Dritvík á Snæfellsnesi

Auðkenni

Tegund einingar

Fyrirtæki/stofnun

Leyfileg nafnaform

Dritvík á Snæfellsnesi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

874 -

Saga

Dritvík var forn verstöð á Snæfellsnesi. Talið er að útræði þaðan hafi byrjað um miðja 16. öld og haldist í þrjár aldir. Talið er að allt 600 til 700 manns hafi stundað sjósókn í Dritvík þegar mest var. Dritvík er umlukin hraunum á þrjá vegu. Mjög stutt var að róa á fengsæl fiskimið úr Dritvík og víkin var skjólgóð.

Nafnaskýringu á örnefninu Dritvík er að finna í Bárðar sögu Snæfellsáss:
Bárður Dumbsson lagði sínu skipi inn í lón það sunnan gengur í nesið og þeir kölluðu Djúpalón. Þar gekk Bárður á land og hans menn og er þeir komu í gjárskúta einn stóran þá blótuðu þeir til heilla sér. Það heitir nú Tröllakirkja. Síðan settur þeir upp skip sitt í vík einni. Þar á lóninu höfðu þeir gengið á borð að álfreka [1] og þann sama vallgang [2] rak upp í þessari vík og því heitir það Dritvík.
Dritvík er í landi Hólahóla. Landleiðin þangað var löngum torsótt og þurfti að fara yfir úfið hraun. Af Djúpalónssandi er hægt að komast í víkina meðfram sjó en annars þarf að fara yfir úfið og illfært hraun.

Helgafellsklaustur eignaðist Hólahóla árið 1364 þegar Halldóra Þorvaldsdóttir gaf klaustrinu upp í próventu sína þrjár jarðir. Dritvík kemur fyrst fyrir í rituðum heimildum árið 1530 í skjali þar sem segir að skreiðarafgjöld Helgafellsklausturs eigi að afhenda þar.

Bátar lentu annað hvort á Mölinni eða Pollinum sem myndaðist milli Bárðarskips og Dritvíkurkletts.

Á 17., 18. og framan af 19. öld var Dritvík ein stærsta verstöð á Íslandi. Í 18. aldar heimild segir að til forna hafi gengið þar 70 - 80 skip en á 18. öld voru bátar í víkinni oft 40 - 50. Á 19. öld fór að draga úr sjósókn úr Dritvík og útræði þaðan lauk árið 1861. Bátar sem réru úr Dritvík voru flestir áttæringar og minni skip en sexæringar munu ekki hafa gengið þaðan. Fátt er nú í Dritvík sem sýnir að þar hafi 500-600 vermenn hafist við á hverjum vetri. Engar búðarleifar eru þar því menn höfðust við í tjöldum sem voru þannig að tóttir voru hlaðnar og tjaldað yfir. Í vertíðarlok voru tjöldin tekin niður. Örfáar þurrabúðir voru í Dritvík en flestir dvöldu þar aðeins meðan þeir réru til fiskjar.

Staðir

Snæfellsnes

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Jón Helgason orti um Dritvík:
Nú er í Dritvík daufleg vist,
drungalegt nesið kalda;
sjást ekki lengur seglin hvít
sjóndeildarhringinn tjalda,

Tröllakirkjunnar tíðasöng
tóna þau Hlér og Alda.
Fullsterk mun þungt að færa á stall,
fáir sem honum valda.

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Það er í sögnum að skipverjar einir réri á Djúpalónssandi er svo voru sægarpar miklir að ekkert þótti sér ófært. Sýsluðu þeir um steintök að reyna með afl sitt. Liggja þeir enn á Djúpalónssandi, á leið suður til Einarslóns, lítið ofar en vegurinn.

Heita þeir Fullsterkur, Hálfsterkur og Hálfdrættingur, og mátti sá enginn róa á Djúpalónssandi skipi þessu er óstyrkvari væri en það að hann léti Fullsterk á stall; er stallur sá klettabelti mittishátt í stallinn. Enn nú eru þeir einstakir menn til er róa í Dritvík er koma Fullsterk á stall, en ei allfáir Hálfsterk, en nálega allir Hálfdrættingi.

En það er sagt frá skipverjum hinum miklu á Djúpalónssandi að þeir gripu kerlingu eina og drápu (aðrir segja þeir tæki lík hennar af börunum og nokkrir að þeir græfi hana upp nýjarðaða) og höfðu að beitu eitt vor og fiskuðu þá svo mjög að þeir hlóðu hvern dag þó nálega yrðu ei aðrir varir. Beittu þeir allir kerlingarketinu nema hálfdrættingur er með þeim réri og sagt er héti Sigurður. Var það þá nótt eina að hann dreymdi það að kerling kom að honum og kvað þetta:

Verður á morgun skip skarða,
skeður furðu tilburður;
farðu' ei á morgun forvarða,
furða ber til, Sigurður.

Aðrir segja svo frá eða bæta því við:
„Ei skaltu í dag róa; nú ætla ég rugla undir beinum mínum.“ –

Lézt Sigurður þá krankur um morguninn, en hinir réru, og drukknuðu þeir allir um daginn, en ei getið með hverjum hætti það varð.

Hellir einn er vestan Dritvíkur þar Suðurbarði og Vesturbarði heita. Er það sagt að litlu síðar væri menn á ferð allskammt frá hellinum og heyrðu þeir að nokkuð lét í honum og var að heyra sem mælgi nokkra, en sagt er að einn eða tveir menn væri frá Helgafelli á skipi þessu; einn væri og sá er vingott ætti við dóttur bónda í Hólahólum er Narfi hét (aðrir nefna Jón). Þeir námunda hellinum fóru heyrðu nú kveðið í honum með alldimmri röddu vísu þessa:

Leiðist mér að liggja hér í ljótum helli;
betra er heima á Helgafelli
að hafa þar dans og glímuskelli.

Þá kvað og annar svo þeir heyrðu glöggt og námu þegar:

Fer ég djúpt í fiskageim
fjarri hringasólum;
þó ég sé dofinn dreg ég mig heim
til dóttur Narfa í Hólum.

Hellismunninn liggur ofan á við. Var það þá sagt að sum líkin ræki í hann í brimi miklu og sagt hann héti síðan Draugahellir.

Sumir segja að þeir væru allir frá Helgafelli, ættu að sækja hey og drukknuðu á Kerlingarboða í hvítalogni. Var þeirra þá leitað. Áttu þá leitarmenn að heyra fyrri vísuna: „Leiðist mér“ o. s. frv. kveðna með dimmri röddu í hellinum á Hellisey og öll líkin ræki með stórflæði upp í hellirinn.

Síðari vísuna hafa sumir þannig fyrsta vísuorðið:

Fjaðra rofinn fer ég um geim.

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir