Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Dómhildur Jónsdóttir (1926-2012) Höskuldsstöðum
Parallel form(s) of name
- Dómhildur Jónsdóttir Höskuldsstöðum
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
22.3.1926 - 18.10.2012
History
Dómhildur Jónsdóttir fæddist 22. mars 1926 á Akureyri. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 18. október síðastliðinn.
Útför Dómhildar verður frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag, 5. nóvember 2012, og hefst athöfnin kl. 14.
Places
Akureyri: Höskuldsstaðir: Skagaströnd: Blönduós
Legal status
Dómhildur lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1944 og stundaði síðan nám í Húsmæðraskóla Akureyrar. Hún lauk Húsmæðrakennaraprófi frá Húsmæðrakennaraskóla Íslands 1948 og stundaði framhaldsnám, „Specialkursus i husholdning“ við háskólann í Árósum 1952-1953. Hún stundaði djáknanám við Háskóla Íslands á árunum 1995-1998.
Functions, occupations and activities
Hún var mjög virk í skátastarfi á unglingsárum sínum og fram yfir tvítugt. Dómhildur kenndi við Húsmæðraskóla Akureyrar 1948-1949 og við Kvennaskólann á Blönduósi 1950-1952. Hún var forstöðukona þess skóla 1951-1952. Hún kenndi við Húsmæðraskólann á Laugalandi 1953-1956. Hún var heimilisfræðikennari í hlutastarfi við Höfðaskóla á Skagaströnd 1976-1981 og bókavörður við bókasafn Höfðahrepps, A-Hún., 1970-1979. Dómhildur starfaði í Kvenfélagi Höskuldsstaðasóknar og Kvenfélaginu Einingu á Skagaströnd. Hún var um tíma formaður Sambands húnvetnskra kvenna og einnig formaður Sambands norðlenskra kvenna. Auk þess var hún formaður barnaverndarnefndar og átti sæti í sóknarnefnd Höfðasóknar. Í fjölda ára annaðist Dómhildur barna- og æskulýðsstarf í Höskuldsstaðaprestakalli (nú Skagastrandarprestakalli) ásamt eiginmanni sínum og aðstoðarfólki auk þess sem hún alltaf var mjög virk í öllu starfi kirkjunnar. Dómhildur var ráðin í starf safnaðarsystur í Hallgrímskirkju og stjórnaði starfi aldraðra þar 1982-1992.
Frá 1993 vann hún sjálfboðaliðastarf fyrir aldraða á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi og sinnti því í fjölda ára.
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
Foreldrar hennar voru Kristín Mýrdal Karlsdóttir húsmóðir, fædd 24.4.1902, dáin 2.8.1985, og Jón Hallur Sigurbjörnsson húsgagnabólstrari á Akureyri, fæddur 17.8. 1897, dáinn 27.10. 1973.
Bróðir hennar er Karl Ómar Jónsson verkfræðingur, fæddur 5.7.1927 - 23.2.2014, kvæntur Ólöfu Stefánsdóttur f. 13.7.1928 hjúkrunarfræðingi.
Eiginmaður Dómhildar var sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, fæddur 11.1.1911, dáinn 1.6.1996, sóknarprestur í Höskuldsstaðaprestakalli og prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi. Þau gengu í hjónaband 14. júlí 1956. Foreldrar hans voru Ingjaldur Þórðarson, verkamður í Reykjavík og eiginkona hans, Guðrún Pétursdóttir frá Skildinganesi við Skerjafjörð.
Dómhildur og sr. Pétur eignuðust tvo syni en þeir eru:
1) Jón Hallur, fæddur 20.4.1959, viðskiptafræðingur á Akureyri. Eiginkona Jóns Halls er Guðríður Friðriksdóttir, verkfræðingur. Börn Jóns Halls og Guðríðar eru Guðrún Margrét háskólanemi og Auður Anna háskólanemi.
2) Pétur Ingjaldur, fæddur 31.5.1962, viðskiptafræðingur í Reykjavík.
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
is the spouse of
Dómhildur Jónsdóttir (1926-2012) Höskuldsstöðum
Dates of relationship
Description of relationship
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Institution identifier
IS HAH
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Full
Dates of creation, revision and deletion
GPJ 16.5.2017
Language(s)
- Icelandic