Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Björn William
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
(1890)
Saga
ATH Ingibjörg Sesselja er ekki nefnd í Íslendingabók. Mt 1870 fyrir Kringlu
Staðir
Nýja Brúnsvík; (enska: New Brunswick, franska: Nouveau-Brunswick)
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Minningaljóð um móður hans;
Þá fórst þú yfir hafið af fósturjarðar strönd
og forlögin þig báru í ókunn vesturlönd,
þá saknaði þín móðir: hin gamla Garðars-ey.
því grátlegt var, að sjá af svo elskulegri mey.
Í landinu því nýja þín biðu brúðir tvær,
á brautarstöðvum lífsins á verði standa þær.
Og önnur nefndist Gæfa, en önnur Mæða hét
Með annari hló Gleðin, með hinni Sorgin grét.
Og Gæfa brátt kom til þín og gaf þér kæran mann,
og gaf þér fögur börn, sem þú elskaðir sem hann.
En Mæða tók þau aftur úr móðurörmum þrjú,
og meinsemd lét í staðin, er bera skyldir þú.
Þau fóru yfir hafið þín fögru börnin ung,
þá flúði burtu Gleðin, en Sorg var eftir þung.
Þó eftir skildi Gæfa þér móður mann og son,
svo mýkja skyldu tárin þín trú og ást og von.
En fleira var þó eftir, sem ávöxt góðan bar:
þú áttir það sem fegurst hjá tveimur þjóðum var;
það gestrisnin var íslenzka, gáfnasnild og trygð,
og göfug þrá til framfara´ úr vesturlanda bygð.
Ei fengu þessir kostir þó fullnægju þér veitt,
því fast að þrengdi meinsemd, og orðin varstu þreytt.
Þig fýsti yfir hafið, að finna beta land,
hið fyrir heitna landið, þars ei er mein né grand.
Svo fórst þú yfir hafið, en þungt var reyndar þér
við þína vini' að skilja, sem eftir stóðu hér.
En Guðs orð að þér hvíslaði', að Gæfa reyndist trú,
og gæfi þér þá aftur, er hér við skildir þú.
Þá fórst þú yfir hafið í síblíð sólarlönd,
þá saknaði þín móðir á lifsins yztu strönd.
En það verður ei lengi, hún bráðum fær þinn fund,
hún fer með næsta skipi, og stutt er yfir stund.
Þá fórst þú yfir hafið, þig syrgði sveinninn þinn,
en sárast þó af öllum þinn besti vinurinn,
En einhverntíma harmi mun brá af báðum þeim,
því báðir koma til þín með seinni skipum heim.
Nú líður þér svo vel fyrir handan dauðans haf,
þar hittir þú þá alla, sem skaparinn þér gaf.
Í fyrirheitna landiuu finst ei þraut né sorg,
og fögnuður ei þrýtur í lífsins helgu borg.
V. B.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans Björn (Jóhannsson-Jónsson-Jóhannesson) og Ingibjörg Sesselja Björnsdóttir f. 29.7.1865 - 9.7.1900 Kringlu, fluttu vestur um haf og bjuggu í Nýju Brúnsvík Kanada (enska: New Brunswick, franska: Nouveau-Brunswick) Þau hjón misstu 3 börn.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Tengd eining
Identifier of related entity
Flokkur tengsla
Type of relationship
Dagsetning tengsla
Lýsing á tengslum
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 15.1.2018
Tungumál
- íslenska
Leturgerð(ir)
Heimildir
®GPJ ættfræði