Björn Magnússon (1923-1991)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Björn Magnússon (1923-1991)

Hliðstæð nafnaform

  • Björn Magnússon kennari Eiðum

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

23.8.1923 - 24.3.1991

Saga

Björn Magnússon 23. ágúst 1923 - 24. mars 1991 Var á Hauksstöðum, Hofteigssókn, N-Múl. 1930. Kennari á Eiðum, síðar fulltrúi í Reykjavík.
Björn ólst upp með föður sínum á Rangá, gekk þar ungur með áhuga að búverkum og æfði íþróttir með góðum árangri.

Staðir

Hrafnabjörg í Jökulsárhlíð N-Múl.; Hauksstaðir á Jökuldal; Eiðar á Héraði:

Réttindi

Tvo vetur var hann í Eiðaskóla, lauk námi þar 1943. Síðan gekk han í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og lauk þar prófi 1944 og kenndi þá íþróttir um skammt árabil, m.a. á vegum Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands. Næsta og síðasta námsáfanga lauk með almennu kennaraprófi 1948. Þá kenndi hann á Ísafirði, í Reykjavík og víðar til 1950, kom þá austur með konu sína, Guðrúnu Norðdahl íþróttakennara frá Reykjavík og dóttur í vöggu og tók við kennslustörfum á Eiðum. Þar kenndi hann við Alþýðuskólann íþróttir og bóklegar greinar, aðallega íslensku, til 1963, en var eftir það skólastjóri við barnaskólann á Eiðum til 1969. Þá lá leiðin suður og hann gerðist starfsmaður á fræðslumálaskrifstofunni skamman tíma, en eftir það fulltrúi í menntamálaráðuneytinu til síðastliðinna áramóta og starfaði jafnan að íþrótta- og félagsmálum. Þá var starfsaldur fullnaður, en hann tók við hálfu starfi eða þar um bil á sama stað til dánardægurs.
Björn var í hreppsnefnd Eiðahrepps 1958-1969, um tíma í stjórn UÍA og sá þá um umbætur á íþróttavellinum á Eiðum og landsmót ungmennafélaganna þar 1968. Hann gekk af heilum huga að hverju starfi og leysti af hendi með einstakri alúð, enda glöggskyggn, vinnugefinn og samviskusamur langt umfram meðallag.
Björn hafði söngrödd góða, unni söng og hljóðfæraleik og var í kórum bæði eystra og syðra. Einnig hafði hann áhuga á skíðagöngum og ferðalögum um fjöll og fleiri slóðir.

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Magnús Björnsson 18. september 1883 - 8. apríl 1955 Bóndi á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlíð og á Rangá í Hróarstunguhr., N-Múl. Var í Heiðarseli, Kirkjubæjarsókn, N-Múl. 1930 og Kona hans Svanfríður Björnsdóttir 27. maí 1895 - 1. desember 1965 Húsfreyja á Hrafnabjörgum í Hlíð, síðar bústýra á Hauksstöðum á Jökuldal.

Kona Björns var; Kristín Guðrún Haraldsdóttir Norðdahl 8. ágúst 1926 - 1. maí 2017 Var í Bergstaðastræti 66, Reykjavík 1930. Nemi í Reykjavík 1945. Íþróttakennari. Húsfreyja á Eiðum og í Reykjavík. Síðast bús. í Reykjavík.
Börn þeirra;
1) Valgerður Guðbjörg Björnsdóttir 13. janúar 1950 kennari
2) Magnús Björnsson 20. mars 1951 rafmagnsiðnfræðingur, sýslar við lækningavélar á Landspítalanum.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02874

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 10.1.2018

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir