Björney Hallgrímsdóttir (1904-1995)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Björney Hallgrímsdóttir (1904-1995)

Parallel form(s) of name

  • Björney Jakobína Hallgrímsdóttir (1904-1995)

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

26.4.1904 - 22.4.1995

History

Björney Jakobína Hallgrímsdóttir fæddist 26.4.1904 að Baldursheimi í Mývatnssveit. Hún lést á Landspítalanum laugardaginn 22. apríl 1995.
Útför Björneyjar fer fram frá Fossvogskapellu í dag 4.5.1995 og hefst athöfnin klukkan 13.30.

Places

Baldursheimur í Mývatnssveit. Urriðaá á Mýrum. Reykjavík. Hafnarfirði.

Legal status

Björney nam við Kvennaskólann á Blönduósi 1920­-1921 og 1922­-1923, en tók síðan kennarapróf frá Kennaraskólanum í Reykjavík 1925.

Functions, occupations and activities

Hún stundaði heimiliskennslu á Urriðaá á Mýrum 1925­-1926, kenndi í Nauteyrarhreppi N-Ísafjarðarsýslu 1926­-1927 og var við smábarnakennslu í Reykjavík 1929­-1930, og starfaði jafnframt við verslunarstörf í Reykjavík 1927­-1929.

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hennar voru Hallgrímur Jónsson sjómaður í Holti í Mjóafirði, f. 7.10.1875, d. 6.6.1910 og Sigríður Björnsdóttir, f. 11.11. 1881, d. í Hafnarfirði 5.7.1959. Björney giftist 15.5.1930 eftirlifandi manni sínum Jóni Jónssyni f. 25.9.1908 - 13.8.2002 sem lengi var kenndur við útgerðarfyrirtækið Akurgerði í Hafnarfirði, síðar framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins í Innri-Njarðvík.
Faðir Jóns var Jón bóndi á Ekru á Rangárvöllum, síðar kaupmaður í Versluninni Rangá á Hverfisgötu í Reykjavík, síðan flutt í Skipasund 57 þar sem verslunin er enn. Björney og Jón bjuggu lengst af á Öldugötu 12 í Hafnarfirði eða fram til 1991 er þau keyptu sér íbúð í Sunnuhlíð í Kópavogi.
Þau eignuðust þrjú börn:
1) Þórhallur Þrastar, verkfræðingur, fæddur 7.2.1931. Hann á sex börn og fimmtán barnabörn. Kona hans er Elín Guðjónsdóttir og búa þau í Kópavogi. Þórhallur var bæjarverkfræðingur í Vestmannaeyjum 1960­-1964.
2) Steinunn, fædd 6.11.1933, á þrjú börn og tvö barnabörn. Maður hennar er Þorvaldur S. Þorvaldsson. Þau búa í Reykjavík.
3) Hallbera Kolbrún, fædd 14.5.1944. Hún á eina dóttur og þrjú barnabörn. Hennar maður er Pétur Axelsson og búa þau á Álftanesi.

General context

Relationships area

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH01149

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 13.5.2017

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places