Björn Leví Jónsson (1904-1979) Veðurfræðingur frá Torfalæk

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Björn Leví Jónsson (1904-1979) Veðurfræðingur frá Torfalæk

Parallel form(s) of name

  • Björn Leví (1904-1979)
  • Björn Jónsson (1904-1979)
  • Björn Leví Jónsson Veðurfræðingur

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

4.2.1904 - 15.9.1979

History

Björn Leví Jónsson 4. febrúar 1904 - 15. september 1979. Veðurfræðingur á Ásvallagötu 29, Reykjavík 1930. Veðurfræðingur, síðar læknir í Reykjavík. Tvíburarnir Björn Leví og Jóhann Frímann fæddust sinn hvoru megin við miðnætti.
Á námsárunum í París vandist Björn á grænmetisfæði því það var tiltölulega ódýrt fyrir peningalítinn námsmann. Það varð kveikjan að áhuga hans á náttúrufæði og náttúrulækningum, og varð hann einn af forgöngumönnum Náttúrulækningafélags Íslands um árabil. Jafnframt tók hann að þýða ýmis rit um náttúrulegt mataræði og heilsufar almennings. Einnig flutti hann mörg erindi í útvarp á þessum tíma um sama efni. Vegna þessa áhuga á læknavísindum innritaðist hann í læknadeildina í Háskólanum og lauk þaðan prófi í febrúar 1958, 54 ára gamall. Eftir kandidatsárið var hann aðstoðarlæknir borgarlæknis um árabil en gerðist yfirlæknir á Heilsuhæli Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði 1965 og gegndi því starfi til æviloka, en hann lést 15. september 1979. Björn átti mikinn þátt í að móta starf Heilsuhælisins í Hveragerði og efla það. Um árabil var hann ritstjóri Heilsuverndar og gaf sjálfur út bækur um heilsufæði og heilsuvernd.

Björn hélt ávallt tengslum við Frakkland og var aðdáandi franskrar menningar, unni tónlist, spilaði sjálfur dável á píanó og var mikill áhugamaður um íslenskt mál. Um árabil var hann í stjórn Alliance Francaise og prófdómari í frönsku við Menntaskólann í Reykjavík.

Places

Torfalækur; Reykjavík;

Legal status

Björn Leví varð stúdent árið 1925, stundaði síðan nám í náttúruvísindum við Parísarháskóla og lauk þaðan prófi árið 1930. Þegar heim kom hóf hann störf við Veðurstofuna þar sem hann vann í þrjá áratugi.

Functions, occupations and activities

Veðurfræðingur:

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

Foreldrar hans; Ingibjörg Björnsdóttir 28. maí 1875 - 10. september 1940 Húsfreyja á Torfalæk og maður hennar 12.4.1901; Jón Guðmundsson 22. janúar 1878 - 7. september 1967 Bóndi á Torfalæk, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Torfalæk á Ásum, A-Hún. Síðast bús. í Reykjavík.
Systkini Björns;
1) Guðmundur Jónsson 2. mars 1902 - 28. nóvember 2002 Kennari á Hvanneyri, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri. Kjördóttir: Sólveig Gyða f. 17.7.1946. Kona hans 21.5.1926; María Ragnhildur Ólafsdóttir 16. febrúar 1896 - 12. september 1980 Húsfreyja á Hvanneyri, Hvanneyrarsókn, Borg. 1930. Síðast bús. í Reykjavík.
2) Jóhann Frímann Jónsson 5. febrúar 1904 - 21. mars 1980 Bóndi á Torfalæk, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Bóndi á Torfalæk 1940, síðar umsjónarmaður í Reykjavík. Tvíburarnir Björn Leví og Jóhann Frímann fæddust sinn hvoru megin við miðnætti.
3) Jónas Bergmann Jónsson 8. apríl 1908 - 1. apríl 2005 Kennari og fræðslustjóri í Reykjavík. Hann var formaður Barnaverndarráðs og framkvæmdastjóri Íþróttaráðs Reykjavíkur frá stofnun þess auk þess að vera í forystu skátahreyfingarinnar á Íslandi í áratugi og þar af Skátahöfðingi Íslands frá 1958 til 1971. Kennari í Sauðanesi, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Kona hans; Guðrún Ögmundsdóttir Stephensen 30. október 1914 - 11. janúar 2011 Var í Hólabrekku, Reykjavík 1930. Lærði uppeldisfræði í Svíþjóð, starfaði við uppeldisstofnanir í New York, skrifstofustarfsmaður og síðar húsfreyja í Reykjavík. Sonur þeirra Ögmundur Jónasson fyrrum ráðherra.
4) Ingimundur Jónsson 18. júní 1912 - 20. maí 1969 Var á Torfalæk, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Torfalæk í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Torfalækjarhreppi. Ókvæntur.
5) Drengur Jónsson 18. júní 1912 - 18. júní 1912 Andvana fæddur.
5) Torfi Jónsson 28. júlí 1915 - 17. júlí 2009 Bóndi á Torfalæk, A-Hún. Var á Torfalæk, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Var á Torfalæk í Torfalækjahr., A-Hún. 1957. Kona hans; Ástríður Jóhannesdóttir 23. maí 1921 - 13. mars 1988 Var á Gauksstöðum, Útskálasókn, Gull. 1930. Húsfreyja á Torfalæk í Torfalækjahr., A-Hún. Var þar 1957. Síðustu árin átti Torfi sambúðarkonu, Sigurlaug Arndal Stefánsdóttir 26. febrúar 1922 - 19. apríl 2017 Var á Siglunesi, Siglufirði 1930, og bjuggu þau í íbúðum aldraðra á Flúðabakka á Blönduósi
Uppeldissystur;
1) Björg Gísladóttir 5. nóvember 1907 - 9. júlí 1939 Vetrarstúlka í Skagastrandarkaupstað 1930. Heimili: Torfalækur. Húsfreyja í Reykjavík.
2) Ingibjörg Kristín Pétursdóttir 1. september 1921 - 29. desember 2013 Var á Torfalæk, Þingeyrasókn, A-Hún. 1930. Fósturfor: Jón Guðmundsson og Ingibjörg Björnsdóttir. Var í Pétursborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957. Húsfreyja og sjúkrahússtarfsmaður á Blönduósi. Maður hennar 8.4.1944; Jósafat Sigvaldason 21. október 1912 - 6. apríl 1982 Var í Hrafnabjörgum, Auðkúlusókn, A-Hún. 1930. Lausamaður á Kringlu, síðar kennari og skrifstofumaður á Blönduósi. Var í Pétursborg, Blönduóshr., A-Hún. 1957.
3) Sigrún Einarsdóttir 1. apríl 1929 húsfreyja í Reykjavík
Kona Björns var; Halldóra Valdína Guðmundsdóttir 5. október 1906 - 14. október 1985 Verslunarmær á Hólatorgi 4, Reykjavík 1930. Húsfreyja í Reykjavík 1945. Síðast bús. í Reykjavík.
Börn þeirra;
1) Ingibjörg Reykjavík
2) Guðmundur Njarðvík

General context

Relationships area

Related entity

Metta Sigurðardóttir (1907-1984) Reykjavík (7.11.1907 - 7.10.1984)

Identifier of related entity

HAH03265

Category of relationship

family

Dates of relationship

5.2.1964

Description of relationship

Anna (1913-1999) systir Mettu var gift Jóhanni Frímanni (1904-1980) tvíburabróður Björns

Related entity

Ingibjörg Björnsdóttir (1875-1940) Torfalæk (28.5.1875 - 10.9.1940)

Identifier of related entity

HAH06697

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingibjörg Björnsdóttir (1875-1940) Torfalæk

is the parent of

Björn Leví Jónsson (1904-1979) Veðurfræðingur frá Torfalæk

Dates of relationship

4.2.1904

Description of relationship

Related entity

Jón Guðmundsson (1878-1967) Torfalæk (22.1.1878 - 7.9.1967)

Identifier of related entity

HAH04909

Category of relationship

family

Type of relationship

Jón Guðmundsson (1878-1967) Torfalæk

is the parent of

Björn Leví Jónsson (1904-1979) Veðurfræðingur frá Torfalæk

Dates of relationship

4.2.1904

Description of relationship

Related entity

Torfi Jónsson (1915-2009) Torfalæk (28.7.1915 - 17.7.2009)

Identifier of related entity

HAH02086

Category of relationship

family

Type of relationship

Torfi Jónsson (1915-2009) Torfalæk

is the sibling of

Björn Leví Jónsson (1904-1979) Veðurfræðingur frá Torfalæk

Dates of relationship

28.7.1915

Description of relationship

Related entity

Jónas Bergmann Jónsson (1908-2005) fræðslustjóri, frá Torfalæk (8.4.1908 - 1.4.2005)

Identifier of related entity

HAH01605

Category of relationship

family

Type of relationship

Jónas Bergmann Jónsson (1908-2005) fræðslustjóri, frá Torfalæk

is the sibling of

Björn Leví Jónsson (1904-1979) Veðurfræðingur frá Torfalæk

Dates of relationship

8.4.1908

Description of relationship

Related entity

Guðmundur Jónsson (1902-2002) skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri (2.3.1902 - 28.11.2002)

Identifier of related entity

HAH01286

Category of relationship

family

Type of relationship

Guðmundur Jónsson (1902-2002) skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri

is the sibling of

Björn Leví Jónsson (1904-1979) Veðurfræðingur frá Torfalæk

Dates of relationship

4.2.1904

Description of relationship

Related entity

Ingibjörg Pétursdóttir (1921-2013) Pétursborg (1.9.1921 - 29.12.2013)

Identifier of related entity

HAH01495

Category of relationship

family

Type of relationship

Ingibjörg Pétursdóttir (1921-2013) Pétursborg

is the sibling of

Björn Leví Jónsson (1904-1979) Veðurfræðingur frá Torfalæk

Dates of relationship

Description of relationship

Ingibjörg var uppeldissystir þeirra

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

HAH02865

Institution identifier

IS HAH

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Full

Dates of creation, revision and deletion

GPJ 10.1.2018

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

®GPJ ættfræði
Íslendingabók

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places