Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Einar Kristjánsson (1910-1966) óperusöngvari
Hliðstæð nafnaform
- Einar Kristjánsson óperusöngvari
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
24.11.1910 - 24.4.1966
Saga
Einar Kristjánsson 24. nóv. 1910 - 24. apríl 1966. Námsmaður á Lokastíg 5, Reykjavík 1930. Óperusöngvari víða í Evrópu, síðast í Reykjavík.
Einar fluttist alfarið heim til Íslands ásamt fjölskyldu sinni haustið 1962 og tók þá við starfi kennara við áðurnefnda óperudeild Tónlistarskólans í Reykjavík sem þá var nýstofnuð. Um það leyti hætti hann að syngja og lét þá hafa eftir sér að sér þætti betra að hætta söng of snemma heldur en of seint. Einar starfaði við skólann hér heima þar til vorið 1966 sem hann veiktist skyndilega alvarlega og lést nokkrum dögum síðar.
Staðir
Reykjavík; Dresden; Hamborg:
Réttindi
Miðbæjarskólinn Reykjavík; Menntaskólinn í Reykjavík;
Starfssvið
Hann söng einsöng tíu ára gamall með Barnakór Miðbæjarskólans, þrettán ára gamall var hann farinn að vekja athygli fyrir hæfileika sína og þegar hann var við nám í Menntaskólanum í Reykjavík var hann samtímis í Söngfélagi Menntaskólans, Söngfélagi stúdenta, K.F.U.M. kórnum (sem var undanfari Karlakórs Fóstbræðra) og Þingvallakórnum, sem settur var saman fyrir Alþingishátíðina 1930. Hann hafði þá þegar verið í söngnámi hjá Páli Ísólfssyni og Sigurði Birkis.
Vorið 1933 söng hann inn á sína fyrstu plötu í Reykjavík, tvö íslensk lög. Platan kom út um haustið (endurútgefin 1955) og um svipað leyti hóf hann störf við óperuna í Dresden þar sem hann var ráðinn til reynslu til eins árs, hann hlaut síðan þriggja ára ráðningu að því loknu.
Lagaheimild
Einn fremsti tenórsöngvari sem Íslendingar hafa átt, hann var jafnvígur á óperu- sem konsertsöng og starfaði sinn söngferil mestmegnis í Þýskalandi og Danmörku. Enginn vafi liggur á að vegur hans hefði orðið mun stærri hefði heimsstyrjöldin síðari ekki komið til.
Fréttir fóru að berast heim til Íslands um söngsigra Einars í Þýskalandi og sem dæmi má nefna að hann var einn nokkurra óperusöngvara sem voru fengnir til að syngja fyrir Hitler og Göppels, það var árið 1934. Dómar þarlendra voru allir á sama veg en einnig voru gagnrýnendur hér heima hrifnir þegar hann söng á tónleikum á Íslandi. Næstu árin var Einar í Stuttgart og síðan Duisburg þegar heimsstyrjöldin hin síðari skall á af fullum þunga. Lítið fréttist af honum næstu árin heim til Íslands en megnið af styrjaldarárunum starfaði hann í Duisburg og síðan Hamborg. Einhverjar 78 snúninga hljómplötur virðast hafa komið út með honum í Þýskalandi á styrjaldarárunum en þær hafa ekki borist hingað til lands, á þeim er að finna söng hans í óperum. Þær voru eitthvað spilaðar í þýska ríkisútvarpinu en annars var Einar lokaður í landinu vegna stríðsástandsins. Það var því ekki fyrr en að stríði loknu sem eitthvað fréttist af honum og fjölskyldu hans.
Árið 1995 kom út tvöfalda safnplatan Ó leyf mér þig að leiða… sem hafði að geyma upptökur úr fórum Ríkisútvarpsins, einnig hafa áður útgefin lög með Einari komið út á safnplötum s.s. Gullöld íslenskra söngvara (1962), Einsöngsperlur (1978), Söngvasjóður (1993), Óskastundin (2002) og Í fjarlægð (2004).
Vala Einarsdóttir önnur dætra Einars nam óperusöng og lagði hann fyrir sig um tíma, söng m.a. í uppfærslum á óperum hérlendis en sonur hennar (og barnabarn Einars), Einar Örn Benediktsson (Purrkur pillnikk, Ghostigital o.fl.) er öllu þekktari tónlistarmaður og borgarfulltrúi.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Kristján Helgason 7. des. 1878 - 5. sept. 1945. Húsbóndi í Reykjavík 1910. Húsbóndi á Lokastíg 5, Reykjavík 1930. Skósmiður, verkamaður í Reykjavík og kona hans;
Valgerður Halldóra Guðmundsdóttir 12. maí 1879 - 24. júní 1944. Niðursetningur á Selskarðshjáleigu, Garðasókn, Gull. 1880. Niðursetningur í Sjávargötu, Garðasókn, Gull. 1890. Vinnukona á Lindargötu, Reykjavík. 1901. Húsfreyja á Lokastíg 5, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík.
Systkini hans;
1) Gústaf Jóhann Kristjánsson 1. okt. 1904 - 6. mars 1968. Kaupmaður í Drífanda í Reykjavík 1945. Kona hans; Ólafía Guðrún Guðmundsdóttir. 27. sept. 1906 - 7. jan. 1949. Húsfreyja í Kaupmannahöfn. Þau slitu samvistir. Seinni kona hans; Sigurlaug Aðalbjörg Sigurðardóttir 4. júlí 1910 - 20. des. 1976. Var í Reykjavík 1910. Var á Grettisgötu 46, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945.
2) Helga Kristjánsdóttir 10. júní 1907 - 23. maí 1911.
3) Helga Kristín Kristjánsdóttir 20. sept. 1912 - 4. apríl 1979. Húsmóðir, síðast bús. í Kópavogi. Var í Reykjavík 1930. Helga giftist ung, eða innan við tvítugt, Magnúsi Ingimundarsyni 23. ágúst 1909 - 20. júní 1983 húsasmíðameistara, miklum heiðursmanni, en hann var sonur Ingimundar Péturssonar, fiskverkunarmanns í Reykjavík, og Jórunnar Magnúsdóttur. Magnús Ingimundarson hafði um langt skeið mikil umsvif í iðngrein sinni og rak auk annars lengi húsgagnaverkstæði í Einholti 2 ásamt öðrum, þar sem fjöldi manns hafði vinnu, en hefur nú dregið saman seglin að mestu, enda kominn undir sjötugt. Þau Helga og Magnús Ingimundarson eignuðust fjögur börn
4) Júlíus Helgi Kristjánsson 25. júní 1914 - 16. okt. 1963. Var á Lokastíg 5, Reykjavík 1930. Verslunarmaður í Reykjavík. Kjörbarn: Sigmundur Indriði Júlíusson, f. 30.9.1934.
5) Bragi Kristjánsson 27. ágúst 1921 - 4. sept. 1992. Forstjóri hjá Pósti og Síma í Reykjavík. Var í Reykjavík 1930. Kona hans, Steinunn Pálína Snorradóttir 16. nóv. 1917 - 16. júní 1996. Var á Akureyri 1930.
6) Baldur Kristjánsson 21. okt. 1922 - 4. mars 1984. Var á Lokastíg 5, Reykjavík 1930. Píanóleikari. Síðast bús. í Reykjavík. Kona hans 17.12.1943; Elísabet Guðjónsdóttir 28. jan. 1922 - 21. jan. 2009. Vann við verslunarstörf og ræstingar, síðast á Þjóðminjasafni. Var á Akureyri 1930.
Kona hans 27.6.1936; Martha Papafoti Kristjánsson 4. des. 1911 - 23. nóv. 2006. Húsfreyja víða í Evrópu, síðast bús. í Reykjavík. Foreldrar: Dimitri Papafoti f. 23.12. 1882, d. 22.2. 1965 og kona hans Wilhelmine Daut f. 12.3. 1890, d. 2.1. 1981.
Börn þeirra;
1) Valgerður, f. 22.4. 1939 í Duisburg, m. Pétur H. Snæland, f. 17.11. 1938. F.m. Benedikt Örn Árnason leikstjóri, f. 23.12. 1931. Börn þeirra: A) Einar Örn, f. 29.10. 1962 [Purrkur Pillnik - Sykurmolarnir], m. Sigrún Guðmundsdóttir, f. 1.8. 1964. Börn: a) Hrafnkell Flóki, f. 27.6. 1992, b) Kolbeinn Hringur, f. 6.7. 1999, c) Arngrímur Broddi, f. 11.1. 2001; B) Árni, f. 24.4. 1964, m. Lilja Gissurardóttir, f. 14.4. 1966, börn þeirra: a) Vala Margrét, f. 11.8. 1987, b) Áróra, f. 20.5. 1989, og c) Benedikt Örn, f. 13.12. 1991.
2) Brynja, f. 29.5. 1941 í Duisburg, m. Óskar Sigurðsson, f. 11.10. 1935 flugstjóri. Börn þeirra eru: A) Martha, f. 13.5. 1963, m. Ragnar Kristjánsson, f. 3.5. 1961, barn þeirra: a) Þórarinn Kristján, f. 4.6. 1999. F.m. Árni Oddsson, f. 17.10. 1960. Börn þeirra: b) Óskar, f. 4.4. 1985, c) Bjarni, f. 2.12. 1987; B) Ásta, f. 14.10. 1964, f.m. Ingimar Jónsson, f. 11.5. 1957. Barn þeirra Brynja, f. 9.12. 1986. C) Einar Júlíus, f. 1.9. 1970, m. Rakel Hólm Sölvadóttir, f. 16.11. 1975. Börn þeirra: a) Brynhildur Júlía, f. 31.12. 1996, b) Anita Íris, f. 4.4. 2001.
Almennt samhengi
Einar Kristjánsson var fæddur í Reykjavík 24. nóvember 1910. Foreldrar hans voru Kristján Helgason, verkamaður. og kona hans Valgerður Guðmundsdóttir. Einar var næst-elstur af sex börnum þeirra, er upp komust.
Snemma komu i ljós ágætir námshæfileikar hjá Einari. Var hann hvattur til að ganga menntaveginn, og tók hann inntökupróf í Menntaskólann sumarið 1924. Vorið 1930, alþingishátiðarárið, útskrifaðist Einar stúdent úr stærðfræðideild, 19 ára gamall. Strax í barnaskóla kom það í ljós, að Einar Kristjánsson var gæddur óvenju fagurri, bjartri söngrödd. Söngkennarinn, Hallgrímur Þorsteinsson, lét hann syngja einsöng með barnakórnum. Þeim söng gleymi ég ekki. Miðbæjarskólinn hét þá bara „Barnaskólinn", því að hann var eini opinberi barnaskóli Reykjavíkur. Brátt könnuðust flest skólabörn bæjarins við „Einar sóló", sem þau kölluðu svo.
Þegar Einar hafði lokið stúdentsprófi, var honum mikill vandi á höndum. Átti hann að hefja háskólanám eins og aðrir bekkjarbræður hans, eða átti hann að leggja sönginn fyrir sig? Háskólanám var örugg leið, en um sönginn var eintóm óvissa, nema þá það, að engum hafði tekizt að lifa af því að syngja hér á Iandi. Og hvar væri fé að fá í slíkan munað sem söngnám? Það er að ýmsu leyti hollt að rifja upp, hve möguleikar ungs fólks voru þá miklu fábreyttari en nú er. í fáum efnum hefur íslenzkt þjóðfélag breytzt meir.
Enginn vafi er á því, hvert hugur Einars stóð. Hann fór að vísu í verzlunarháskóla þótt hann hefði engan áhuga á verzlun, en staðurinn, sem hann fór til, var Vínarborg, hin forna höfuðborg heifnsins á sviði tónlistar. Eigi leið á löngu áður en Einar var einnig farinn að læra söng þar. Það var í Dresden í Þýzkalandi, er Einar var staddur þar á leið til Vínarborgar. Þar var honum boðín ókeypis námsvist við óperuskóla Ríkisóperunnar í Dresden, og réðust þá örlög hans. Dvöl Einars í Dresden lagði grundvöllinn að æfistarfi hans sem söngvara og listamanns.
Einar var ráðinn óperusöngvari við Ríkisóperuna í Dresden sumarið 1933, þrem árum eftir að hann lauk stúdentsprófi og var þá aðeins 22 ára gamall. Urðu þá snögg umskipti á högum hans. Fjárhagsáhyggjur voru úr sögunni. En nú var hann allt í einu orðinn einn af 40 einsöngvurum óperunar, hinn yngsti þeirra, en ekki lengur einn hinn fremsti í óperuskólanum. Og það voru engir aukvisar, sem hann átti nú að starfa með. Erna Berger, Maria Oebotari, Marta Fuchs og Helene Jung og söngvararnir Kurt Böhme, Ludwig Ermold, Max Lorenz, Friedrich Plaschke og Paul Schöffler, allt víðfrægt fólk.
Við óperuna í Duisburg starfaði Einar Kristjánsson í 3 ár, frá 1938 til 1941. Meðan hann var þar, brauzt heimsstyrjöldin út. Reyndi hann þá að flytja brott frá Þýzkalandi, en það tókst eigi. En hann hefur sagt svo frá síðar, að í Duisiburg hafi á ýmsan hátt verið frjósamasti tími starfsferils síns. Árið 1941 fluttist Einar sem fyrsti lýriskur tenór til Ríkisóperunnar í Hamborg, einnar helztu stofnunar sinnar tegundar í Þýzkalandi. Þar hafði hann mikil umsvif, söng fjölda hlutverka í óperum og söng á tónleikum, ýmist einn eða með öðrum.
Undir lok styrjaldarinnar missti Einar heimili sitt, er húsið er hann bjó í, eyðlagðist í loftárás. Slapp hann og fjölskylda hans naumlega, en efnalegt tjón þeirra var mikið. Þegar stríðinu svo lauk í maí 1945, var fullkomin upplausn í landinu og hungursneyð víða. Einar var samningsbundinn óperunni i Hamborg til 31. júlí 1946, og við þann samning stóð hann. Síðan kom hann hingað heim, en fór aftur utan og söng um tíma i Svíþjóð, Damörku og Austurríki, Ítalíu og víðar. Var hann ráðinn til Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn í ársbyrjun 1949 og starfaði þar til ársins 1962.
Einar og kona hans fluttu hingað heim árið 1962. Tók Einar þá við kennarastarfi við söngdeild Tónlistarskólans í Reykjavík. Stóðu vonir til, að notfærð yrði hér hin mikla reynsla hans og þekking á sviði sönglistar. Þær vonir ná nú eigi að rætast.
Sé litið yfir hlutverkaskrá Einars Kristjánssonar, virðist með ólíkindum hve þar eru mörg tónverk og óperuhlutverk. Manni verður fyrst á að hugsa um, hvílík vinna það hefur verið að læra það allt, — að þeim meðtöldum í óperunum. Og eingvarinn hefur þá sérstöðu meðal tónlistarmanna að bera sitt hljóðfæri í sjálfum sér, viðkvæmt hljóðfaeri, sem þarf að hafa í lagi og halda í þjálfun.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Einar Kristjánsson (1910-1966) óperusöngvari
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Einar Kristjánsson (1910-1966) óperusöngvari
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 17.10.2019
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1117088/?item_num=7&searchid=813df36f80d4ce1cbfa5996e1e66438a557a6574
https://glatkistan.com/2015/01/19/einar_kristjansson_1/
https://www.ismus.is/i/person/uid-a91598b8-15d7-4032-ae69-9fdc18fa287b
Morgunblaðið, 98. tölublað (03.05.1966), Blaðsíða 12. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1374930