Björn Jóhannsson (1882-1944) kennari Lundi í Grenivík

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Björn Jóhannsson (1882-1944) kennari Lundi í Grenivík

Hliðstæð nafnaform

  • Björn Jóhannsson kennari Lundi í Grenivík

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

6.10.1882 - 17.9.1944

Saga

Björn Jóhannsson 6. október 1882 - 17. september 1944 Bóndi og kennari á Skarði og Skuggabjörgum í Dalsmynni, S-Þing. og síðar í Lundi í Grenivík. Síðast bús. í Lundi.

Staðir

Skarð í Dalsmynni; Skuggabjörg:

Réttindi

Kennaranám:

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Sigurlaug Einarsdóttir 4. desember 1847 - 23. júní 1927 Húsfreyja á Skarði í Dalsmynni. Þau hjón áttu þrjú önnur börn er öll létust í æsku. Maður hennar 5.7.1867; Jóhann Bessason 28. júlí 1839 - 19. júlí 1912 Bóndi og smiður á Skarði í Dalsmynni. „Víkingsmaður, atorkusamur, fjölhæfur smiður“ segir Indriði. Byggði kirkju þá sem enn stendur í Laufási við Eyjafjörð.
Systkini Björns.
1) Skapti Jóhannsson 28. júlí 1867 - 8. október 1907 Var á Skarði 1, Laufássókn, S-Þing. 1870. Skólapiltur frá Skarði, Laufássókn, staddur í Möðruvallaskóla, Möðruvallaklausturssókn, Eyj. 1890. Bóndi í Litlagerði, Laufássókn, S-Þing. 1901.
2) Aðalheiður Jóhannsdóttir 1. nóvember 1870 - 4. janúar 1952 Frá Skarði, stödd á Akureyri, Eyj. 1890. Húsfreyja í Dæli í Fnjóskadal, síðar á Akureyri. Maður hennar; Guðmundur Sigurgeirsson 27. júlí 1862 - 25. júní 1945 Með foreldrum og í vistum á Flateyjardalsheiði í Flateyjardal, í Fnjóskadal og víðar. Bóndi í Vestari-Krókum á Flateyjardalsheiði 1893-94, Vík á Flateyjardal 1894-97. Bóndi og smiður í Dæli í Fnjóskadal, S-Þing. frá 1897. Var á Akureyri 1930.
3) Unnur Jóhannsdóttir 6. maí 1872 - 20. september 1928 Var á Skarði, Laufássókn, Þing. 1880. Húsfreyja á Sigríðarstöðum í Fnjóskadal. Maður hennar 19.10.1893; Kristján Benedikt Skúlason 24. ágúst 1868 - 30. nóvember 1934 Var á Sigríðarstöðum, Hálssókn, S.-Þing. 1890. Bóndi á Sigríðarstöðum í Fnjóskadal. Verkamaður á Akureyri 1930. Heimili: Sigríðarstaðir. „Framúskarandi áhuga- og eljumaður, vaskur og ósérhlífinn, ferðagarpur“ segir Indriði. Sonardóttir þeirra var Unnur Arngrímsdóttir (1930-2014) kona 25.11.1950; Hermanns Ragnars Srefánssonar (1927-1997) danskennara.
4) Svava Jóhannsdóttir 27. maí 1875 - 11. nóvember 1938 Var á Skarði, Laufássókn, Þing. 1880. Með foreldrum á Skarði og vann síðan búinu þar alla tíð. Var á Skarði, Grenivíkursókn, S-Þing. 1930.
5) Laufey Jóhannsdóttir 6. október 1877 - 22. apríl 1927 Húsfreyja í Austari-Krókum í Fnjóskadal, Skuggabjörgum og Svínárnesi.
6) Hallur Jóhannsson 11. mars 1880 - 26. júní 1881 Með foreldrum á Skarði, Laufássókn, Þing. 1880 og 1881.
7) Sigþór Jóhannsson 7. mars 1885 - 8. nóvember 1940 Vélgæzlumaður á Akureyri 1930. Gæslumaður við rafvirkjun Akureyrar við Laxárfossa. Drukknaði þar „er hann var að vinna við að hreinsa krap frá leiðslum að stöðvarhúsi“ segir Indriði.
8) Jóhann Jóhannsson 17. apríl 1888 - 24. maí 1917 Kennari á Tálknafirði og á Patreksfirði.
9) Jón Jóhannsson 26. ágúst 1889 - 24. febrúar 1975 Bóndi á Skarði, Grenivíkursókn, S-Þing. 1930. Bóndi á Skarði mörg ár frá 1913. Búfræðingur. „Góður bóndi“ segir Indriði.
Kona Björns; Hólmfríður Ingimundardóttir 4. nóvember 1879 - 31. október 1964 Ljósmóðir og húsfreyja í Skarði í Dalsmynni og Lundi í Grenivík. Húsfreyja í Lundi, Grenivíkursókn, S-Þing. 1930.
Börn þeirra;
1) Þórunn Ástríður Björnsdóttir 19. október 1919 - 25. júlí 1998 Var í Lundi, Grenivíkursókn, S-Þing. 1930. Síðast bús. í Hveragerðisbæ 1994. Hún giftist 17. sept. 1959 Þórði Ögmundi Jóhannssyni, f. 19. apríl 1914, d. 31. ágúst 1987, kennara í Hveragerði.
2) Þórgunnur Björnsdóttir 3. ágúst 1921 - 23. febrúar 2012 Var í Lundi, Grenivíkursókn, S-Þing. 1930. kennari,
3) Skírnir Björnsson, f. 23. mars 1923, d. 1924.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02839

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 9.1.2018

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

®GPJ ættfræði
Íslendingabók

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir