Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Bjarni Vilmundarson (1928-2016) Mófellsstöðum Skorradal
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
26.8.1928 - 1.8.2016
Saga
Bjarni Vilmundarson 26.8.1928 - 1.8.2016. Var á Mófellsstöðum, Fitjasókn, Borg. 1930. Bóndi á Mófellsstöðum í Skorradalshreppi. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Bjarni var ókvæntur og barnlaus.
Bjarni Vilmundarson fæddist á Mófellsstöðum 26. ágúst 1928.
Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 1. ágúst 2016.
Útför hans fór fram frá Reykholtskirkju, 12. ágúst 2016, klukkan 14.
Staðir
Réttindi
Bjarni stundaði nám í sinni sveit og síðar á Reykjum í Hrútafirði.
Starfssvið
Bjarni var bóndi á Mófellsstöðum, fyrst með móður sinni og síðar með systkinum. Hann sinnti ýmsum trúnaðarstörfum.
Lagaheimild
Hann átti sæti í hreppsnefnd Skorradalshrepps í röska fjóra áratugi og var formaður Ungmennafélagsins Íslendings um árabil. Hann stýrði sóknarnefnd Hvanneyrarkirkju í áratugi og söng jafnframt í kirkjukórnum. Bjarni var minnugur, ættfróður og vel lesinn. Hann var virkur félagi í Lions og félagi í Karlakórnum Söngbræður frá stofnun hans og allt þar til hann varð að hætta söngstarfinu vegna heilsubrests. Hann var einn af stofnendum Félags aldraðra í Borgarfjarðardölum og studdi á sínu félagssvæði örnefnasöfnun fyrir það félag.
Innri uppbygging/ættfræði
Foreldrar hans; Vilmundur Jónsson 18. júní 1884 - 20. maí 1959. Bóndi á Mófellstöðum í Skorradal, Borg. og kona hans; Guðfinna Sigurðardóttir 30.5.1894 - 30.6.1984. Var í Húsanesi, Búðasókn, Snæf. 1901. Húsfreyja á Mófellsstöðum, Fitjasókn, Borg. 1930. Var í Gerðum, Gerðahr., Gull. 1920. Síðast bús. í Skorradalshreppi.
Systkini hans;
1) Sigurjón Vilmundarson f. 19. júní 1925, d. 23. mars 1948. Vélsmiður á Mófellsstöðum, Skorradal.
2) Margrét Vilmundardóttir f. 12. nóvember 1926, d. 30. nóvember 2013. Var á Mófellsstöðum, Fitjasókn, Borg. 1930.
3) Þórður Mófells Vilmundarson f. 22. september 1931, d. 31. júlí 2013. Bóndi og smíðakennari á Mófellsstöðum í Skorradalshreppi.
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Maintained by
Kennimark stofnunar
IS HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
GPJ 6.3.2021
Tungumál
- íslenska