Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Christine Ingeborg Peterson (1891) Pembina Norður Dakota:
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
8.1.1892 -
Saga
Staðir
Réttindi
Starfssvið
„Gunnlaugur Vigfússon Pjetursson er að byggja íbúðarhús 24 fet að lengd, 16 á breidd og 14 að hæð undir þak; það er 2 fetum hærra en nokkurt annað hús í þessari nýlendu. Það verður mjög vandað að efni og öllum frágangi.—Svo hafa og ýmsir fleiri aukið og bætt hýbýli sín á þessu sumri. Menn þeir, er farið hafa um nýlendur íslendinga hjer í Ameríku, segja, að þessi Minnesota nýlenda sje þeirra allra bezt hýst.“ http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2148180
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hennar; Gunnlaugur Vigfússon (George) Pjetursson f. 22.6.1860 d. 21.2.1949, Fór til Vesturheims 1876 frá Fossi, Vopnafjarðarhr., N-Múl. [Gunnlaugur (George) V. Peterson lögfræðingur, að heimili sínu í Seattle, Wash. Fæddur 22. júní 1860 að Grund í Jökuldal í Norður-Múlasýslu. Foreldrar: Vigfús Pétursson Péturssonar á Hákonarstöðum og Halldóra Jónsdóttir Einarssonar frá Snjóholti í Eiðaþinghá. Fluttist af Islandi með móður sinni til Minneota, Minn., 1876, en til Norður-Dakota 1884 og var árum saman dómskrifari og lögfræðingur í Pembina, N. Dak. Búsettur vestur við Kyrrahaf siðan 1926. (Sjá um hann Alm. Ó.S.Th. 1950 og 1921.) ]og kona hans Sigríður Jakobsdóttir 26. febrúar 1866 - 11. ágúst 1950. Fór til Vesturheims 1874 frá Stóra Búrfelli, Svínavatnshr., A-Hún. Gardar Kanada. Sigríður Peterson, ekkja Gunnlaugs Peterson (d. 1949), í Seattle, Wash. Fædd 26. febr. 1866 að Gunnsteinsstöðum í Húnavatnssýslu. Foreldrar: Jakob Espólín og Rannveig Skúladóttir. Fluttist með foreldrum sínum til Canada 1874, til Nýja-íslands árið eftir, og tíl Garðar, N. Dak., 1881. Um langt skeið búsett í Pembina, N. Dak., en síðari ár í Seattle.
Foreldrar Sigríðar voru; Jakob Hákonarson Espólín 11. febrúar 1828 - 9. september 1913 Var í Stærri-Árskógi, Vallasókn, Eyj. 1835. Bóndi á Gunnsteinsstöðum. Fór til Vesturheims 1874 frá Stóra Búrfelli, Svínavatnshr., Hún. Kom aftur til Íslands og var hjá Jóni syni sínum í Hólabæ í Langadal, A-Hún. Fór til Vesturheims 1907 frá Hólakoti, Bólstaðarhlíðarhr., Hún. og kona hans; Rannveig Skúladóttir 31. október 1830 - 1918 Var með foreldrum sínum í Axlarhaga í Flugumýrarsókn, Skag. 1845. Húsfreyja á Gunnsteinsstöðum. Fór til Vesturheims 1874 frá Stóra Búrfelli, Svínavatnshr., Hún. Sonur þeirra var Jón Magnús (1863-1943) Auðólfsstöðum faðir Guðrúnar Espolín (1890-1988) í Köldukinn.
Systkini Christine;
Halldora Peturson 2.1886
Jacob Peter Peturson 10.1884
George Daniel Peturson 1890. [Aths; gæti verið sá sem var giftur Þóru Bergsdóttur og eignuðust soninn Thomas Leslie 29.6.1902 í Winnipeg.
Almennt samhengi
Á þeim tíma var George Peterson (Gunnlaugur V. Pétursson) forseti Pemlbina-safnaðar. Fylgdi hann eindregið stefnu séra Friðriks J. Bergmanns. Vorið 1909 átti að kjósa mann á kirkjuþing, eins og venja var til. En þá var ágreiningurinn svo víðtækur og opinber, að allir bjuggust við að sögulegir atburðir myndu gerast á því þingi. Í Pemíbina söfnuði voru þá komin í ljós glögg merki þess, að tvískiftar yrðu skoðanir manna á þessu máli, þegar á fund kæmi og umræður tækjust. Var því af kappi miklu búið sig undir fulltrúakosningarnar, og ósleitilega unnið að því að safna atkvæðum á báðar hliðar, og jókst kappið og hitinn því meira, sem nær dróg kosningunum. Gekk þá fólk í söfnuðinn, sem aldrei hafði í honum verið, því þó að hefði ekki hirt um að tillheyra kirkjulegum félagsskap áður, fanst því sjálfsagt að fylla þann flokkinn nú, sem því virtist trúarskoðanir sínar eiga heima í. Stækkuðu því hvorartveggja flokkarnir að miklum mun. Svo þegar á kosningafund var komið, reyndist þar fjölslkipaðra en nokkru sinni áður hafði (verið á slíkum fundum. Urðu kosningaúrslitin þau, að George Peterson hafði örfá atkvæði framyfir gagnsækjanda sinn, Jóhann Hannesson. Eins og kunnugt er, gerðist George Peterson framsögumaður "nýstefnumanna", er svo voru nefndir, á kirkjuþinginu. Lauk því máli svo að allmargir fulltrúar gengu af þingi. Nokkru síðar sögðu þeir söfnuðir sig úr Kirkjufélaginu, sem fylgdu stefnu séra Friðriks. Þar á meðal meirihluti Pembina-safnaðar. Kusu þeir, sem í minnihluta voru, sem aðeins munaði fáum atkvæðum, svo óánægðir, að þeir sögðu skilið við hina og mynduðu sérstakan söfnuð, sem þeir einnig nefndu Pemíbina-söfnuð. Út af kirkjueign salfnaðarins varð aldrei nein veruleg deila. Hvorirtveggja notuðu kirkjuna, og stendur svo enn. Allur þessi ágreiningur og skoðanarígur, sem meiri var en þurft hefði að vera, er nú að mestu gleymdur. En þrátt fyrir það urðu afleiðingarnar þær, að dofnaði yfir öllu félagslífi íslendinga í Pernbina, enda hefir fólkinu farið sífækkandi nú á síðari árum; margir dáið og aðrir flutt á brott. Sá flokkurinn, sem altaf tiIheyrði kirkjufélaginu, héldur enn safnaðarfélagsskap sínum og fær prestþjónustu nokkrum sinnum á ári, hjá séra Kr. K. Ólafssyni; en mjög er hann fámennur orðinn. Hinn flokkurinn hefir fyrir löngu hætt öllum kirkjulegum félagsskap. Bæði var það, að hann minkaði ár frá ári, vegna burtflutnings og dauðsfalla, og einnig gat hann ekki fengið þá prestþjónustu, sem samsvaraði trúarskoðunum þeirra manna, sem honum tilheyrðu. Vildi heldur vera án hennar en hafa þann prest, sem fylgdi þeirri trúarstefnu, sem honum var ógeðfeld.
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
er systkini
Christine Ingeborg Peterson (1891) Pembina Norður Dakota:
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
is the cousin of
Christine Ingeborg Peterson (1891) Pembina Norður Dakota:
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 29.1.2018
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði