Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Böðvar Jónsson (1925-2009) Gautlöndum
Hliðstæð nafnaform
- Böðvar Jónsson Gautlöndum
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
1.7.1925 - 14.11.2009
Saga
Böðvar Jónsson fæddist 1. júlí 1925 á Gautlöndum í Mývatnssveit. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík þann 14. nóvember 2009.
Böðvar Jónsson 1. júlí 1925 - 14. nóv. 2009. Var á Gautlöndum, Skútustaðasókn, S-Þing. 1930. Bóndi á Gautlöndum í Skútustaðahreppi. Leiðtogi í félags- og menningarlífi Mývatnssveitar og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir landgræðslustörf.
Útför fór fram frá Skútustaðakirkju, Mývatnssveit, sunnudaginn 22. nóvember kl. 14.
Staðir
Gautlönd:
Réttindi
Böðvar stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1941-42. Gagnfræðingur varð hann frá MA 1946.
Starfssvið
Á Gautlöndum í Mývatnssveit var hann bóndi í yfir 50 ár frá 1947. Framan af starfaði hann víða, m.a. við bústörf í Noregi 1952-1953. Hann fór á vertíð og starfaði um tíma á Skattstofunni í Reykjavík.
Böðvar var leiðtogi í félags- og menningarlífi Mývatnssveitar. Til margra ára var hann í sveitarstjórn Skútustaðahrepps. Hann var leikari ágætur og lék mörg hlutverk í uppfærslum Mývetninga, söng í Kirkjukór Skútustaðakirkju og Karlakór Mývetninga og var dyggur meðlimur Ungmennafélagsins Mývetnings.
Í um 60 ár var hann umboðsmaður Samvinnutrygginga, síðar Vátryggingafélag Íslands. Böðvar var samvinnumaður og sat nokkur tímabil í stjórn Kaupfélags Þingeyinga. Félagi var hann í Kiwanisklúbbnum Herðubreið. Umhverfis- og landgræðslumál voru Böðvari hugfólgin.
Lagaheimild
Landgræðsla ríkisins sæmdi hann landgræðsluverðlaunum 1994 og sama ár hlaut hann riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir landgræðslustörf.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Jón Gauti Pétursson 17. des. 1889 - 27. sept. 1972. Bóndi á Gautlöndum í Mývatnssveit, sat í hreppsnefnd og var oddviti í 47 ár. Sat lengi í sýslunefnd og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrri sveit og hérað og kona hans; Anna Jakobsdóttir 11. des. 1891 - 10. feb. 1934. Húsfreyja á Gautlöndum í Mývatnssveit frá um 1917.
Systkini Böðvars;
1) Ásgerður, f. 29. maí 1919,
2) Sigríður, f. 26. júlí 1922, d. 10. mars 1993,
3) Ragnhildur, f. 24. ágúst 1926.
Kona Böðvars 6.11.1954; Hildur Guðný Ásvaldsdóttir 23. júlí 1929 - 1. jan. 2000. Húsfreyja á Gautlöndum í Mývatnssveit. Var á Breiðumýri, Einarsstaðasókn, S-Þing. 1930. Foreldrar hennar voru Ásvaldur Þorbergsson, bóndi á Ökrum í Reykjadal, f. 11. október 1898, d. 18. ágúst 1949 og Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 15. apríl 1903, d. 5. apríl 1992.
Synir þeirra;
1) Ásgeir Böðvarsson f. 11. júlí 1954, læknir. Kona hans er Ólöf Ásta Ólafsdóttir, f. 19. des. 1955, ljósmóðir. Börn þeirra eru: a) Hildur Guðný, f. 17. jan. 1980, b) Ólafur Torfi, f. 16. feb. 1981, c) Ásgerður Ólöf, f. 6. ágúst 1994.
2) Jóhann, f. 2.okt. 1957, bóndi. Kona hans er Ingigerður Arnljótsdóttir, f. 27. feb. 1959, bankastarfsmaður. Börn þeirra eru: a) Jóhanna Björg, f. 13. sept. 1985, b) Arnljót Anna, f. 3. mars 1991, c) Friðjón, f. 1. júní 1992.
3). Jón Gauti Böðvarsson f. 5.des. 1958, húsasmíðameistari. Kona hans er Þórdís Jónsdóttir, f. 22. maí 1962, skólaliði. Börn þeirra eru: a) Böðvar, f. 10. jan. 1988 b) Sigríður, f. 11. mars 1993, c) Eyrún Anna f. 31. júlí 2003.
4) Sigurður Guðni Böðvarsson f. 27.okt, bóndi. Kona hans er Margrét Hólm Valsdóttir, f. 10. júní 1967, rekstrarhagfræðingur. Börn þeirra eru: a) Ragnhildur Hólm, f. 13. feb. 1988, b) Valur Hólm, f. 27. jan. 1996.
5) Björn Böðvarsson f. 10. feb. 1974 á Akureyri, vélsmiður, í sambúð með Áshildi Sísý Malmquist, f. 6. apríl 1974, iðjuþjálfa. Fósturdóttir Björns er Anna Soffía Arnardóttir Malmquist, f. 10. apríl 1998.
Góð vinkona Böðvars síðustu árin er Gyða Jónsdóttir, f. 4. ágúst 1924, fyrrverandi vefnaðarkennari í Reykjavík.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 5.10.2019
Tungumál
- íslenska