Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Eiðný Hilma Ólafsdóttir (1936-2017) Kambakoti, A-Hún.
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
- Didda
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
5.7.1936 - 17.11.2017
Saga
Eiðný Hilma Ólafsdóttir, Didda, fæddist að Kleif á Skaga 5. júlí 1936. Didda ólst upp á Kleif á mannmörgu heimili, fór í barnaskóla á ýmsum bæjum í sveitinni þar sem kennarinn var Gunnar Einarsson á Bergskála. Vorið 1949 flutti fjölskyldan að Kambakoti á vestanverðum Skaga, en um haustið brann bærinn. Hluti fjárhúsanna var þá útbúinn til íveru og bjó fólkið þar meðan byggt var nýtt hús. Didda fór snemma að vinna, var í vist og sem kaupakona á bæjum í Húnavatnssýslu eystri. Einnig vann hún í Reykjavík á unglingsárum svo sem í vist, frystihúsi og var vökukona á Sólheimum sjúkrahúsi, þá 14 ára. 17 ára fór hún í Kvennaskólann á Blönduósi í eitt misseri. Húsfreyja á Gauksstöðum í Skefilsstaðahreppi.
Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 17. nóvember 2017. Útför Diddu var gerð frá Sauðárkrókskirkju 2. desember 2017, klukkan 11.
Staðir
Réttindi
fór í barnaskóla á ýmsum bæjum í sveitinni þar sem kennarinn var Gunnar Einarsson á Bergskála.
Kvsk 1954-1955.
Starfssvið
Árið 1954 flyst hún í Gauksstaði er þau Jón eiginmaður hennar hefja búskap saman, í félagi við Eið bróður Jóns og Stefaníu móður þeirra bræðra. Þau eru mörg sumarbörnin sem dvalið hafa í hennar skjóli í lengri og skemmri tíma. Einnig var hún ráðskona í barnaskóla sveitarinnar á Fossi í tvo vetur.
Maður hennar 14.9.1958; Jón Skagfjörð Stefánsson 7.6.1931 - 31.10.2020. Bóndi á Gauksstöðum í Skefilsstaðahreppi. Hreppstjóri um árabil, meðhjálpari og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum.
Börn þeirra eru:
1) Stefán Pétur, f. 30. ágúst 1958, hans kona er Ólöf Svandís Árnadóttir, dætur þeirra eru: Gígja Hrund, Klara Björk , Halla Mjöll og Edda Borg.
2) Eiður, f. 5. nóvember 1961, d. 20. júní 2016, kvæntur Huldu Rúnarsdóttur, börn: Hilma og Jón Ólafur, stjúpbörn: Þórunn, Kolbrún, Rúnar, Sigurður og Friðrík.
3) Sveinfríður Ágústa, f. 8. júlí 1965, eiginmaður, Jóhannes Jóhannesson, synir: Máni Jón og Ingi Sveinn
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Sveinfríður Jónsdóttir 2. apríl 1898 - 23. júlí 1967. Var á Gauksstöðum, Hvammssókn, Skag. 1930. Var í Kambakoti, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Vindhælishreppi og maður hennar 26.8.1935; Ólafur Ólafsson 24. maí 1905 - 4. ágúst 2001. Bóndi á Kleif á Skaga, síðar í Kambakoti. Bóndi og plægingarmaður á Þverá, Hofssókn, A-Hún. 1930. Var í Kambakoti, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Skefilsstaðahreppi.
Fyrri maður Sveinfríðar 14.5.1921; Erlendur Gíslason frá Kiðabergi í Grímsnesi í Árnessýslu, f. 18. ágúst 1891, hann drukknaði 23. júlí 1923.
Systkini;
1) Guðmundur Erlendsson 27. september 1921 - 24. desember 1998. Múrari. Síðast bús. í Hafnarfirði 1994. Fyrri kona Guðmundar var Guðlaug Jóhannesdóttir, f. 31. janúar 1916, d. 3. september 1981. Var á Seyðisfirði 1930. Saumakona í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík. Seinni kona hans var Guðrún Sigurgeirsdóttir, f. 15. maí 1925, d. 27. desember 1983, Var í Hafnarfirði 1930. Síðast bús. í Hafnarfirði.
2) Guðrún Erlendsdóttir 26. október 1922 - 6. mars 2011. Var á Gauksstöðum, Hvammssókn, Skag. 1930. Var á Neðstabæ, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Húsfreyja á Blönduósi og fékkst við ýmis störf. Maður hennar; Baldur Þórarinsson 3. október 1921 - 14. september 1988. Var á Vatnsdalshólum, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Neðstabæ, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Verkamaður á Blönduósi. Síðast bús. í Blönduóshreppi.
3) Erlenda Stefana Erlendsdóttir [Erla] 15. desember 1923 - 4. október 2003. Var á Gauksstöðum, Hvammssókn, Skag. 1930. Maki 4.2.1944: Kristján Sturlaugsson Fjeldsted 4. febrúar 1922 - 16. september 2005. Síðast bús. í Reykjavík.
Alsystkini;
4) Jónmundur Friðrik Ólafsson 3. maí 1934 - 19. apríl 2017. Búfræðingur, sjómaður og bóndi í Kambakoti í Vindhælishreppi. Var í Kambakoti, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Síðast bús. á Skagaströnd. Sambýliskona; Sveinbjörg Ósk Björnsdóttir 11. mars 1919 - 12. júlí 2001. Var á Litla Felli, Höfðahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Vindhælishr.
5) Ingibjörg Olga Ólafsdóttir, f. 29. maí 1935. Grindavík, fyrrv. maki Ólafur Þorvalds Sigurðsson 1. september 1924 - 7. febrúar 2001. Sjómaður og bifreiðastjóri. Síðast bús. í Reykjavík. Var í Skálanesi, Akrasókn, Mýr. 1930.
6) Ólafur Ólafsson 3. nóvember 1939. Var í Kambakoti, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Maki Hjördís Sæunn Þorsteinsdóttir 11. júní 1939
7) Guðríður Fjóla Ólafsdóttir 19. janúar 1941. Var í Kambakoti, Vindhælishr., A-Hún. 1957. Hveragerði. Maður Fjólu; sambýlismaður Skarphéðinn Jóhannesson.
Systkini samfeðra;
Móðir Halls og Þóreyjar var Guðbjörg Hallbera Guðjónsdóttir, f. 23. september 1891, d. 3. júlí 1981. Síðast bús. í Höfðahreppi.
1) Þórey Margrét Ólafsdóttir 3. október 1931. Var í Árbakka, Vindhælishr., A-Hún. 1957.
2) Hallur Ólafsson 3. október 1931 - 5. desember 2008. Sjómaður og síðar múrari í Hafnarfirði. Síðast bús. í Hveragerði. Kona hans; Guðlaug Berglind Björnsdóttir 21. febrúar 1937
3) Fríða Ólafsdóttir 11. janúar 1933 - 11. júlí 2016. Súðavík. Maki Guðmundur Matthíasson. Móðir Fríðu var Klemensína Guðný Jónsdóttir, f. 25. október 1909, d. 25. júlí 1966.
Tvö frændsystkini, börn Guðrúnar, ólust upp með Diddu, þau;
4) Gísli Ófeigsson, f. 13. júní 1943.
5) Sveinfríður Sigrún Guðmundsdóttir f. 16. desember 1947.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er foreldri
Eiðný Hilma Ólafsdóttir (1936-2017) Kambakoti, A-Hún.
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Eiðný Hilma Ólafsdóttir (1936-2017) Kambakoti, A-Hún.
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Eiðný Hilma Ólafsdóttir (1936-2017) Kambakoti, A-Hún.
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS-HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Að venju eru upplýsingar frá Íslendingabók notaðar, ef þær stangast á við aðrar upplýsingar er þeim bætt við innan hornklofa [ ], ekki er tekin afstaða til mismunandi upplýsinga.
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ skráning 11.10.2023
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði 11.10.2023
Íslendingabók
mbl 2.12.2017. https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1663809/?item_num=1&searchid=8bcd66a5fc4fc9837b081ff4fa29f7260176d725&t=145668740&_t=1697044792.4304578
Athugasemdir um breytingar
Stafræn eining metadata
Aðgengi
Heiti skjals
Ein__Hilmalafsdttir1936-2017KambakotiA-H__n.jpg
Latitude
Longitude
Gerð miðla
Mynd
Mime-type
image/jpeg