Eiríkur Magnússon (1339-1359)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Eiríkur Magnússon (1339-1359)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1339 - 21.6.1359

Saga

Eiríkur Magnússon 1339 - 21. júní 1359 eða Eiríkur 12. var konungur Svíþjóðar og Skáns frá 1357 til dauðadags.
Eiríkur var eldri sonur Magnúsar góða Eiríkssonar apríl 1316 - 1.12.1374, konungs Svíþjóðar og Noregs, og konu hans Blönku af Namur 1320- 1363. Árið 1343 var hann útnefndur ríkisarfi Svíþjóðar en Hákon 1340-1380 bróðir hans, sem var ári yngri, varð ríkisarfi Noregs. Hákon ólst að mestu upp í Noregi og tók formlega við konungsvöldum 1355. Kona hans 9.4.1363 var; Margrét I af Danmörku f. mars 1353 - 28.10.1412, foreldrar Ólafs II (IV) Hákonarsonar (1370-1387) konungs Danmerkur 1376 og Noregs 1380-1387.
Eiríkur fékk hins vegar engin völd og ekki einu sinni sæti í sænska ríkisráðinu. Þetta féll honum ekki vel og árið 1356 gerði hann uppreisn gegn föður sínum og varð vel ágengt, svo að Magnús neyddist til að skipta ríkinu með honum. Eiríkur fékk mestalla Suður-Svíþjóð og Finnland.

Árið 1359 sættust þeir feðgar og ákváðu að stýra Svíþjóð saman en fáeinum mánuðum síðar dó Eiríkur úr plágu. Hann hafði gifst Beatrix af Bæjaralandi 1344 - 25.12.359, dóttur Loðvíks 4. keisara hins heilaga rómverska ríkis og konu hans; 25.2.1324 Margaretha af Hollandi 1311 - 23.6.1356, árið 1356. Hún var þunguð þegar Eiríkur dó en lést á jóladag sama ár eftir að hafa alið andvana son. Þær sögur gengu að Blanka, móðir Eiríks, hefði byrlað þeim báðum eitur en nú er talið að þau hafi bæði dáið úr plágu.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH03150

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

12.3.2018

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir