Eiður Árnason (1931-2009)

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Eiður Árnason (1931-2009)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

4.3.1931 - 22.3.2009

Saga

Eiður Árnason fæddist á Austara-Hóli í Fljótum í Skagafirði 4. mars 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 22. mars 2009. Foreldrar hans voru hjónin Árni Björgvin Jónsson, f. 24. maí 1901, d. 6. júní 1989 og Magnea G. Eiríksdóttir, f. 28. maí 1898, d. 7. mars 1979. Systkini Eiðs eru Guðmundur Sævar, f. 23. ágúst 1929, d. 14. júlí 1957, Guðrún, f. 12. apríl 1932, og Unnur Erla, f. 7. maí 1934, d. 23. sept. 1990.
Eiður kvæntist 24. nóvember 1957 unnustu sinni Huldu Sigurðardóttur frá Fagurhóli í Sandgerði, f. 26. nóv. 1930, d. 17. ágúst 1977. Foreldrar hennar voru Sigurður Einarsson, f. 8. nóv. 1878, d. 26. feb.1963 og Guðrún Sigríður Jónsdóttir, f. 27. sept. 1889, d. 17. okt. 1980. Eiður og Hulda eignuðust tvo syni: Davíð, f. 7. jan. 1960, d. 21. sept. 2003 og Elfar, f. 28. mars 1967, kvæntur Jóhönnu Benný Hannesdóttur, f. 10. sept. 1967. Synir þeirra eru Sævar, f. 29. mars 1991, Daði Snær, f. 16. ágúst 1992, Eiður Smári, f. 4. júní 1996 og Birkir, f. 19. nóv. 1997.

Eiður ólst upp í Skagafirði. Þar stundaði hann almenn verkamannastörf eins og á Akranesi en þangað fluttist hann með foreldrum sínum, er þau brugðu búi, árið 1953 og var þar uns hann stofnaði sitt eigið heimili með konu sinni í Reykjavík 1957. Í höfuðborginni starfaði hann sem bílstjóri og flokksstjóri hjá Sorphirðu Reykjavíkur í hartnær 50 ár. Eiður var söngmaður mikill og söng áratugum saman í Fíladelfíukórnum enda trúfastur meðlimur Hvítasunnukirkjunnar. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum á vegum safnaðarins, t.d. var hann stjórnarformaður Sparisjóðsins Pundsins og kom að Blaða- og bókaútgáfunni, sem gaf meðal annars út Aftureldingu og Barnablaðið.

Eiður dvaldi síðustu æviár sín í góðu yfirlæti á Dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd.

Útför Eiðs fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í dag, 3. apríl 2009, og hefst athöfnin kl. 13.

Staðir

Austar-Hóli Skagafirði: Akranes: Reykjavík. Skagaströnd.

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH01177

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 16.5.2017

Tungumál

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir