Auðkenni
Tegund einingar
Fyrirtæki/stofnun
Leyfileg nafnaform
Dómkirkjan í Reykjavík
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1796 -
Saga
Dómkirkjan í Reykjavík er embættiskirkja biskups Íslands og þar með höfuðkirkja hinnar Lúthersku þjóðkirkju Íslands sem og sóknarkirkja nokkurra elstu hverfa Reykjavíkur. Hún er staðsett við Austurvöll, og við hlið hennar er Alþingishúsið. Frá endurreisn Alþingis 1845 hefur sú hefð haldist að þingsetning hefst með messu í Dómkirkjunni og þaðan leiðir dómkirkjuprestur svo þingmenn til Alþingis.
Upphaflega var ákveðið að reist skyldi dómkirkja í Reykjavík árið 1785 í kjölfar suðurlandsskjálfta sem ollu mjög miklum skemmdum í Skálholti. Þá var einnig ákveðið að hún skyldi einnig vera sóknarkirkja Reykvíkinga og koma í stað Víkurkirkju, sem þá var orðin of lítil og illa farin.
Upphaflega átti að reisa hina nýju kirkju utan um þá gömlu, en árið 1787, þegar átti að fara að hefja þá vinnu kom í ljós að það var ekki hægt af ýmsum ástæðum og henni var því valinn staður örstutt frá þar sem nú er Austurvöllur. Alls kyns vandræði komu upp, og það var ekki fyrr en árið 1796 að hin nýja Dómkirkja í Reykjavík var vígð. Kirkjan dugði þó ekki vel, árið 1815 var hún ekki talin hæf til messuhalds og hún var tekin algjörlega í gegn árið 1817. Tveimur árum síðar var svo byggt við kirkjuna, bæði skrúðhús og líkhús. Svo var það 1846-1848 að aftur var kirkjan stækkuð. Hún var bæði hækkuð og byggt við hana. Lítið var gert í henni þangað til árið 1878, en þá var hún í algjörri niðurníðslu. Upp úr því var hún algjörlega tekin í gegn á ný og endurvígð á næsta ári.
Skírnarfonti Bertels Thorvaldsens var komið fyrir í kirkjunni árið 1839 og árið eftir eignaðist hún orgel. Kirkjan var endurbyggð og stækkuð á árunum 1847-1848 og sandurinn í múrverkið var fluttur hingað frá Danmörku. Teikningar að endurbyggingunni gerði L. A. Winstrup og danskir iðnaðarmenn voru fengnir til verksins. Kirkjan var að mestu viðhaldslaus næstu árin, þannig að ráðast þurfti að nýju í miklar endurbætur árið 1879 (Jakob Sveinsson, snikkari) og þá var kirkjunni komið í það horf, sem hún er í nú og tekur rúmlega 600 manns í sæti.
Þakið var upprunalega skífuklætt en núverandi koparþak var sett á kirkjuna um miðja 20. öldina. Kirkjan var friðuð 1973 og var gerð upp í áföngum árin 1977, 1985 og 1999 undir stjórn Þorsteins Gunnarssonar arkitekts.
Staðir
Reykjavík:
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH-Kir
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 13.2.2019
Tungumál
- íslenska