Bríet Héðinsdóttir (1935-1996) leikkona

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Bríet Héðinsdóttir (1935-1996) leikkona

Parallel form(s) of name

  • Bríet Héðinsdóttir leikkona

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

4.10.1935 - 26.10.1996

History

Bríet Héðinsdóttir 14. okt. 1935 - 26. okt. 1996. Leikari og leikstjóri, fæddist í Reykjavík 14. október 1935. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 26. október 1996.
Fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 5. nóvember.

Places

Reykjavík:

Legal status

Bríet lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954 og stundaði jafnframt nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún lagði stund á þýskar og enskar bókmenntir í Vínarborg 1955 til 1960 og hóf þar einnig nám í leiklist. Hún lauk síðan prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1962.

Functions, occupations and activities

Leikkona, leikstjóri:

Mandates/sources of authority

Bríet lék á ferli sínum meira en 80 hlutverk, langflest hjá Þjóðleikhúsinu en einnig hjá Leikfélagi Reykjavíkur og frjálsum leikhópum. Þá lék hún mikið í útvarpi og einnig nokkuð í sjónvarpi og kvikmyndum. Bríet var afkastamikill leikstjóri og vann hjá öllum atvinnuleikhúsum landsins. Þá stjórnaði hún fjölmörgum útvarpsleikritum og sýningum hjá Íslensku óperunni. Hún samdi leikgerðir eftir mörgum íslenskum skáldsögum og má nefna Jómfrú Ragnheiði, Svartfugl og Hið ljósa man eftir sögum Kambans, Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness. Hún þýddi mörg leikrit, einkum fyrir útvarp, og einnig smásögur og skáldsögur. Þá samdi hún bók um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur ömmu sína, byggða á bréfum hennar til barna sinna.

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar; Héðinn Valdimarsson 26. maí 1892 - 12. sept. 1948. Forstjóri, alþingismaður og verkalýðsformaður. Var í Reykjavík 1910. Framkvæmdastjóri í Bergstaðastræti 14, Reykjavík 1930 og 3ja kona hans 15.9.1934; Guðrún Pálína Pálsdóttir 15. nóv. 1909 - 11. ágúst 2000. Söngkennari. Kjördóttir: Laufey Sigurðardóttir f. 10.5.1955 Síðast búsett í Reykjavík.

Fyrsta kona Héðins 30.7.1921; Marie Madelaine Leonie Callens fædd 29. júní 1898, frá Brussel. Þau skildu. Maki 2, 21. ágúst 1926; Gyða Eggertsdóttir Briem 12.5.1908 - 28.4.1993 húsmóðir. Þau skildu. Foreldrar: Eggert Eiríksson Briem, sonur Eiríks Briems alþingismanns, og kona hans Katrín Pétursdóttir Thorsteinsson.

Systir Bríetar, dóttir Héðins og Gyðu:
1) Katrín Héðinsdóttir 1. apríl 1927 - 1. apríl 2004. Var í Bergstaðastræti 14, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík.

Bríet var tvígift. Hún eignaðist þrjár dætur og sex barnabörn.
Fyrri maður hennar var Sigurður Örn Steingrímsson, 14.11.1932 - 26.8.2012 prófessor við Háskóla Íslands. Þau áttu tvær dætur:
1) Sigríður Laufey Sigurðardóttir 10.5.1955, fiðluleikari. Kjörmóðir: Guðrún Pálsdóttir f.15.11.1909
2) Guðrún Theodóra Sigurðardóttir 24. des. 1959 sellóleikara. Maki 1:Brendan Casey. Maki 3: Lan Shui, f. 7.10.1957.

Seinni eiginmaður Bríetar; Þorsteinn Þorsteinsson kennari og þýðandi og þeirra dóttir er;
3) Steinunn Ólína 2.7.1969, leikkona. Maður hennar; Stefán Karl Stefánsson 10. júlí 1975 í Hafnarfirði, látinn 21. ágúst 2018 í Reykjavík. Leikari. Hann var þekktastur fyrir hlutverk sín sem Glanni glæpur í Latabæ og sem Trölli (The Grinch) í söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum víða í Bandaríkjunum og Kanada.

General context

Relationships area

Related entity

Gyða Briem (1908-1983) Reykjavík (12.5.1908 - 28.4.1983)

Identifier of related entity

HAH05130

Category of relationship

family

Dates of relationship

1935

Description of relationship

Katrín dóttir Gyðu var systir Bríetar samfeðra

Related entity

Laufey Valdimarsdóttir (1890-1945) Reykjavík (1.3.1890 - 9.12.1945)

Identifier of related entity

HAH09094

Category of relationship

family

Type of relationship

Laufey Valdimarsdóttir (1890-1945) Reykjavík

is the cousin of

Bríet Héðinsdóttir (1935-1996) leikkona

Dates of relationship

1935

Description of relationship

bróðurdóttir

Related entity

Svavar Pálsson (1898-1921) Hrísey (6.4.1898 - 6.6.1921)

Identifier of related entity

HAH09041

Category of relationship

family

Type of relationship

Svavar Pálsson (1898-1921) Hrísey

is the cousin of

Bríet Héðinsdóttir (1935-1996) leikkona

Dates of relationship

1935

Description of relationship

móðir Bríetar var Guðrún Pálína systir Svavars

Related entity

Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940) alþingismaður (27.9.1856 - 16.3.1940)

Identifier of related entity

HAH02934

Category of relationship

family

Type of relationship

Bríet Bjarnhéðinsdóttir (1856-1940) alþingismaður

is the grandparent of

Bríet Héðinsdóttir (1935-1996) leikkona

Dates of relationship

14.10.1935

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH05068

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 6.9.2019

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði.

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places