Bergur Sigurbjörnsson (1917-2005) Staðarseli, Langanesi

Original Stafræn eining not accessible

Auðkenni

Tegund einingar

Einstaklingur

Leyfileg nafnaform

Bergur Sigurbjörnsson (1917-2005) Staðarseli, Langanesi

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

20.5.1917 - 28.7.2005

Saga

Bergur Sigurbjörnsson 20.5.1917 - 28.7.2005. Viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri, einnig ritstjóri og alþingismaður. Var í Staðarseli, Sauðanessókn, N-Þing. 1930.
Hann fæddist í Heiðarhöfn á Langanesi 20. maí 1917.
Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 28. júlí 2005. Bergur var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 5.8.2005 og hófst athöfnin klukkan 13.

Staðir

Réttindi

Bergur nam einn vetur við Héraðsskólann á Laugum en fór þaðan í Menntaskólann á Akureyri og útskrifaðist með stúdentspróf þaðan 1939. Hann fór svo í viðskiptafræðinám í Reykjavík og útskrifaðist frá Háskóla Íslands 1943. Árið 1946 lá leið Bergs til Stokkhólms þar sem hann stundaði þjóðhagfræðinám við Stokkhólmsháskóla til ársins 1948.

Starfssvið

Bergur var einn af stofnendum vikublaðsins Frjálsrar þjóðar og var hann ritstjóri blaðsins frá 1952 til 1954 og öðru hverju síðar meir.
Hann sat á Alþingi fyrir Þjóðvarnarflokkinn 1953-1956 og kenndi samtímis stærðfræði við Kvennaskólann í Reykjavík. Bergur vann hjá Kjararannsóknanefnd 1965-1968 er hann fluttist til Egilsstaða og gerðist framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi (SSA) 1968-1971. Hann var einnig stundakennari við Iðnskólann á Egilsstöðum á því tímabili.
Bergur fluttist aftur til Reykjavíkur og tók við starfi framkvæmdastjóra Framkvæmdastofnunar ríkisins árin 1972-1974. Að því loknu fór Bergur aftur til Egilsstaða og var framkvæmdastjóri SSA frá 1975 til 1982 er hann fór á eftirlaun.

Lagaheimild

Bergur var virkur í félagslífinu á Egilsstöðum og var meðal annars stjórnarmaður í Bridsfélagi Fljótsdalshéraðs, Krabbameinsfélagi Fljótsdalshéraðs og Tónlistarfélagi Fljótsdalshéraðs sem og í Flugfélagi Austurlands.

Innri uppbygging/ættfræði

Foreldrar hans; Guðný Soffía Hallsdóttir, f. 25.8. 1896, d. 24.8. 1925, og Sigurbjörn Ólason, f. 30.4. 1889, d. 15.2. 1964. Bóndi í Heiðarhöfn á Langanesi um 1916-23, Læknisstöðum í sömu sveit 1923-26 og Staðarseli á Langanesi, N-Þing. Bóndi í Staðarseli 1930. Bjó í Staðarseli 1926-44. Búsettur á Þórshöfn frá 1944. Starfaði einnig sem sjómaður og verkamaður á Þórshöfn.
Bergur var elstur fjögurra systkina, hin eru
1) Kristbjörg Líney Sigurbjörnsdóttir f. 4.1. 1919, d. 16.7. 1958. Var í Staðarseli, Sauðanessókn, N-Þing. 1930. Með foreldrum í Heiðarhöfn fram um 1923 og síðan í Staðarseli með föður og föðursystur. Nam hjúkrun í Reykjavík og Danmörku. Hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, á Ísafirði, Seyðisfirði og í Keflavík. Síðast bús. í Reykjavík. Fórst af slysförum.
2) Hallur Sigurbjörnsson f. 9.11. 1921 - 6.6.2010. Var í Staðarseli, Sauðanessókn, N-Þing. 1930. Skattstjóri á Akureyri og skattstjóri í skattumdæmi Norðurlands eystra. Gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum.
3) Marinó Ólason Sigurbjörnsson f. 3.3. 1923 - 11.7.2012. Verslunarstjóri og fulltrúi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. Var í Guðmundarhúsum, Upsasókn, Eyj. 1930. Skv. Lögr. f. á Heiðarhöfn.
Bergur átti einn uppeldisbróður,
3) Sigurður Tryggvason, f. 11.2. 1928, d. 18.6. 1988. Var í Staðarseli, Sauðanessókn, N-Þing. 1930. Fósturfaðir Sigurbjörn Ólason. Sparisjóðsstjóri á Þórshöfn.

Bergur kvæntist Hjördísi Pétursdóttur, en hún lést 1. ágúst 1971. Árið 1979 kvæntist Bergur (Jóhönnu) Arnljótu Eysteinsdóttur og bjuggu þau lengst af á Egilsstöðum en síðar á Akureyri.

Börn Bergs og Hjördísar eru:
1) Hjördís Guðný Bergsdóttir "Dósla" myndlistarmaður, myndlistakennari og sérkennari, f. 13. júlí 1945. Börn hennar eru: A) Þórey Svanfríður Þórisdóttir verslunarstjóri, f. 1963, maki Guðmundur Hrafn Grétarsson verktaki, f. 1963, sonur þeirra er Eyþór Hrafn Guðmundsson, f. 2005. Börn Þóreyjar Svanfríðar frá fyrra hjónabandi eru: a) Klara Rut Ólafsdóttir námsmaður, f. 1985, sambýlismaður Hilmar Már Gunnarsson námsmaður, f. 1982. b) Snævar Örn Ólafsson, námsmaður, f. 1987. c) Bergsteinn Ingi Ólafsson námsmaður, f. 1990. B) Drífa Hjördís Tryggvadóttir Thorstensen kennari, f. 1971. C) Jón Hnefill Jakobsson námsmaður, f. 1981.
2) Fríða Britt Bergsdóttir bókari, f. 14. febrúar 1948, giftist Kristni Gestssyni endurskoðanda. Þau skildu. Börn þeirra eru: A) Bergur, f. 22. júlí 1967, maki Íris Sigurðardóttir, f. 8. mars 1968. Börn þeirra eru Aron, f. 1988 og Sara, f. 1991. B) Hjörleifur, f. 13. apríl 1969, maki Rakel Linda Kristjánsdóttir, f. 29. júlí 1969, börn þeirra eru Sunna Dís, f. 1990 og Eydís Lena, f. 1995. C) Lilja Björk, f. 4. nóvember 1976, maki Kristmann Már Ísleifsson, f. 1. mars 1973, börn þeirra eru Birta Sif, f. 1995, Særún Embla, f. 2001 og Nökkvi Már, f. 17. febrúar 2005 d. 17. febrúar 2005.
3) Björn Bergsson menntaskólakennari, f. 7. júlí 1949, kvæntur Gerði Kristinsdóttur fulltrúa, f. 28. mars 1950. Dóttir þeirra er Hjördís Heiða, f. 1984. Börn Gerðar af fyrra hjónabandi eru: a) Einar Friðrik Þráinsson, f. 1967, börn hans eru Sigríður Jóna og Þráinn Freyr. b) Berglind Ósk Þráinsdóttir, f. 1972, börn hennar eru Högni Hrafn Þórðarson og Tinna Björt Þórðardóttir.
4) Þórunn Guðlaug Bergsdóttir sjúkraliði, f. 17. júlí 1957, gift Jóhanni S. Þorsteinssyni deildarstjóra, f. 21. október 1955. Börn þeirra eru; A) Þorsteinn Freyr vélamaður, f. 1977, sonur hans Sindri Steinn; B) Daníel Ingi matreiðslumaður, f. 1980 í sambúð með Árnýju Sigurðardóttur, námsmanni; C) Bergdís Júlía námsmaður, f. 19985; D) Fannar Logi námsmaður, f. 1987.

Börn Bergs og Arnljótar eru;
5) Arnljótur Bjarki, sjávarútvegsfræðingur við framhaldsnám í Japan, f. 17. september 1977
6) Sigrún Dóra enskunemi við HÍ, f. 28. júlí 1981.

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Access points area

Efnisorð

Staðir

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

HAH08741

Kennimark stofnunar

IS HAH

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Loka

Skráningarstaða

Fullt

Skráningardagsetning

GPJ skráning 3.1.2022

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir