Einar Ólafsson (1896-1991)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Einar Ólafsson (1896-1991)

Hliðstæð nafnaform

  • Einar Ólafsson

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

1.5.1896 - 15.7.1991

Saga

Einar Ólafsson 1. maí 1896 - 15. júlí 1991 Bóndi í Lækjarhvammi við Suðurlandsveg, Reykjavík 1930. Bóndi í Bæ í Kjós og Lækjarhvammi í Reykjavík.

Staðir

Bær í Kjós; Lækjarhvammur Reykjavík: [Lækjarhvammur stóð þar sem Hótel Esja stendur í dag]

Réttindi

Starfssvið

Kjósin var menningarsveit og þar störfuðu hin hefðbundnu félög fólksins, s.s. búnaðarfélag, kvenfélag og síðast en ekki síst ungmennafélag. Þetta var félagsmálaskóli æskulýðsins í sveitum landsins, fyrst ungmennafélagið og seinna önnur félög. Einar sló ekki slöku við félagsmálin og var formaður Umf. Drengs 1920-1922 og var seinna kjörinn heiðursfélagi í félaginu, sem taldi sig þurfa að sýna þessum unga manni sérstaka viðurkenningu. Þátttaka í Jarðræktarfélagi Reykjavíkur var hafin á fyrstu búskaparárunum og formaður þess var hann frá 1942-78 er verkefni félagsins fóru þverrandi í þéttbýlinu. Hann var í stjórn Mjólkursamlags Kjalarnesþings frá 1935-74 og fulltrúi Búnaðarsambands Kjalarnesþings á Búnaðarþingi frá 1942 til '78. Í stjórn Mjólkursamsölunnar 1943-78, formaður Ræktunarsambands Kjalarnesþings frá 1948-63, í stjórn Búnaðarsambands Kjalararnesþings 1963-78, og í stjórn Búnaðarfélags Íslands frá 1968-79. Þá var hann fulltrúi Búnaðarsambands Kjalarnesþinga við stofnun Stéttarsambands bænda 1946 og kosinn þar í stjórn og sat þar til ársins 1969. Heildarsamtökin eða BÍ og SB kusu Einar svo í alls konar trúnaðarstöður sem hann gegndi meira og minna fram yfir 1980. Þá var hann kjörinn heiðursfélagi í Mjólkursamlagi Kjalarnesþings, Jarðræktarfélagi Reykjavíkur og Búnaðarfélagi Íslands og Vigdís forseti sæmdi hann hinni íslensku fálkaorðu fyrir félagsmálastörf.
Vinsældir Einars voru einnig á fleiri sviðum því alls staðar fékk þessi maður traust fólks af öllum stéttum og stigum. Hér má nefna að hann sat í borgarstjórn Reykjavíkur frá 1940 til '44 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gætti pólitískra hagsmuna flokksins þar sem hann var til kvaddur alla tíð.
Trúnaðarstörf þau sem hann gegndi fyrir Stéttarsamband bænda voru margvísleg og vandasöm, einkum í Framleiðsluráði, við verðlagningu búvara og skyldum hagsmunamálum bændastéttarinnar. Bændastéttin sýndi Einari mikið traust og hafði hann ávallt óskorað traust bænda um land allt og lagði sig fram um að bændastéttin gæti rétt úr sér eftir þúsund ára þrældóm í þessu landi. Hann átti marga góða bandamenn í öllum flokkum í þeirri hugsjón og hiklaust má telja að takmarkið hafi náðst enda þótt syrt hafi að um stund á síðustu tímum.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Sigríður Guðnadóttir 30. september 1868 - 24. mars 1964 Húsfreyja í Flekkudal í Kjós. og maður hennar; Ólafur Einarsson 20. júlí 1866 - 8. apríl 1935 Bóndi í Flekkudal, Saurbæjarsókn, Kjós. 1930 og maður hennar 21.9.1895; Ólafur Einarsson 20. júlí 1866 - 8. apríl 1935 Bóndi í Flekkudal, Saurbæjarsókn, Kjós. 1930.
Systkini Einars;
1) Guðrún Ingveldur Ólafsdóttir 25. maí 1898 - 30. apríl 1962 Húsfreyja á Efri-Flankastöðum, Hvalsnessókn, Gull. 1930. Húsfreyja á Flankastöðum á Miðnesi.
2) Guðný Guðrún Ólafsdóttir 17. júní 1902 - 20. mars 1994 Var í Flekkudal, Saurbæjarsókn, Kjós. 1930. Ráðskona hjá Guðna bróður sínum í Flekkudal.
3) Ólafur Ólafsson 10. mars 1904 - 13. mars 1956 Bílstjóri í Flekkudal, Saurbæjarsókn, Kjós. 1930. Bóndi á Þorláksstöðum í Kjós.
4) Guðni Ólafsson 10. september 1908 - 8. maí 1987 Var í Flekkudal, Saurbæjarsókn, Kjós. 1930. Bóndi í Flekkudal í Kjós. Ókvæntur og barnlaus.
5) Úlfhildur Ólafsdóttir 12. janúar 1910 - 13. júlí 1979 Var í Flekkudal, Saurbæjarsókn, Kjós. 1930. Húsfreyja í Kópavogi.
6) Guðmundur Ólafsson 14. júlí 1916 - 21. október 1997 Var í Flekkudal, Saurbæjarsókn, Kjós. 1930. Bílstjóri í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Kópavogi.

