Björn Karlsson (1917-1991)

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Björn Karlsson (1917-1991)

Hliðstæð nafnaform

  • Björn Guðmann Karlsson (1917-1991)

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

  1. mars 1917 - 30. ágúst 1991

Saga

Var í Kirkjuskarði, Holtastaðasókn, A-Hún. 1930. Var á Björnólfsstöðum, Engihlíðarhr., A-Hún. 1957. Síðast bús. í Blönduóshreppi. F.25.3.1917 skv. kb.

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Björn Guðmann Karlsson, var fæddur að Gunnfríðarstöðum í Svínavatnshreppi. Foreldrar hans voru Karl Jónsson, Hróbjartssonar á Gunnfríðarstöðum og kona hans Guðrún Sigurðardóttir. Björn ólst upp í foreldrahúsum í stórum systkinahópi en systkinin voru tíu og eru fimm þeirra á lífí og þrjú búsett á Blönduósi. Árið 1921 fluttist hann með foreldrum sínum að Mosfelli í Svínadal en árið 1926 tóku þau sig upp og fluttu að Kirkjuskarði á Laxárdal og bjuggu þar um fimm ára skeið. Síðan fluttu þau sig um set að Refsstöðum í sömu sveit og bjuggu þar í þrjú ár. Upp úr því eða árið 1934 fluttu foreldrar hans að Holtastaðakoti í Langadal. Á uppvaxtarárum hans var víða mikill skortur á landi voru og áttu barnmargar fjölskyldur oft við mikla erfiðleika að stríða. Varð því hlutskipti þeirra, er bjuggu við hin rýru kjör, að sjá sér farborða, þegar aldur og kraftar leyfðu. Svo mun hafa verið með Björn. Fimmtán ára gamall hleypti hann heimdraganum, eins og oft er komist að orði. Réðist hann á næstu árum vetrarmaður að Hvammi í Langadal og síðar að Fremstagili í sömu sveit. Á þessum árum vann hann víða við landbúnað, að undanskildum þrem til fjórum árum er hann fór suður á land og var þá landmaður á útróðrarbátum frá Sandgerði og síðar háseti á togurunum Pétri Halldórssyni frá Reykjavík og Röðli frá Hafnarfirði. Árið 1959 gerðist Björn starfsmaður Vegagerðar ríkisins á Blönduósi. Starfaði hann þar um 28 ára skeið, þar af vegaverkstjóri frá árinu 1971. Sama ár hóf hann búskap í Eyjakoti með Helgu Daníelsdóttur frá Syðri-Ey, en þar áttu þau heimili sitt allt til ársins 1982. Fluttu þau þá til Blönduóss og bjuggu í Helgafelli, er var heimili hans tíl dauðadags. Þau Helga voru góð heim að sækja. Heimili þeirra áður fyrr í Eyjakoti og síðar í Helgafelli einkenndist af gamalgróinni gestrisni. Þar sat gleðin jafnan við völd. Björn lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 74 ára að aldri eftir stutta sjúkdómslegu. Eins og áður er sagt var Björn starfsmaður Vegagerðar ríkisins. Fyrst sem verkamaður og síðar hafði hann verkstjórn með höndum um langt árabil. Í því starfi komu bestu hæfileikar hans fram. Hann var verklaginn og góður stjórnandi og vinsæll meðal samverkamanna sinna. Útför hans fór fram frá Blönduósskirkju 7. september.

Árni Sigurðsson.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Guðrún Sigurðardóttir (1883-1979) Kirkjuskarði ov (4.11.1883 - 9.5.1979)

Identifier of related entity

HAH04416

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Guðrún Sigurðardóttir (1883-1979) Kirkjuskarði ov

er foreldri

Björn Karlsson (1917-1991)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Karl Jónsson (1884-1950) Holtastaðakoti ov

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Karl Jónsson (1884-1950) Holtastaðakoti ov

er foreldri

Björn Karlsson (1917-1991)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Karlsson (1912-1997) Blönduósi (18.18.1912 - 20.4.1997)

Identifier of related entity

HAH01577

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jón Karlsson (1912-1997) Blönduósi

er systkini

Björn Karlsson (1917-1991)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Pálmi Karlsson (1922-2004) Akureyri (9.1.1922 - 25.7.2004)

Identifier of related entity

HAH01586

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Pálmi Karlsson (1922-2004) Akureyri

er systkini

Björn Karlsson (1917-1991)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ingibjörg Karlsdóttir (1919-2014) Blönduósi (16.4.1919 - 3.9.2014)

Identifier of related entity

HAH01542

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ingibjörg Karlsdóttir (1919-2014) Blönduósi

er systkini

Björn Karlsson (1917-1991)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Halldóra Karlsdóttir (1906-1984) Efri-Lækjardal (15.10.1906 - 8.9.1984)

Identifier of related entity

HAH04704

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Halldóra Karlsdóttir (1906-1984) Efri-Lækjardal

er systkini

Björn Karlsson (1917-1991)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Anna Karlsdóttir (1908-2009) Blönduósi (23.2.1908 - 23.6.2009)

Identifier of related entity

HAH01023

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Anna Karlsdóttir (1908-2009) Blönduósi

er systkini

Björn Karlsson (1917-1991)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Herdís Gróa Karlsdóttir (1915-1988) frá Gunnfríðarstöðum (23.7.1915 - 9.12.1988)

Identifier of related entity

HAH01429

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH06134

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

MÞ 19.11.2025 skráning

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir