Auðkenni
Tegund einingar
Einstaklingur
Leyfileg nafnaform
Birgir Sigurðsson (1937-2019) rithöfundur
Hliðstæð nafnaform
Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum
Aðrar nafnmyndir
Auðkenni fyrir stofnanir
Lýsing
Fæðingar- og dánarár
- ágúst 1937 - 9. ágúst 2019
Saga
Birgir Sigurðsson fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1937. Hann lést 9. ágúst 2019.
Birgir var sonur Sigurðar Ingimars Helgasonar, myndlistarmanns og sjómanns, og Friðbjargar Jónsdóttur húsmóður.
Systkini hans eru Ingimar Erlendur og Sigríður Freyja.
Birgir ólst upp í Reykjavík, lauk kennaraprófi frá KÍ 1961, stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík í fimm ár og söngnám í Amsterdam 1967. Birgir var blaðamaður á Tímanum 1961-64 og var kennari og skólastjóri í nokkrum skólum þar til hann sneri sér alfarið að ritstörfum árið 1979. Eftir Birgi liggur fjöldi ritverka; leikrit, skáldsögur, ljóð,
þýðingar og fræðirit. Þekktasta leikrit Birgis er án efa Dagur vonar, sem frumsýnt var 1987, tilnefnt til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1989 og hefur verið sýnt víða um heim.
Fyrsta leikritið, Pétur og Rúna, vann 1. verðlaun í samkeppni Leikfélags Reykjavíkur 1972 og vakti mikla athygli. Meðal annarra leikrita hans eru Skáld-Rósa, Selurinn hefur mannsaugu, Grasmaðkur, Óskastjarnan, Dínamít og Er ekki nóg að elska. Birgir var heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur en hann þýddi einnig fjölmörg leikrit, m.a. Barn í garðinum, eftir Sam Shephard, Glerbrot, eftir Arthur Miller, og Köttur á heitu blikkþaki, eftir Tennessee Williams. Þá þýddi hann tvær skáldsögur eftir Doris Lessing, Grasið syngur og Marta Quest. Birgir var varaformaður Rithöfundasambands Íslands 1982-1986, var forseti Bandalags íslenskra listamanna 1985-87 og átti m.a. sæti í stjórn Listahátíðar og úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs. Birgir var á þessu ári gerður að heiðursfélaga Rithöfundasambandsins. Birgir var einnig virkur í náttúruverndarbaráttu og það
voru einkum Náttúruverndarsamtök Íslands sem nutu krafta hans.
Eftirlifandi eiginkona Birgis er Elsa Vestmann Stefánsdóttir, myndlistarmaður og fv. sviðsstjóri hjá RÚV. Birgir eignaðist þrjú börn með fv. eiginkonu sinni, Jóhönnu Steinþórsdóttur. Þau eru: Steinþór, kona hans er Ásta Vilhjálmsdóttir, Freyja, maður hennar er Halldór Magnússon, og Steinunn Björg, maður hennar er Hólmsteinn Jónasson. Stjúpbörn Birgis eru: Anna Steinunn (látin), maður hennar er Kjartan Bjargmundsson, Einar, kona hans er Ásta Margrét Guðlaugsdóttir, Elías og Eva.
Staðir
Réttindi
Starfssvið
Lagaheimild
Innri uppbygging/ættfræði
Almennt samhengi
Tengdar einingar
Access points area
Efnisorð
Staðir
Occupations
Stjórnsvæði
Authority record identifier
Maintained by
Kennimark stofnunar
HAH
Reglur eða aðferð sem stuðst er við
Staða
Loka
Skráningarstaða
Fullt
Skráningardagsetning
MÞ 29.05.2024
Tungumál
- íslenska