Kona hans 1929; Berta Ágústa Sveinsdóttir 31. ágúst 1896 - 28. mars 1968 Húsfreyja í Lækjarhvammi við Reykjavík. Var í Stapakoti, Njarðvíkursókn 1910 og 1930.
Kjördóttir þeirra;
1) Þórunn Einarsdóttir 15. maí 1931 Kjörfor.: Einar Ólafsson, f. 1.5.1896 og Berta Ágústa Sveinsdóttir, f. 31.8.1896. Maður hennar 31.8.1951; Jón Guðbrandsson 18. mars 1929 - 9. ágúst 2016 Var í Finnbogahúsi við Kringlumýrarveg, Reykjavík 1930. Fósturfor: Bjarni Sverrisson og Ingibjörg Steinunn Brynjólfsdóttir. Héraðsdýralæknir á Selfossi. Gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.

Almennt samhengi

Kjósin var og er menningarsveit og mun Einar hafa notið þess; enda þótt barnakennsla hafi ekki verið nema eitt til tvö ár í sveitinni þá náði Einar því að komast til dvalar suður á Seltjarnarnes til vinafólks og gekk í Mýrarhúsaskóla. Dvöl fjærri heimili jók á víðsýni og kjark hins unga manns og ekki síst er hann á unglingsárum tók að sækja vinnu til Reykjavíkur. Einar sá lífið í nýju ljósi, sótti nú fast á brattan og átti það takmark að verða efnalega sjálfstæður, en þó fór alltaf verulegur hluti af "hýrunni" heim í dalinn til foreldra og skylduliðs.
Einar var snemma bráðger og greindur vel þannig að vinna á ýmsum tímum í Reykjavík og samneyti hans við verkafólk og togaramenn varð hinum unga manni bæði hvatning og þroski sem kom honum að góðu haldi síðar. Eyrarvinnan var millibilsástand en hann stefndi á togara eins og ýmsir frændur hans og vinir en slík pláss lágu ekki á lausu á þessum árum. Þarna taldi Einar að bestir væru möguleikar á að þéna peninga og verða efnalega sjálfstæður maður. Hann stundaði aðallega vinnu á togurum fram til 1926 er hann hugði á búskap enda hafði hann gengið í hjónaband 1925. Þó var honum nokkur eftirsjá í því að yfirgefa félaga á sjónum enda voru á þessum árum áhafnir einvalalið. Það var veruleg menning fólgin í því að vera samvistum við togaramenn sem bæði voru hagmæltir, víðlesnir sumir og gáfumenn en áttu ekki annan kost en sjómennsku vegna fátæktar í uppvexti.

Tengdar einingar

Tengd eining

Berta Ágústa Sveinsdóttir (1896-1968) (31.8.1896 - 28.3.1968)

Identifier of related entity

HAH02612

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Berta Ágústa Sveinsdóttir (1896-1968)

er maki

Einar Ólafsson (1896-1991)

Dagsetning tengsla

1929 - ?

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH03124

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 7.3.2018

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir