Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Dómhildur Jónsdóttir (1926-2012) Höskuldsstöðum
Hliðstæð nafnaform
- Dómhildur Jónsdóttir Höskuldsstöðum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
22.3.1926 - 18.10.2012
Saga
Dómhildur Jónsdóttir fæddist 22. mars 1926 á Akureyri. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 18. október síðastliðinn.
Útför Dómhildar verður frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag, 5. nóvember 2012, og hefst athöfnin kl. 14.
Staðir
Akureyri: Höskuldsstaðir: Skagaströnd: Blönduós
Réttindi
Dómhildur lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1944 og stundaði síðan nám í Húsmæðraskóla Akureyrar. Hún lauk Húsmæðrakennaraprófi frá Húsmæðrakennaraskóla Íslands 1948 og stundaði framhaldsnám, „Specialkursus i husholdning“ við háskólann í Árósum 1952-1953. Hún stundaði djáknanám við Háskóla Íslands á árunum 1995-1998.
Starfssvið
Hún var mjög virk í skátastarfi á unglingsárum sínum og fram yfir tvítugt. Dómhildur kenndi við Húsmæðraskóla Akureyrar 1948-1949 og við Kvennaskólann á Blönduósi 1950-1952. Hún var forstöðukona þess skóla 1951-1952. Hún kenndi við Húsmæðraskólann á Laugalandi 1953-1956. Hún var heimilisfræðikennari í hlutastarfi við Höfðaskóla á Skagaströnd 1976-1981 og bókavörður við bókasafn Höfðahrepps, A-Hún., 1970-1979. Dómhildur starfaði í Kvenfélagi Höskuldsstaðasóknar og Kvenfélaginu Einingu á Skagaströnd. Hún var um tíma formaður Sambands húnvetnskra kvenna og einnig formaður Sambands norðlenskra kvenna. Auk þess var hún formaður barnaverndarnefndar og átti sæti í sóknarnefnd Höfðasóknar. Í fjölda ára annaðist Dómhildur barna- og æskulýðsstarf í Höskuldsstaðaprestakalli (nú Skagastrandarprestakalli) ásamt eiginmanni sínum og aðstoðarfólki auk þess sem hún alltaf var mjög virk í öllu starfi kirkjunnar. Dómhildur var ráðin í starf safnaðarsystur í Hallgrímskirkju og stjórnaði starfi aldraðra þar 1982-1992.
Frá 1993 vann hún sjálfboðaliðastarf fyrir aldraða á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi og sinnti því í fjölda ára.
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar voru Kristín Mýrdal Karlsdóttir húsmóðir, fædd 24.4.1902, dáin 2.8.1985, og Jón Hallur Sigurbjörnsson húsgagnabólstrari á Akureyri, fæddur 17.8. 1897, dáinn 27.10. 1973.
Bróðir hennar er Karl Ómar Jónsson verkfræðingur, fæddur 5.7.1927 - 23.2.2014, kvæntur Ólöfu Stefánsdóttur f. 13.7.1928 hjúkrunarfræðingi.
Eiginmaður Dómhildar var sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, fæddur 11.1.1911, dáinn 1.6.1996, sóknarprestur í Höskuldsstaðaprestakalli og prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi. Þau gengu í hjónaband 14. júlí 1956. Foreldrar hans voru Ingjaldur Þórðarson, verkamður í Reykjavík og eiginkona hans, Guðrún Pétursdóttir frá Skildinganesi við Skerjafjörð.
Dómhildur og sr. Pétur eignuðust tvo syni en þeir eru:
1) Jón Hallur, fæddur 20.4.1959, viðskiptafræðingur á Akureyri. Eiginkona Jóns Halls er Guðríður Friðriksdóttir, verkfræðingur. Börn Jóns Halls og Guðríðar eru Guðrún Margrét háskólanemi og Auður Anna háskólanemi.
2) Pétur Ingjaldur, fæddur 31.5.1962, viðskiptafræðingur í Reykjavík.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er maki
Dómhildur Jónsdóttir (1926-2012) Höskuldsstöðum
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 16.5.2017
Tungumál
- íslenska