Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Einar Pétursson (1926-2005) Blönduósi
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
25.10.1926 - 20.10.2005
Saga
Einar Pétursson fæddist í Ófeigsfirði í Árneshreppi á Ströndum 25. október 1926. Hann lést á heimili sínu 20. október 2005.
Einar ólst upp í Ófeigsfirði á Ströndum.
Staðir
Ófeigsfjörður: Akureyri: Reykjavík: Blönduós 1952: Kópavogir:
Réttindi
Stuttu eftir fermingu hóf hann nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og var þar í tvo vetur. Þaðan fór hann norður á Akureyri og lærði rafvirkjun við Iðnskólann á Akureyri. Meistari hans í iðninni var Hrólfur Sturlaugsson og bjó Einar hjá þeim hjónum Hrólfi og Sigríði fyrstu námsárin. Hann lauk sveinsprófi 1947 og fékk síðar meistararéttindi. Útför
Einars verður gerð frá Kópavogskirkju í dag 28. okt. 2005 og hefst athöfnin klukkan 15.
Starfssvið
Leiðin lá til Reykjavíkur þar sem hann vann við rafvirkjun þar til þau hjónin fluttu á Blönduós árið 1952. Á Blönduósi starfaði Einar við sitt fag til ársins 1958. Fjölskyldan flutti suður til Reykjavíkur og þaðan í Kópavog, þar sem Einar vann sem rafvirki en fór síðan til sjós í nokkur ár sem kokkur á Hafrúnu ÍS.
Árið 1978 stofnaði Einar ásamt Guðjóni Guðmundssyni og Sigurði Guðjónssyni Rafvirkjann s/f en síðustu tíu árin störfuðu Einar og Sigurður saman, þar til Einar lét af störfum vegna veikinda árið 2005.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson bóndi í Ófeigsfirði, f. 4. mars 1890, d. 21. september 1974, og Ingibjörg Ketilsdóttir húsfreyja í Ófeigsfirði, f. 24. september 1889 á Ísafirði, d. 3. desember 1976.
Bræður Einars eru
1) Ketill, f. 7. maí 1912, d. 8. nóvember 1975;
2) Guðmundur, f. 7. maí 1912, d. 20. október 1985;
3) Ófeigur, f. 24. júlí 1915;
4) Ingólfur, f. 15. mars 1919, d. 6. júní 1998;
5) Eyvindur, f. 15. apríl 1921, d. 7. maí 1924;
6) Eyvindur yngri, f. 6. júlí 1924, d. 8. apríl 1928;
7) Sigurgeir, f. 25. maí 1928;
8) Rögnvaldur Jón, f. 12. febrúar 1931, d. 16. ágúst 1997.
Hinn 15. júní 1952 kvæntist Einar eftirlifandi eiginkonu sinni Sigrúnu Sesselju Bárðardóttur, f. 3. mars 1928 í Vík í Mýrdal. Foreldrar hennar voru Bárður Jónsson og Þórey Sverrisdóttir, þau eru bæði látin.
Börn Einars eru sex:
1) Anna Stefanía, f. 8. nóv. 1948, móðir Sjöfn A. Ólafsson, d. 1989. Maki Önnu I Marteinn Þórður Einarsson, d. 17. nóv. 1967, sonur þeirra er Aðalsteinn Stefán, maki Maggý Hreiðarsdóttir og eiga þau samtals fjögur börn. Maki Önnu II Jónas Þór, börn þeirra eru Þórarinn Jónas Þór og Sjöfn Þór. Sjöfn á eina dóttur.
2) Örn Sigurgeir, f. 17. janúar 1950, móðir Svanfríður Sigurlaug Eyvindsdóttir. Maki Arnar er Jóna R. Stígsdóttir, sonur þeirra er Pétur Ingi, maki Hanna Dóra Hauksdóttir og eiga þau þrjú börn.
Dætur Sigrúnar og Einars eru:
3) Valgerður, f. 28. des. 1953, maki Guðni Friðriksson. Synir þeirra eru Gestur og Einar Þór. Maki Gests er Guðbjörg Svava Ragnarsdóttir og eiga þau samtals tvö börn.
4) Þórey, f. 13. júlí 1955, maki Hreiðar Þórðarson. Synir þeirra eru Einar Ingi, Þórður Steinar og Hörður Helgi. Maki Einars Inga er Sigríður María Sigurjónsdóttir.
5) Ingibjörg, f. 24. júlí 1957, maki Hafsteinn Ingólfsson. Börn þeirra eru Sigrún Birna og Egill Valur. Maki Sigrúnar Birnu er Stefán Haraldsson.
6) Helga Guðlaug, f. 1. nóvember 1962, maki Bergþór Morthens. Dætur þeirra eru Sigrún Sesselja og Valgerður Rós. Fyrir á Bergþór börnin Ásbjörgu og Fannar. Maki Ásbjargar er Tómas Lunkevicius.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the grandparent of
Einar Pétursson (1926-2005) Blönduósi
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 18.9.2017
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 10.10.2023
Íslendingabók
mbl 28.10.2005. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1046109/?item_num=9&searchid=4b45bd6a6fb2d00f5c1446cbc6f5d2219217b4c4
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
EinarPtursson1926-2005.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg