafði einu sinni verið íbúi í Bergshúsi. Árið 1946 kom svo út rit Eiríks á einni bók á vegum Ísafoldarprentsmiðju. Vakti sú útgáfa mikla athygli. Eiríkur varð síðar fyrirmynd Halldórs Laxness að Steinari í Hlíðum undir Steinahlíðum í skáldsögu hans Paradísarheimt sem kom út 1960. https://is.wikipedia.org/wiki/Eir%C3%ADkur_%C3%A1_Br%C3%BAnum

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Ólafur Sigurðsson 29. júlí 1792 - 25. október 1854 Var í Hlíð, Steinasókn, Rang. 1801. Þeirra barn, vinnumaður, Hlíð 3, Steinasókn, Rang. 1816. Húsbóndi í Ormskoti, Holtssókn, Rang. 1835 og 1845. Bóndi í Hlíð undir Eyjafjöllum og kona hans 15.10.1823; Helga Eiríksdóttir 1791 - 10. mars 1861 Var á Murnavelli, Stóradalssókn, Rang. 1801. Húsfreyja í Ormskoti, Holtssókn, Rang., 1845. Var í Hellnaholi, Holtssókn, Rang. 1860.
Systkini Eiríks;
1) Páll Ólafsson 11. desember 1822 Bóndi í Berjanesi í Holtssókn. Var í Ormskoti, Holtssókn, Rang. 1845. Bóndi á Hellnahóli, Holtssókn, Rang. 1860. Kona hans 16.10.1857; Sigríður Jónsdóttir 3. maí 1833 - 18. nóvember 1914 Húsfreyja á Hellnahól, Holtssókn, Rang. 1860 og 1870.
2) Ólafur Ólafsson 20.12.1826 - 3. júní 1882 Vinnuhjú á Steinum, Steinasókn, Rang. 1845. Bóndi í Varmahlíð, Holtssókn, Rang. 1860 og 1870. Bóndi á Leirum, Steinasókn, Rang. 1880. Kona hans 22.5.1851; Guðrún Tómasdóttir sk. 17.1.1828 - 16. júlí 1895 Var í Ásólfsskála, Holtssókn, Rang. 1835. Vinnuhjú í Haga, Hagasókn, Rang. 1845. Vinnukona í Holti, Holtssókn, Rang. 1850. Húsfreyja í Varmahlíð, Holtssókn, Rang. 1860 og 1870. Húsfreyja á Leirum, Eyvindarhólasókn, Rang. 1890.
3) Helgi Ólafsson 15.3.1833 - 20. apríl 1889 Var í Ormskoti, Holtssókn, Rang. 1835 og 1845. Kom 1853 úr Ormskoti í Holtssókn í Steinasókn, Rang. Vinnumaður í Hlíð, Steinasókn, Rang. 1860. Bóndi í Bjarnakoti, Holtssókn, Rang. 1870. Vinnumaður á Moldnúpi, Holtssókn, Rang. 1880. Barnsmóðir hans 3.10.1858; Margrét Ólafsdóttir 15. júlí 1831 - 4. apríl 1914 Niðursetningur í Hrútafellskoti, Eyvindarhólasókn, Rang. 1835. Vinnuhjú í Hrútafellskoti, Eyvindarhólasókn, Rang. 1845. Vinnukona í Hlíð, Steinasókn, Rang. 1860. Vinnukona á Steinum, Steinasókn, Rang. 1870. Vinnukona í Hrútafellskoti, Eyvindarhólasókn, Rang. 1910. Kona Helga 18.7.1870; Þuríður Halldórsdóttir 25. febrúar 1830 - 28. febrúar 1905 Fósturbarn á Hrútafelli, Eyvindarhólasókn, Rang. 1835. Var í Lambhúshólskoti, Holtssókn, Rang. 1845. Vinnukona í V-Skaft. 1848-53. Vinnukona í Langekru, Oddasókn, Rang. 1860. Húsfreyja í Bjarnakoti, Holtssókn, Rang. 1870.
4) Jórunn Ólafsdóttir 15. ágúst 1835 - 12. júní 1916 Vinnukona á Hellnahóli, Holtssókn, Rang. 1860. Var á Hryggjum A, Skeiðflatarsókn, Skaft. 1910. Maður hennar 19.10.1867; Dagbjartur Hafliðason 31. janúar 1835 - 26. mars 1903 Var á Dyrhólum, Dyrhólasókn, V-Skaft. 1835. Bóndi í Suður-Hvammi, á Ketilsstöðum og á Rauðhálsi.
Fyrrikona Eiríks 22.5.1851; Rúnveldur Runólfsdóttir 17.5.1823 dáin í Utha USA. Var í Skagnesi, Reynissókn, V-Skaft. 1845. Húsfreyja í Brúnum, Stóradalssókn, Rang. 1860 og 1870. Var á Ártúni, Gufunesssókn, Kjós. 1880. Fór til Vesturheims 1881 frá Ártúni, Mosfellssveit, Kjós. Ýmist nefnd Rúnhildur og Rúnveldur. Seinni kona hans 2.10.1895; Guðfinna Sæmundsdóttir 2. október 1865 - um 1950 Var á Írafelli, Reynivallasókn, Kjós. 1870. Fluttist til Ameríku.
Börn Eiríks og Rúveldar;
1) Ólafur Eiríksson 13.12.1852 Málari í Ameríku.
2) Ingveldur Eiríksdóttir 17. janúar 1854 - 31. mars 1930 Var í Brúnum, Stóradalssókn, Rang. 1870. Fór til Vesturheims 1881 frá Ártúni, Mosfellssveit, Kjós., var áður vinnukona þar. M3: 1908: Ameríkumaður að nafni Emanuel Jones.
3) Skúli Eiríksson 11. október 1855 - 23. janúar 1907 Bóndi á Brúnum.
4) Sveinn Eiríksson 15.12.1856

Barn Eiríks og Guðfinnu;
5) Guðrún Runveldur Eiríksdóttir 23. nóvember 1899 - 17. nóvember 1955 Niðursetningur á Valdastöðum, Reynivallasókn, Kjós. 1901. Húsfreyja á Gunnfríðarstöðum í Langadal, A-Hún, flutti til Vesturheims 1925. Stödd í Sandgerði á Blönduósi 1920 sögð þar heita Reinhildur

Almennt samhengi

Eiríkur á Brúnum var einn af sérkennilegustu mönnum sinnar samtíðar hér á landi. Hann var fæddur 1823 og bjó á Brúnum í nærri aldarfjórðung. Skömmu eftir þjóðhátíðina fór hann í kynnisferð til Kaupmannahafnar. Um þá ferð skrifaði hann ,,Litla ferðasögu," sem er ein skemmtilegasta og einkennilegasta ferðabók, sem til er á íslenzku. Eiríkur á Brúnum tók eftir mörgu, sem aðrir veittu ekki athygli, eða þótti ekki ástæða til að segja frá. Hann kom úr fásinni íslenzkrar sveitar og undrun hans og einlægni kemur vel fram í ferðaþáttunum, í hispurslausri, skemmtilegri og skrítilegri frásögn. Ferðasagan á sinn sess í bókmenntasögunni, bæði vegna frásagnargleði og málfars Eiríks á Brúnum, og vegna þess að hún sýnir þau áhrif, sem ný menning og óþekkt erlend tækni hafði á íslenzkan bónda upp úr miðri seinustu öld. Ýms sömu einkenni koma fram í „Annari lítilli ferðasögu," sem segir frá Ameríkuför Eiríks nokkrum árum seinna. Hann gerðist þá um skeið mormóni. Eiríkur á Brúnum var einnig góður sagnamaður og skráði ágæta þætti um huldufólk, útilegumenn og samtíma atburði. „Eiríkur á Brúnum" er í senn fróðlegt menningarsögulegt heimildarrit og skemmtilestur til dægradvalar.
Rit Eiríks á Brúnum komu út á tvístringi í bókum og pésum á árunum 1878 til 1890. Flest af þeim er nú sjaldgæft eða með öllu ófáanlegt. — Hér er ritum Eiríks á Brúnum safnað í eina heild í fyrsta sinn, nærri hálfri öld eftir dauða hans. Ritunum er raðað hér í fjóra meginþætti: Lítil ferðasaga, Önnur lítil ferffasaga, Sögur og sagnir, Mormónarit. Hverjum þætti fylgja formálsorð útgefandans Vilhjálms Þ. Gíslasonar. Hann hefir einnig samið bókarauka með athugasemdum og skýringum. Þar er safnað saman ýmis konar fróðleik úr samtíma heimildum, prentuðum og óprentuðum, sem bregða birtu yfir frásagnir Eiríks á Brúnum. Samtímamyndir eru einnig í skýringunum, og myndir af Eiríki á Brúnum sjálfum og rithönd hans. Ritunum er raðað hér í bálka eftir efni og aldri og leiðréttar augljósar prentvillur í fyrstu útgáfunni, en óbreytt að öllu hið upphaflega efni og orðfæri höfundarins. Auk skýringarmyndanna er í þessari útgáfu bókarskraut, upphafsstafir eftir Jörund Pálsson og teikningar eftir Halldór Pétursson. Bókaverzlun fsafoldar http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1003798

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH03155

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 12.3.2018

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir