Björn Hermann Jónsson (1888-1962) skólastjóri í Vestmannaeyjum ov

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Björn Hermann Jónsson (1888-1962) skólastjóri í Vestmannaeyjum ov

Hliðstæð nafnaform

  • Björn Jónsson (1888-1962)
  • Björn Hermann Jónsson

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

25.6.1888 - 4.6.1962

Saga

Björn Hermann Jónsson 25. júní 1888 - 4. júní 1962 Skólastjóri í Vestmannaeyjum, í Dölum og á Ísafirði. Bjó síðast í Ásgarði í Garðahreppi, Gullbr. [Íslendingabók]
Í legstaðaskrá Fossvogskirkjugarðs er hann sagður f. 24.6.1888 og d. 5.6.1962. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum þar til hann var 19 ára.

Staðir

Núpsdalur í Miðfirði; Hafnarfjörður; Vestmannaeyjar; Ísafjörður; Garðabær:

Réttindi

1906 fór hann til náms í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði þar sem hann lauk gagnfræðaprófi 1907. Árið 1909 fór Björn til Danmerkur til framhaldsnáms þar sem hann dvaldist í 5 ár.

Starfssvið

Skólastjóri í Vestmannaeyjum, í Dölum og á Ísafirði.

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Björn Hermann fæddist 24. júní 1888 í Miðfirði og lést í Reykjavík 5. júni 1962, 73 ára að aldri. Foreldrar hans voru: Jón Jónsson bóndi á Núpsdal í Miðfirði, fæddur 29. janúar 1855, dáinn 28. maí 1955, og kona hans Ólöf Jónasdóttir frá Svarðbæli í Miðfirði, fædd 30. janúar 1862, dáin 29. júní 1943.
Björn Hermann kvæntist Jónínu G. Þórhallsdóttur 30. apríl 1915.
Börn þeirra eru:
1) Ólafur Björnsson 14. nóvember 1915 - 19. janúar 1968 Var á Ísafirði 1930. Læknir. Síðast bús. í Rangárvallahreppi.
2) Svava Björnsdóttir 2. desember 1921 - 26. september 1965 Var á Ísafirði 1930.
3) Jón Björnsson 3. ágúst 1924 - 7. maí 1971 Rafvirkjameistari í Hafnarfirði. Kjörbarn skv. Vigurætt: Guðbjartur Jónsson, f. 20.7.1944.
4) Haraldur Björnsson 4. ágúst 1926 - 31. júlí 1963 Var á Ísafirði 1930. Verkamaður.

Árið 1914 þurfti Steinn Sigurðsson skólastjóri í Vestmannaeyjum frá að hverfa. Björn Hermann var þá einn af þeim átta sem sóttu um stöðuna. Hlaut hann hana með atkvæðum allrar skólanefndarinnar. Björn var skólastjóri í Vestmannaeyjum í 6 ár. Hann var áhrifaríkur og ötull og áhugasamur hugsjónamaður.
Menntun
Gagnfræðapróf frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði 1907. Stundaði nám í sögu, bókmenntasögu og bókfærslu við Napstjert í Danmörku samhliða skrifstofustörfum 1909 til 1911. Námskeið í garðyrkju í Brorup Husmandskole 1911. Nám í framhaldsdeild Frederiksborg Höjskole 1911 til 1912 og framhaldslýðskóla í Askov 1912 til 1914.
Starfsferill
Kennari við skóla í Vestur-Húnavatnssýslu veturna 1907 til 1909. Fór síðan til náms eins og að framan segir. Skólastjóri Barnaskóla Vestmannaeyja 1914 til 1920 og hélt jafnframt kvöldskóla fyrir unglinga alla veturna nema 1917 til 1918. 1920 til 1924 stóð hann fyrir alþýðuskóla í Hjarðarholti í Dölum, en flutti til Ísafjarðar 1924. Kennari og síðar skólastjóri við Barnakólann á Ísafirði árið 1930. Þá var Björn einnig skólastjóri iðnskólans á Ísafirði og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Ísafjarðarsýslur. Hann lést 4. júní 1962.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Torfustaðir í Núpsdal í Miðfirði

Identifier of related entity

Flokkur tengsla

associative

Type of relationship

Torfustaðir í Núpsdal í Miðfirði

is the associate of

Björn Hermann Jónsson (1888-1962) skólastjóri í Vestmannaeyjum ov

Dagsetning tengsla

1888

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ólafur Björnsson (1915-1968) læknir Rangárþingum (4.11.1915 - 19.1.1968)

Identifier of related entity

HAH07454

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ólafur Björnsson (1915-1968) læknir Rangárþingum

er barn

Björn Hermann Jónsson (1888-1962) skólastjóri í Vestmannaeyjum ov

Dagsetning tengsla

1915

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Jón Jónsson (1855-1950) Torfustöðum í Miðfirði. (29.1.1855 - 28.5.1950)

Identifier of related entity

HAH05613

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Jón Jónsson (1855-1950) Torfustöðum í Miðfirði.

er foreldri

Björn Hermann Jónsson (1888-1962) skólastjóri í Vestmannaeyjum ov

Dagsetning tengsla

1888

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Ólöf Jónasdóttir (1862-1943) Torfustöðum Miðfirði (29.1.1862 - 29.6.1943)

Identifier of related entity

HAH07453

Flokkur tengsla

fjölskylda

Type of relationship

Ólöf Jónasdóttir (1862-1943) Torfustöðum Miðfirði

er foreldri

Björn Hermann Jónsson (1888-1962) skólastjóri í Vestmannaeyjum ov

Dagsetning tengsla

1888

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH02831

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ 9.1.2017

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir